Síðara franska keisaraveldið

Franska keisaraveldið
Empire français
Flag of France (1794–1815, 1830–1974, 2020–present).svg Coat of Arms Second French Empire (1852–1870)-2.svg
Fáni Frakklands Skjaldarmerki keisarans
Kjörorð ríkisins: Liberté, égalité, fraternité
(„Frelsi, jafnrétti, bræðralag“)
Þjóðsöngur Partant pour la Syrie
„Á leið til Sýrlands“
Second French Empire (1852–1870).png
Síðara franska keisaraveldið og nýlendur þess árið 1867.
Opinber tungumál Franska
Höfuðborg París
Keisari
 -1852–1870

Napóleon III
Stofnun 14. janúar 1852
Upplausn 4. september 1870
Gjaldmiðill Franskur franki

Síðara franska keisaraveldið (le Second Empire á frönsku) var stjórnkerfi Frakklands sem varð til þann 2. desember 1852 þegar Louis-Napoléon Bonaparte, forseti Frakklands, framdi valdarán og lýsti sig Napóleon III.Frakkakeisara. Ríkið kom í stað annars franska lýðveldisins en þriðja franska lýðveldið tók við þegar það leið undir lok.

Sögu síðara keisaraveldisins er venjulega skipt í tvennt. Gerræðislegt stjórnarfar Napóleons III. einkenndi fyrra tímabilið sem stóð frá 1852 til 1860. Á síðara tímabilinu, frá 1860 til 1870, var reynt að gera ríkið að „frjálslyndu keisaraveldi“.[1]

Síðara keisaraveldið leið undir lok þann 4. september 1870 eftir orrustuna við Sedan í fransk-prússneska stríðinu. Þar biðu Frakkar ósigur fyrir Prússum undir stjórn Otto von Bismarck kanslara Prússlands og Napóleon III. var handtekinn. Í kjölfarið var stofnað lýðveldi í París sem hélt stríðinu áfram um skamma hríð.

TilvísanirBreyta

  1. Guy Antonetti, Histoire contemporaine politique et sociale, Paris, PUF, 1986, bls. 269.