Arnór Ingvi Traustason

íslenskur knattspyrnumaður

Arnór Ingvi Traustason er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem að spilar fyrir IFK Norrköping í Svíþjóð.

Arnór Ingvi Traustason
Upplýsingar
Fullt nafn Arnór Ingvi Traustason
Fæðingardagur 30. apríl 1993
Fæðingarstaður    Njarðvík, Ísland
Hæð 1.84cm
Leikstaða Miðjumaður/Útherji
Núverandi lið
Núverandi lið IFK Norrköping
Númer 9
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2010-2013 Fáni Íslands Keflavík 52 (10)
2012 Fáni Noregs Sandnes Ulf (Lán) 10 (0)
2014-2016 Fáni Svíþjóðar IFK Norrköping 56 (12)
2016-2017 Rapid Wien 22 (3)
2018-2020 Malmö FF 69 (12)
2021-2022 New England Revolution 15 (4)
2022- IFK Norrköping 41 (13)
Landsliðsferill2
2009
2011
2012-14
2015-
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
2 (0)
5 (0)
12 (1)
56 (6)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært apríl 2024.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
apríl 2024.

Arnór Ingvi hóf að leika knattspyrnu með Ungmennafélagi Njarðvíkur (UMFN) en hóf meistaraflokksferil sinn hjá Keflavík en hann hefur að auki spilað með norska liðinu Sandnes Ulf.

Arnór hefur orðið sænskur deildarmeistari með IFK Norrköping og Malmö FF.

Knattspyrnuferill

breyta

1998-2010: Njarðvík

breyta

Arnór Ingvi æfði í gegnum yngri flokka Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN) frá 8 ára aldri. Arnór þótti strax mikið efni og sýndi leiðtogahæfileika. Liðið var þjálfað undir handleiðslu þekkts unglingaþjálfara, Freys Sverrissonar. 1993 árgangurinn úr Njarðvík vakti mikla athygli, ekki síst eftir að liðið hafði orðið Shellmóts meistarar tvö ár í röð, árin 2002 og 2003. Eftir keppnistímabilið 2008, þegar Arnór Ingvi gekk upp úr 3. flokki Njarðvíkur, ákvað hann að söðla um og ganga til liðs við nágrannaliðið Keflavík, sem lék á þessum tíma í efstu deild á Íslandi. Leið ekki á löngu þar til Arnór Ingvi var kominn í leikmannahóp Keflavíkur

2010-12: Keflavík

breyta

Arnór Ingvi spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Keflavík þegar að hann kom inná sem varamaður á 81. mínútu í leik gegn ÍR í Lengjubikarnum þann 27. febrúar 2010 þá 17 ára.[1] Fyrsti deildarleikur Arnórs kom 13. september í 2-1 tapi gegn Fram.[2] Arnór skoraði svo sitt fyrsta deildarmark í jafnframt sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Keflavík í 4-1 sigri gegn ÍBV þann 25. september.[3]

Í febrúar 2011 fór Arnór Ingvi á reynslu hjá enska liðinu WBA og æfði með unglingaliði félagsins í eina viku.[4] Ekkert varð þó úr því að WBA semdi við Arnór. Arnór Ingvi var líkt og árið á undan að mestu varaskeifa í Keflavíkur liðinu sumarið 2011 en spilaði þó 20 leiki í öllum keppnum og skoraði í þeim 2 mörk. Í lok tímabilsins var Arnór valin efnilegasti leikmaðurinn á lokahófi Keflavík.[5]

Árið 2012 braut Arnór sér leið inní byrjunarlið Keflavíkur. Hann byrjaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum og skoraði 3 mörk þegar að liðið vann sinn riðill en tapaði fyrir Breiðablik í 8-liða úrslitum.[6] Arnór var á sínum stað í byrjunarliðinu í upphafi íslandsmótsins. Hann spilaði mjög vel og var til að mynda valin í úrvalslið umferð 1-11 hjá Fótbolti.net, þar var hann yngsti leikmaðurinn.[7] Í júlí þetta sumar fór Arnór ásamt liðsfélaga sínum Sigurbergi Elíssyni á reynslu til norska liðsins Sandnes Ulf.[8] Úr því varð að Arnór fór á láni til Sandnes Ulf þann 15. ágúst.[9] Hann hafði fram að þessu spilað alla deildar- og bikarleiki á tímabilinu og skorað 7 mörk, hann var svo í lok tímabils útnefndur efnilegasti leikmaður Keflavíkur annað árið í röð.

