Reykjavíkurlistinn

Reykjavíkurlistinn, R-listinn, var sameiginlegur framboðslisti félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum 1994, 1998 og 2002. Upprunalega stóðu að honum Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, Samtök um kvennalista og Nýr Vettvangur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóraefni R-listans árið 1994, og varð borgarstjóri í kjölfar sigurs listans í kosningunum það ár. R-listinn hélt meirihluta í borgarstjórn í þrjú kjörtímabil, en á þeim tíma höfðu allir flokkarnir sem stóðu að listanum hætt störfum utan Framsóknarflokksins. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 ákváðu flokkarnir sem þá stóðu að listanum, Samfylking, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Framsóknarflokkur, að bjóða fram hver í sínu lagi, og varð þá aftur Sjálfstæðisflokkurinn stærsta aflið í borgarstjórn Reykjavíkur.

Merki Reykjavíkurlistans

Samanlagður árangur mið- og vinstriflokkanna:

  • 1990: 37,5% (5 af 15 borgarfulltrúum)

Árangur Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningum:

  • 1994: 53,0% (8 af 15 borgarfulltrúum)
  • 1998: 53,6% (8 af 15 borgarfulltrúum)
  • 2002: 52,6% (8 af 15 borgarfulltrúum)

Samanlagður árangur mið- og vinstriflokkanna:

  • 2006: 46,2% (7 af 15 borgarfulltrúum)
  • 2010: 63,7% (10 af 15 borgarfulltrúum)
  • 2014: 72,8% (11 af 15 borgarfulltrúum)
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.