Ketill Þorláksson (lögsögumaður)

Ketill Þorláksson (d. 11. febrúar 1273) var íslenskur lögsögumaður og prestur á 13. öld.

Faðir hans var Þorlákur Ketilsson goðorðsmaður í Hítardal og víðar. Ketill giftist Halldóru, dóttur Þorvaldar Gissurarsonar og systur Gissurar jarls, árið 1221 og bjuggu þau í Hítardal. 1224 seldi Ketill Lofti biskupssyni Hítardal, þegar hann kom aftur úr útlegð sinni, en keypti sjálfur Skarð ytra á Landi og bjó þar til um 1235. Þá flutti hann aftur vestur og var prestur á Kolbeinsstöðum til dauðadags 1273. Ketill var lögsögumaður 1259-1262 og gegndi því embættinu þegar Gamli sáttmáli var gerður.

Sonur þeirra Halldóru var Þorleifur hreimur Ketilsson lögsögumaður.