Ian Scott Anderson (fæddur 10. ágúst 1947 í Dunfermline, Skotlandi) er breskur tónlistarmaður og er best þekktur fyrir verk sín með hljómsveit sinni Jethro Tull.

Ian Anderson á tónleikum.
Ian Anderson mundar flautuna (2004).
Ian Anderson árið 1977.

Anderson flutti frá Edinborg til Blackpool þegar hann var 11 ára. Í Blackpool sótti hann listaskóla frá 1964-1966. Fyrstu hljómsveit sína stofnaði hann árið 1963, The Blades, sem var soul og blús band. En nokkrir meðlimir hljómsveitarinnar héldu áfram í Tull.

Anderson syngur, spilar á flautu og gítar. En þar að auki hefur hann gripið í önnur hljóðfæri eins og hljómborð, mandólín, bouzouki, balalaika, saxófón, munnhörpu og ýmsar aðrar flautur. Hann er þekktur fyrir að standa stundum á einum fæti þegar hann spilar á flautuna. Að eigin sögn byrjaði hann að því fyrir slysni og fékk síðar að vita af guðum austrænna trúarbragða sem spiluðu á flautu og stóðu einnig á einum fæti.

Árið 2011 spilaði Anderson flautudúett með geimfaranum Cady Coleman sem staddur var í Alþjóðageimstöðinni í tilefni þess að 50 ár voru síðan Júrí Gagarín fór í fyrstu mönnuðu ferðina út í geim.

Anderson á hús í Englandi og á skosku eyjunni Skye en þar reyndi hann fyrir sér sem laxabóndi á 9. áratugnum þegar hann tók sér hlé frá tónlist.

Árið 2020 tjáði Ian að hann þjáðist af langvinnri lungnateppu.

Samhliða Jethro Tull hefur hann gefið út nokkrar sólóplötur, þar á meðal framhaldið af plötunni Thick as a Brick (1972), eða Thick as a Brick II. Árið 2014 kom út tónleikaplatan Thick as a Brick - Live in Iceland sem er frá tónleikum í Hörpu. Platan A frá 1980 var fyrirhuguð sem sólóplata Andersons en plötuútgáfufyrirtæki hans þrýsti á hann að nota Tull nafnið.

Sólóplötur

breyta
  • Walk into Light (1983)
  • Divinities: Twelve Dances with God (1995)
  • The Secret Language of Birds (2000)
  • Rupi's Dance (2003)
  • Thick as a Brick 2 (2012)
  • Homo Erraticus (2014)
  • Jethro Tull - The String Quartets (2017)

Tónleikaplötur

breyta
  • Ian Anderson Plays the Orchestral Jethro Tull (2005)
  • Thick as a Brick - Live in Iceland (2014)

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Ian Anderson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. ágúst 2016.