Þrándheimur

borg í Þrændalögum í Noregi

Þrándheimur (norska: Trondheim: suður-samíska Tråante) er þriðja stærsta borg Noregs með um 194.860 íbúa (2022). Þrándheimur er stjórnsýslumiðstöð samnefnds sveitarfélags í Þrændalögum, sem er í miðju Noregs. Íbúar sveitarfélagsins eru 211.000.

Þrándheimur
Nið rennur í gegnum borgina.

Þrándheimur stendur þar sem Þrándheimsfjörð mætir ánni Nið (norska: Nidelva). Fyrir utan borgina er eyjan Niðarhólmur (norska: Munkholmen).

E6 þjóðvegurinn (Halden - Kirkenes) liggur í gegnum borgina og E39, sem liggur meðfram allri Vesturlandsströndinni, í gegnum m.a. Álasund, Björgvin, Stafangur og Kristiansand, og endar í Álaborg í Danmörku, og E14, sem liggur austur til Østersund og Sundsvall í Svíþjóð, byrjar hér. Þrándheimur er endastöð Dovrebanen og Rørosbanen járnbrautarlínanna og hér byrja Nordlandsbanen, Trønderbanen og Meråkerbanen. Þrándheimur er viðkomustaður Hurtigruten. Þrándheimsflugvöllur, Værnes, er alþjóðlegur flugvöllur.

NTNU - Stjórnsýsluhús

Norski vísinda- og tækniháskólinn (NTNU) er staðsettur í Þrándheimi. Það er ríkisháskóli í Noregi og stærsti háskóli landsins með um 39.000 nemendur.

Fyrsta húsnæði Adresseavisen

Þrándheimur er fjölmiðlamiðstöð Mið-Noregs. Í borginni eru tvö fjölmiðlafyrirtæki: skráð fjölmiðlasamsteypa Adresseavisen og NRK (norska ríkisútvarpið), sem hefur annað af tveimur aðalskrifstofum auk ritstjórnar tveggja landsvísu útvarpsstöðva í borginni. Dagblaðið Adresseavisen kom fyrst út árið 1767 og er það elsta landsins. Stúdentablaðið Under Dusken var stofnað árið 1914 og er elsta núverandi stúdentablað Skandinavíu. Árið 2019 var fullstafræna dagblaðið Nidaros stofnað af staðbundnu dagblaðahópnum Amedia.

Cassa Rossa stúdentabyggingin

Trøndelag Teater er stofnanaleikhús í Þrándheimi. Upprunalega leikhúsið er frá 1816. Frá árinu 1997 hefur gamla sviðið verið fellt inn í nýja leikhúsið sem Sonju drottning vígði. Tónleikasalur Þrándheims, Olavshallen, var byggður árið 1989. Olavshallen samanstendur af tveimur sölum - Stór salur tekur 1212 í sæti og lítill salur 350. Trondheim Symfoniorkester & Opera (TSO) er norsk atvinnuhljómsveit, sem hefur aðsetur í Olavshallen í Þrándheimi .Sinfóníuhljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika 10. desember 1909 og leika þeir á allt að 100 tónleikum árlega. Studentersamfundet i Trondhjem eru samtök fyrir námsmenn í Þrándheimi. Það var stofnað 1. október 1910. Stofnunin er með aðsetur í eigin byggingu í Þrándheimi, Cassa Rossa, sem var byggð árið 1929, og er með sívalningslaga lögun sérkenni borgarmyndarinnar í Þrándheimi.

Niðarósdómkirkjan

Niðarósdómkirkja er stærsta gotneska kirkjan á Norðurlöndum og er nyrsta miðaldakirkja heims.

Þrándheimur var áður kallaður Niðarós, sem eitt sinn var höfuðborg Noregs og einnig Íslands, þegar Norðmenn réðu yfir því. Leifur Eiríksson bjó í Þrándheimi í kringum árið 1000. Við stofnun erkibiskupsstólsins í Nidaros árið 1152 var nafnið latneskt í Trundum (Trundensis) í Vatíkaninu. Nidaros trundensis þýðir bókstaflega Nidaros frá trundum eða trondæm (Trønderfylkene). Með Eiríki Ívarssyni anno 1192 heitir borgin Nidaros bæði í Nidaros í Noregi og í Róm.

Mikill eldur varð í Þrándheimi árið 1651, og eyðilagði bruninn 90 % af allri borginni. Árið 1681 var hún endurbyggð.

Hverfaskipting

breyta
 
Borgarfáninn

Þrándheimur hafði upphaflega 22 héruð. Þessum er í dag safnað í 4 hverfaskipting:

  • Midtbyen
  • Østbyen
  • Lerkendal
  • Heimdal

Íþróttir

breyta
  •  
    Lerkendal völlurinn - heimavöllur Rosenbog BK
    Rosenborg: Knattspyrna
  • Ranheim Fotball: Knattspyrna
  • Byåsen Handball: Kvennahandbolti
  • Kolstad Håndball: Karlahandbolti
  • Nidaros Hockey: Íshokkí
  • Nidaros Jets: Körfubolti
  • Granåsen: Skíðasvæði

Granåsen skíðamiðstöðin er þjóðskíðasvæði og er helsti vettvangur Þrándheims fyrir vetraríþróttir, tengd skíðastökki, blönduðum skíðagöngum, gönguskíði og skíðaskotfimi. Aðstaðan var notuð á heimsmeistaramótinu á skíðum árið 1997, hún er notuð fyrir heimsbikarmót og verður notuð aftur á heimsmeistaramótinu á skíðum árið 2025 þar sem Þrándheimur er gestgjafi. Aðstaðan fyrir gönguskíði og skíðaskotfimi er einnig nýtt sem tónleikahöll á sumrin.

Tenglar

breyta