Viðskiptanefnd Alþingis

(Endurbeint frá Viðskiptanefnd)

Viðskiptanefnd var ein af fastanefndum Alþingis. Nefndin fjallaði meðal annars um mál er vörðuðu banka, fjármála- og vátryggingastarfsemi, hlutafélög, samkeppni, sparisjóði og aðrar fjármálastofnanir, verslun, viðskipti og neytendavernd.[1] Fastanefndum Alþingis var fækkað úr tólf í átta þann 1. október 2011 og heyra málefni viðskiptanefndar í dag að mestu leyti undir efnahags- og viðskiptanefnd.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Viðskiptanefnd“. Sótt 18.mars 2010.
  2. „Viðskiptanefnd“. Sótt 21.nóvember 2011.

Tenglar

breyta