Kötlugos er gos í megineldstöðinni Kötlu sem staðsett er í suðaustanverðum Mýrdalsjökli. Kötlugos hafa að meðaltali orðið tvisvar á öld, Kötlugos frá landnámi eru um það bil 20 talsins. Síðasta Kötlugos var árið 1918.

Gostegundir í Kötlu breyta

Á síðustu 10.000 árum hafa þessar þrjár gerðir eldgosa orðið í eldstöðvakerfi Kötlu:

  1. Basísk eldgos á sprungum undir jökli
  2. Súr eldgos sem sennilega hafa byrjað undir jökli
  3. Basísk flæðigos á sprungum utan Kötlu.

Flest gos Kötlu á sögulegum tíma hafa verið á vatnasvæði Kötlujökuls og valdið hlaupi niður á Mýrdalssand. Síðasta gos (1918) varð þar og mestar líkur eru á að næsta gos verði þar einnig. Gos Eyjafjallajökuls og Kötlugos hafa komið á svipuðum tíma og virðist eldvirkni í þessum eldfjöllum vera tengd.

Fyrirboðar um væntanlegt gos breyta

Frá árinu 1999 hefur verið hægt en stöðugt landris, aukin jarðskjálftavirkni og aukinn jarðhiti í Kötluöskjunni. Þetta eru taldar vísbendingar og langtímafyrirboðar um að bergkvika sé að safnast fyrir undir Kötlu og Kötlugos sé í vændum. Þegar kvika fer að brjóta sér leið upp til yfirborðs og eldgos að hefjast, þá er líklegur fyrirboði þess að skammt sé í að gos hefjist áköf jarðskjálftahrina og stundum landsig. Talið er að fyrirvari frá því að jarðskjálftar hefjast og þar til gos hefst geti verið frá einni klukkustund til eins sólarhrings.

Fyrri Kötlugos breyta

Ritaðar lýsingar á Kötlugosum eru til allt frá árinu 1625. Vart hefur orðið við jarðskjálfta í sveitunum 2 til 9 klukkustundum áður en hlaup kemur fram á Mýrdalssand.

Heimildir breyta

  • „Katla“. Sótt 26. september 2006.
  • „Katla austan megin“. Sótt 26. september 2006.
  • „Katla vestan megin“. Sótt 26. september 2006.
  • „Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli og nágrenni“. Sótt 26. september 2006.
  • „Katla“. Sótt 26. september 2006.
  • „Meira um Kötlu“. Sótt 26. september 2006.
  • „Yfirlit um hættu vegna eldgos og hlaupa frá vesturhluta Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökli (pdf-skjal)“ (PDF). Sótt 26. september 2006.

Tenglar breyta