Fyrra franska keisaraveldið

Franska keisaraveldið
Empire français
Flag of France (1794–1815, 1830–1974, 2020–present).svg Imperial Coat of Arms of France (1804-1815).svg
Fáni Frakklands Skjaldarmerki keisarans
Kjörorð ríkisins: Ekkert
Þjóðsöngur Veillons au salut de l'Empire
Europe 1812 map en.png
Landamæri franska keisaraveldisins á hápunkti þess árið 1812. Frakkland er sýnt í fjólubláum lit og leppríki þess í bláum. Rauða línan markar endimörk áhrifasvæðis þess við byrjun Rússlandsherfarar Napóleons.
Opinber tungumál Franska
Höfuðborg París
Keisari
 -1804–1814; 1815
 -1815

Napóleon 1. (fyrstur)
Napóleon 2. (síðastur)
Fólksfjöldi
 - 1812

96.472.000
Flatarmál
 - 1812
860 000 km² (2 500 000 km² að leppríkjum meðtöldum[1])
Stofnun 18. maí 1804
Upplausn 14. apríl 1814; 7. júlí 1815
Gjaldmiðill Germinal-franki

Franska keisaraveldið, síðar kallað fyrra keisaraveldið (l'Empire français eða le Premier Empire), var stjórnarfyrirkomulag Frakklands frá 18. maí 1804, þegar Napóleon Bónaparte var lýstur Frakkakeisari, til 14. apríl 1814 þegar hann sagði af sér, og síðan aftur í tæpa hundrað daga árið 1815. Keisaraveldið tók við af konsúlaveldi fyrsta franska lýðveldisins og á eftir því kom endurreisn franska konungdæmisins undir stjórn Búrbónanna.

Fyrra keisaraveldið var óvenjulegt meðal annarra ríkja Frakklands að því leyti að keisari hafði aldrei ríkt í Frakklandi áður og vegna herskárrar utanríkisstefnu þess. Napóleonsstyrjaldirnar voru háðar í nafni Frakklands gegn fimm bandalögum óvina þess frá 1805 til 1815. Í þessum stríðum lagði Napóleon undir sig meirihluta evrópska meginlandsins fyrir utan Norðurlöndin og Balkanskaga. Áhrifasvæði keisaraveldisins varð stærst árið 1812 og náði þá frá Lissabon til Moskvu. Þegar flatarmál ríkisins var mest spannaði keisaraveldið 860.000 ferkílómetra og Frakkland taldi heilar 135 sýslur. Stórborgir eins og Róm, Hamborg, Barselóna, Amsterdam og Dubrovnik urðu franskar stjórnsýslueiningar.

Frakkar unnu marga stórsigra á meginlandinu (þ.á.m. í Austerlitz, Iéna, Auerstadt, Eylau, Friedland og Wagram), en þessir sigrar kostuðu fjölmörg mannslíf (um 800.000 menn af hálfu Frakka). Auk þess leiddi stríðsástandið til aukinnar hófsemi Frakka í nýlendumálum og til þess að Frakkar seldu Bandaríkjunum Louisiana árið 1803 eftir að þeir höfðu glatað Martinique til Breta og Saint Domingue í haítísku byltingunni. Fjölmargar áætlanir Frakka um að gera innrás í Bretland voru kæfðar í fæðingu og sigrar Breta á sjó eins og í orrustunni við Trafalgar gerðu þeim kleift að fjármagna hernaðarbandalög gegn Frökkum. Árið 1814 unnu bandalagsherirnir loks bug á Frökkum eftir herfilegan ósigur þeirra í Rússlandsherför Napóleons, sem keisaraherinn náði aldrei að jafna sig á.

Þetta var annað tveggja franskra keisaravelda sem lutu stjórn keisara af Bónaparte-ætt, hið seinna var stofnað árið 1852. Fyrra keisaraveldið var við lýði frá 18. maí 1804, þegar Napóleon var lýstur Frakkakeisari. Þjóðaratkvæðagreiðsla þann 6. nóvember 1804 staðfesti þessa stjórnskipulagsbreytingu. Keisaraveldið var lagt niður þann 6. apríl 1814 með afsögn Napóleons í Fontainebleau og útlegð hans til Elbu. Það gekk í endurnýjun lífdaga frá 20. mars til 7. júlí 1815, þegar Napóleon sneri aftur úr útlegð, en var svo endanlega leyst upp eftir ósigur Napóleons í orrustunni við Waterloo.

HeimildBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Rein Taagepera "Expansion and Contraction Patterns of Large Polities: Context for Russia", International Studies Quarterly Vol. 41, 475-504 (1997).