2012: Sandnes Ulf (Lán)

breyta

Arnór Ingvi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sandnes Ulf 26. ágúst þegar að hann kom inná í deildarleik gegn Sogndal. Arnór leysti landa sinn Steinþór Frey af hólmi á 90. mínútu.[10] Arnóri gekk erfiðlega að vinna sér inn byrjunarliðssæti en liðið var í harðri fallbaráttu. Svo fór að Sandnes Ulf endaði tímabilið í 14. sæti og þurfti að spila 2 umspilsleiki gegn Ullensaker/Kisa um áframhaldandi veru í deildinni.[11] Arnór Ingvi kom inná sem varamaður í fyrri leiknum sem að endaði með 4-0 sigri. Sandnes Ulf vann einvígið samanlagt 7-1 og hélt veru sinni í deildinni. Arnór Ingvi gaf það út fljótlega eftir leik að hann myndi snúa aftur heim í Keflavík að lánstímanum loknum og spila með Keflavík árið 2013.[12] Arnór hafði spilað 11 leiki með Sandnes Ulf en komst ekki á blað hjá liðinu.

2013: Keflavík

breyta

Í febrúar 2013 skrifaði Arnór Ingvi undir nýjan samning við Keflavík til loka árs 2014.[13] Arnór byrjaði 2013 tímabilið vel og skoraði 4 mörk í 4 leikjum í Lengjubikarnum, þar með talið þrennu gegn Leiknir R.[14] Arnór var einn lykilmanna í liði Keflavíkur þetta sumar, spilaði 19 af 22 leikjum og skoraði 4 deildarmörk, en Keflavíkurliðið endaði í 9. sæti eftir að hafa verið í botnbaráttunni allt sumarið.[15] Í lok tímabilsins var Arnór Ingvi kjörin efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi deildinni 2013. Hann var annar keflvíkingurinn til að hljóta þessa nafnbót.[16]

2014-2016: IFK Norrköping

breyta

Eftir tímabilið 2013 fóru viðræður í gang milli IFK Norrköping og Keflavíkur vegna Arnórs Ingva. Hann hafði verið á reynslu hjá félaginu í júlí sama ár og vildi félagið nú semja við leikmanninn.[17][18] Svo fór að 28. október 2013 samdi Arnór Ingvi við sænska liðið og fékk treyju númer 9 hjá félaginu.[19] Fyrsti leikur Arnórs fyrir IFK Norrköping var gegn Athletic FC United í sænska bikarnum. Arnór kom inná sem varamaður á 80. mínútu.[20] Vegna meiðsla missti Arnór Ingvi af byrjun Allsvenskan 2014. Hann sneri til baka 15. maí þegar að hann kom inná sem varamaður í leik gegn Falkenbergs FF.[21] Arnór Ingvi skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 3-5 tapleik gegn Djurgården 14. júní, Arnór lagði að auki upp eitt marka liðsins.[22] Þegar leið á tímabilið var Arnór búin að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu. Hann endaði tímabilið með 18 leiki, 14 af þeim í byrjunarliðinu, ásamt því að skora 4 mörk. Arnór endaði tímabilið sem stoðsendingahæsti leikmaður liðsins í deildinni með 10 stoðsendingar.[23]

Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði IFK Norrköping tímabilið 2016. Eftir tvö töp í fyrstu fjórum leikjunum í deildinni var liðið taplaust í næstu 13 leikjum og var í harðri toppbaráttu við IFK Göteborg og AIK. Svo fór að liðið sigraði deildina í lokaumferðinni með 2-0 sigri á Malmö FF, þar lagði Arnór upp fyrra markið og skoraði það seinna og tryggði þar með liðinu sænska titilinn.[24] Arnór var einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins á tímabilinu. Hann spilaði 29 af 30 leikjum, skoraði 7 mörk og lagði upp flest mörk allra í deildinni eða 10 talsins.[25] IFK Norrköping toppaði svo tímabilið með því að vinna IFK Göteborg í sænska supercupen, árlegum leik deildarmeistarana og bikarmeistarana, 3-0. Arnór var að venju í byrjunarliði IFK Norrköping.[26]

Eftir frábært tímabil 2015 var Arnór Ingvi orðaður við enska liðið Aston Villa.[27] Ekkert varð þó af þeim kaupum. Arnór var á sínum stað á vinstri vængnum hjá IFK Norrköping í upphafi tímabilsins 2016. Hann skoraði fyrsta markið í 4-0 sigri á Östersunds FK í riðlakeppni sænska bikarsins þann 20. febrúar.[28] Fyrsta deildarmark Arnórs á tímabilinu kom þann 26. apríl í 3-1 sigri á Hammarby IF. Arnór skoraði markið úr vítaspyrnu, en vegna óláta eftir vítaspyrnudóminn þurfti Arnór að bíða þó nokkra stund eftir að geta tekið spyrnuna.[29] Fram að leiknum gegn Hammarby hafði Arnór lagt upp þrjú mörk í fyrstu fimm leikjunum.

2016-2017: Rapid Wien

breyta

Í lok apríl mánaðar 2016 greindu fjölmiðlar frá því að austurríska félagið Rapid Vín væri á eftir Arnóri Ingva og var kaupverðið sem að IFK Norrköping vildi fá fyrir Arnór talið vera tvær milljónir evra. Það myndi gera Arnór dýrasta leikmanninn í sögu austurríska liðsins.[30] Þann 8. maí staðfesti Rapid Vín að samkomulag hefði náðst milli liðanna um kaupinn á Arnóri.[31] Arnór fór í lán til AEK Aþenu árið 2017.

2018-2020: Malmö FF

breyta

Arnór Ingi fór til Malmö árið 2018. Hann varð sænskur meistari með liðinu árið 2020.

New England Revolution

breyta

Í mars 2021 gerði Arnór samning við New England Revolution á Boston-svæðinu í Bandaríkjunum. Hann spilaði þar til 2022 þegar hann sneri aftur til IFK Norrköping.

Landsliðsferill

breyta

Arnór Ingvi á að baki tvo landsleiki fyrir U-17 ára lið Íslands. Báðir leikirnir voru í undankeppninni fyrir EM U-17 2010 og í báðum leikjunum kom Arnór Ingvi inná sem varamaður.[32]

Arnór var fyrst kallaður í U-19 ára landsliðið fyrir vináttulandsleiki gegn Eistlendingum í september 2011.[33] Arnór byrjaði báða leikina en tókst ekki að skora. Arnór Ingvi var svo í hópnum og tók þátt í öllum þremur leikjunum í undankeppninni fyrir EM U-19 2012. Liðið gerði tvö jafntefli og tapaði einum leik og endaði neðst í riðlinum.[34]

Arnór spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-21 landsliðið 10. september 2012 í 5-0 tapi gegn Belgíu í riðlakeppninni fyrir EM U-21 2013.[35] Arnór Ingvi spilaði svo 7 af 8 leikjum Íslands í riðlakeppninni fyrir EM U21 2015 og skoraði í þeim 1 mark gegn Kasakstan.[36] Liðið endaði í öðru sæti í riðlinum á eftir liði Frakka og tryggði sér sæti í umspili fyrir lokakeppnina. Liðið dróst á móti Danmörku og tapaði einvíginu naumlega á útivallarmarki.[37] Arnór var á sínum stað í byrjunarliðinu í báðum leikjunum. Í heildina á Arnór Ingvi 12 leiki með U-21 liðinu og hefur skorað í þeim 1 mark.

