Samtök atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins (SA) eru hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda. Opinbert hlutverk þeirra er að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði til vaxtar, þróunar og að bera arð. Innan samtakanna eru sex aðilarfélög sem samstanda af u.þ.b. 2.000 fyrirtækjum, bæði stórum og smáum. Innan þessara fyrirtækja starfar um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Aðstaða SA eru í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni í Reykjavík.
Samtök atvinnulífsins reka einnig sérstaka skrifstofu í Brussel í Belgíu.
Aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins eru:
- Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja
- Samtök ferðaþjónustunnar, (SAF)
- Samtök fjármálafyrirtækja, (SFF)
- Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, (SFS)
- Samtök iðnaðarins, (SI)
- Samtök verslunar og þjónustu, (SVÞ)
Samtök atvinnulífsins eru aðal-samningsaðili samtaka launafólks í kjaraviðræðum.
Tengill
breyta- Vefur Samtaka atvinnulífsins Geymt 20 desember 2021 í Wayback Machine