Júrafjöll
Júrafjöll eru fjallgarður norðan við vesturenda Alpafjalla í Evrópu. Fjallgarðurinn skilur á milli ánna Rínar og Rhône. Fjallgarðurinn er aðallega í Sviss og Frakklandi en hluti hans nær inn í Þýskaland. Hæsti tindur fjallgarðsins er Le Crêt de la Neige í franska umdæminu Ain sem rís 1720 metra yfir sjávarmál.
Nafnið er af keltneskum stofni og merkir „skógar“. Svissneska kantónan Júra og Júratímabilið draga nafn sitt af Júrafjöllum.