Vasa
Borg í Finnlandi
Vasa (finnska: Vaasa, sænska: Vasa) er borg á vesturströnd Finnlands. Hún var stofnuð árið 1606, í valdatíð Karls IX Svíakonungs. Borgin er nefnd eftir konungsættinni Vasa. Íbúar borgarinnar eru um 68 þúsund (tölur frá árinu 2019) og er hún á vesturströnd Finnlands á svæði sem kallast Austurbotn.
Borgin hefur tvö opinber tungumál, finnsku og sænsku, og eru 66% íbúanna finnskumælandi en 23% sænskumælandi (2022). Borgin er mikilvægur hluti af Finnlands-sænskri menningu.