Uri er kantóna í Sviss og er 1.077 km2 að stærð. Þar er vagga Sviss, en á Rütlifjalli í Uri sóru íbúar Uri, Schwyz og Nidwalden eiðinn sem leiddi til stofnunar svissneska ríkjasambandsins. Íbúar Uri eru þýskumælandi. Höfuðstaðurinn heitir Altdorf.

Uri
Höfuðstaður Altdorf
Flatarmál 1.077 km²
Mannfjöldi
 – Þéttleiki
36.000 (2014)
33/km²
Sameinaðist Sviss 1291
Stytting UR
Tungumál Þýska
Vefsíða [http://www.ur.ch

Lega og lýsing

breyta

Uri liggur miðsvæðis í Sviss og samanstendur mestmegnis af einum fjalladal í Alpafjöllum, sem gengur til suðurs, og fjöllunum þar í kring. Syðst er Gotthardskarðið (og göngin) yfir til kantónunnar Ticino. Fyrir norðan takmarkast Uri af stöðuvatninu Vierwaldstättersee. Aðrar kantónur sem liggja að Uri eru Schwyz fyrir norðan, Glarus fyrir norðaustan, Graubünden fyrir austan, Ticino og Valais fyrir sunnan, Bern fyrir suðvestan og Obwalden og Nidwalden fyrir vestan. Íbúar Uri eru einungis 35 þúsund talsins. Flestir búa í Altdorf, sem einnig er höfuðborg kantónunnar. Uri er þar með þriðja fámennasta kantónan í Sviss á eftir Appenzell Innerrhoden og Obwalden.

Skjaldarmerki og orðsifjar

breyta

Skjaldarmerki Uri sýnir svart nautshöfuð með rauða tungu og nefhring á gulum grunni. Fyrstu íbúar héraðsins nefndu það Ur. Það er heiti á fornri nautstegund (úri) sem lifði í Mið-Evrópu á þessum tíma. Nafn þetta hefur haldist allar götur síðan. Árið 1243 kom merkið með nautshöfðinu fyrst fram en nefhringurinn kom ekki fram fyrr en síðar.

Söguágrip

breyta
  • 853 var Uri-dalnum gefin Lúðvíki hinum þýska, konungi þýska ríkisins, en hann var Zähringer-ætt.
  • 1218 dó Zähringer-ættin út. Friðrik II keisari veitti þá Habsborgurum yfirráð yfir dalnum.
  • 1291 hittust fulltrúar Uri, Schwyz og Unterwalden á Rütlifjalli í Uri og sóru eið gegn yfirráðum Habsborgara. Þetta var upphafið að Sviss.
  • 1798 stofnaði Napoleon helvetíska lýðveldið. Uri, Schwyz, Unterwalden og Zug verða að einni kantónu, sem fékk heitið Waldstätte.
  • 1799 gerðu íbúar Uri uppreisn sem Frakkar börðu niður af mikilli grimmd.
  • 1803 varð Uri aftur kantóna fyrir sig.
  • 1850 samdi þingið í Uri fyrstu stjórnarskrá sína.
Röð Bær Íbúar Ath.
1 Altdorf 8.700 Höfuðborg kantónunnar
2 Schattdorf 4.800
3 Bürglen 3.900 Example

Heimildir

breyta