Ævisaga er bókmenntagrein þar sem sagt er frá lífshlaupi einstaklings eða einstaklinga.[1] Yfirleitt á hugtakið ekki við um skáldsögur, þótt búið hafi verið til hugtakið skáldævisaga um ævisögur sem eru á mörkum skáldskapar og æviminninga eins og í bókum Þórbergs Þórðarsonar. Ólíkt ferilskrá er ævisaga yfirleitt dýpri greining á persónueinkennum og byggist oft upp á reynslusögum og ólíkt dagbókum fjalla ævisögur yfirleitt um tíma sem er löngu liðinn.

Þegar höfundur er sjálfur aðalpersóna ævisögunnar er talað um sjálfsævisögur eða æviminningar.

Tilvísanir

breyta
  1. Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?“. Vísindavefurinn 15.4.2010. http://visindavefur.is/?id=54786. (Skoðað 15.4.2010).

Tenglar

breyta
  • „Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?“. Vísindavefurinn.
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.