A landslið

breyta

Arnór Ingvi var nýliði í íslenska A landsliðs hópnum sem tók þátt í vináttuleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu í nóvember 2015.[38] Arnór byrjaði leikinn gegn Póllandi en kom inná sem varamaður í leiknum gegn Slóvakíu. Arnór skoraði sitt fyrsta landsliðsmark 13. janúar 2016 í vináttuleik gegn Finnlandi. Markið reyndist vera sigurmark leiksins.[39] Arnór bætti svo við sínu öðru landsliðsmarki í 2-1 tapi gegn Danmörku í vináttuleik 24. mars 2016. Þetta var fyrsta mark Íslendinga gegn Dönum í 15 ár.[40] Fimm dögum seinna skoraði Arnór sitt þriðja landsliðsmark þegar að hann minnkaði muninn í 2-1 í vináttuleik gegn Grikklandi.[41]

Þann 9. maí 2016 var Arnór Ingvi valinn í 23ja manna hóp A-landsliðsins fyrir lokakeppni evrópumótsins í Frakklandi.[42]. Arnór skoraði mark á móti Austurríki á lokamínútum leiksins og tryggði Íslandi sigur og annað sæti í riðlinum.

Tölfræði

breyta

Félagslið

breyta

Tölfræði uppfærð 9. maí 2016[43][44]

Tímabil Lið Deild Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk
Ísland Deild Borgunarbikarinn Lengjubikarinn Heild
2010 Keflavík Úrvalsdeild 3 1 0 0 1 0 4 1
2011 15 1 2 0 3 1 20 2
2012 15 4 1 0 8 3 24 7
2013 19 4 1 0 4 4 24 8
Heild 52 10 4 0 16 8 72 18
Noregur Deild Norgesmesterskapet Heild
2012 Sandnes Ulf (lán) Tippeligaen 10 0 1 0 11 0
Svíþjóð Deild Svenska Cupen Svenska Supercupen Evrópa Heild
2014 IFK Norrköping Allsvenskan 18 3 2 0 0 0 0 0 20 3
2015 29 7 4 2 1 0 0 0 34 9
2016 7 1 3 1 0 0 0 0 10 1
Heild 54 11 9 3 1 0 0 0 64 14
Leikjaferill Heild 116 21 14 3 17 8 0 0 147 32

Landslið

breyta

Tölfræði uppfærð 30. mars 2016[45]

