West Bromwich Albion F.C.

(Endurbeint frá West Bromwich Albion)

West Bromwich Albion Football Club eða WBA er enskt knattspyrnufélag frá West Bromwich í Vestur-Miðhéruðum á mið-Englandi. Liðið var stofnað árið 1878 sem West Bromwich Strollers. Heimavöllur liðsins, The Hawthorns, hefur verið í notkun frá 1900. Liðið vann efstu deild tímabilið 1919–20 og hefur endað tvisvar í 2. sæti. FA-bikarinn hefur liðið unnið 5 sinnum, síðast árið 1968. Árið 2000 var Lárus Sigurðsson valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Liðið spilaði síðast í ensku úrvalsdeildinni 2020-2021.

West Bromwich Albion Football Club
Fullt nafn West Bromwich Albion Football Club
Gælunafn/nöfn The Baggies, The Throstles, The Albion
Stytt nafn WBA, West Brom, Albion
Stofnað 1878
Leikvöllur The Hawthorns
Stærð 26.688
Stjórnarformaður Li Piyue
Knattspyrnustjóri Carlos Corberán
Deild Enska meistaradeildin
2022-2023 5. sæti
Heimabúningur
Útibúningur
Gengi liðsins.

Nágrannaliðin Aston Villa og Birmingham City eru helstu erkifjendur WBA.

Titlar

breyta

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „West Bromwich Albion F.C.“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. apríl. 2019.