A landslið
Ár Leikir Mörk
2015 2 0
2016 4 3

Verðlaun

breyta

Félagslið

breyta

IFK Norrköping

Malmö FF

  • Sænska úrvalsdeildin: 2020

Tilvísanir

breyta
  1. „Fyrsti leikur Arnórs Ingva fyrir Keflavík“. KSÍ. Sótt 24 Mars 2016.
  2. „Fyrsti deildarleikur Arnórs Ingva fyrir Keflavík“. KSÍ. Sótt 24 Mars 2016.
  3. „Fyrsta markið og fyrsti byrjunarliðsleikurinn“. KSÍ. Sótt 24 Mars 2016.
  4. „Tveir ungir Keflvíkingar æfa með WBA“. Fótbolti.net. Sótt 24 Mars 2016.
  5. „Lokahóf hjá Keflavík og Árborg“. Fótbolti.net. Sótt 24 Mars 2016.
  6. „Lengjubikarinn - A deild karla riðill 2“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. september 2016. Sótt 24 Mars 2016.
  7. „Úrvalslið umferða 1-11: FH á flesta leikmenn“. Fótbolti.net. Sótt 24 Mars 2016.
  8. „Arnór Ingvi og Sigurbergur til Sandnes“. Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur. Sótt 24 Mars 2016.
  9. „Arnór Ingvi til Sandnes“. Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur. Sótt 24 Mars 2016.
  10. „Myndband: Steinþór skoraði og lagði upp“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  11. „Noregur: Veigar Páll skoraði í tapleik - Sandnes Ulf í umspil“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  12. „Arnór Ingvi ætlar að spila með Keflavík á næsta ári“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  13. „Arnór Ingvi framlengir“. Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur. Sótt 25 Mars 2016.
  14. „Arnór Ingvi með þrennu og stórsigur gegn Leikni“. Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur. Sótt 25 Mars 2016.
  15. „Íslandsmót - Pepsi-deild karla - 2013“. KSÍ. Sótt 25 Mars 2016.
  16. „Arnór Ingvi efnilegastur í Pepsi-deildinni“. Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur. Sótt 25 Mars 2016.
  17. „Arnór Ingvi til Norrköping á reynslu“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  18. „Norrköping hefur áhuga á Arnóri Ingva“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  19. „Arnór Ingvi búinn að semja við Norrköping (Staðfest)“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  20. „Kujovic tvåmålsskytt mot Athletic“. IFK Norrköping. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 mars 2014. Sótt 25 Mars 2016.
  21. „IFK Norrköping 0-3 Falkenbergs FF“. Svensk Football. Afrit af upprunalegu geymt þann 19 mars 2016. Sótt 25 Mars 2016.
  22. „IFK Norrköping 3-5 Djurgården“. Svensk Football. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 nóvember 2014. Sótt 25 Mars 2016.
  23. „Arnór Ingvi Traustason“. Svensk Football. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 júlí 2014. Sótt 25 Mars 2016.
  24. „Myndband: Markið og stoðsendingin hjá Arnóri Ingva í gær“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  25. „Arnór Ingvi Traustason“. Svensk Football. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 júlí 2014. Sótt 25 Mars 2016.
  26. „Även Supercupen till Norrköping“. Svensk Football. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 mars 2016. Sótt 25 Mars 2016.
  27. „Arnór Ingvi áfram orðaður við Villa“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  28. „Svíþjóð: Arnór Ingvi skoraði hjá Halla Björns“. Fótbolti.net. Sótt 9 Maí 2016.
  29. „Arnór þurfti að bíða vegna bjórdósa og slagsmála“. Fótbolti.net. Sótt 9 Maí 2016.
  30. „Rapid undirbýr mettilboð í Arnór Ingva – Ajax hefur áhuga“. Fótbolti.net. Sótt 9 Maí 2016.
  31. „Arnór Ingvi á leið til Rapid Vín“. Fótbolti.net. Sótt 9 Maí 2016.
  32. „Arnór Ingvi Traustason“. KSÍ. Sótt 25 Mars 2016.
  33. „U19 ára landsliðið sem mætir Eistlendingum“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  34. „U19 landslið karla - Undankeppni EM 2012“. KSÍ. Sótt 25 Mars 2016.
  35. „U21 karla - EM 13 riðlakeppni“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 maí 2016. Sótt 25 Mars 2016.
  36. „U21 landslið karla - EM 2015 riðlakeppni“. KSÍ. Sótt 25 Mars 2016.
  37. „U21: Ótrúlegar lokamínútur er Danir tryggðu sæti sitt á EM“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  38. „Íslenski landsliðshópurinn - Fjórir nýliðar“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  39. „Vináttulandsleikur: Arnór með sigurmarkið gegn Finnum“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  40. „Arnór Ingvi: Beið eftir að boltinn myndi koma“. Fótbolti.net. Sótt 25 Mars 2016.
  41. „Arnór Ingvi: Reyni að nýta mínar mínútur“. Fótbolti.net. Sótt 30 Mars 2016.
  42. „A karla – Lokahópur fyrir EM 2016“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2016. Sótt 10 maí 2016.
  43. „Arnór Ingvi Traustason“. KSÍ. Sótt 25 Mars 2016.
  44. „Arnór Ingvi Traustason“. Transfermarkt. Sótt 29 Mars 2016.
  45. „Arnór Ingvi Traustason“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 maí 2016. Sótt 25 Mars 2016.