The Dubliners
The Dubliners var írsk þjóðlagahljómsveit sem stofnuð var árið 1962 og starfaði í 50 ár eða til 2012.
Söguágrip
breytaThe Dubliners hófu að spila írsk þjóðlög og ósungna tónlist árið 1962 og spiluðu þeir reglulega á O'Donoghue's kránni í Dublin. Upphaflega hétu þeir The Ronnie Drew Ballad Group. Nafnið The Dubliners kom frá samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins James Joyce. Upprunalega liðskipanin var með aðalsöngvarana Luke Kelly og Ronnie Drew og einnig Ciarán Bourke og Barney McKenna. Þeir spiluðu oft í Dublin og London í upphafi ferilsins. Árið 1963 spiluðu þeir í þætti BBC í Edinborg og vegna þessarar athygli náðu þeir eyrum plötufyrirtækisins Transatlantic records og fengu plötusamning. Lög þeirra hófu að heyrast í útvarpi. Vinsældir þeirra jukust þegar þeir komu fram í Top of the Pops árið 1967 með slagarann Seven Drunken Nights og síðar þegar þeir komu þeir fram í The Ed Sullivan Show í Bandaríkjunum. The Dubliners tóku stundum pólitísk lög sem varð til þess að írska ríkisútvarpið RTÉ spilaði ekki tónlist þeirra frá 1967–71.
Árið 1974 féll Ciaran Bourke niður á sviði vegna heilablóðfalls. Hann kom fram stopult með hljómsveitinni síðan og lést árið 1988. Luke Kelly fékk heilaæxli árið 1980 en hélt áfram að spila með hljómsveitinni þar til hann dó árið 1984. Hljómsveitin fékk í gegnum árin nýja meðlimi og liðskipanin tók ýmsum breytingum.[1]
Þekkt lög með The Dubliners eru meðal annars Whiskey in the Jar, Rocky Road to Dublin, The Wild Rover og Dirty Old Town. The Dubliners hefur haft áhrif á þjóðlagarokkhljómsveitir eins og The Pogues, Dropkick Murphys og Flogging Molly. Þeir hafa unnið með The Pogues nokkur skipti og náði lagið The Irish Rover vinsældum af því samstarfi.
Haustið 2012, eftir að hafa spilað í hálfa öld, lýstu The Dubliners yfir að hafa lagt upp laupana en síðasti stofnmeðlimurinn Barney Mckenna hafði þá látist. Ronnie Drew lést árið 2008. Þó héldu 2-3 meðlimir áfram að spila sem The Dublin Legends.
The Dubliners héldu tónleika á Íslandi árin 1978 og 1981. [2], [3]
Meðlimir
breytaCiarán Bourke – söngur, gítar, flauta, munnharpa. (1962–73, 1973–74; gestur til – 1987)
Ronnie Drew – söngur, gítar (1962–74, 1979–95, 2002, 2005)
Luke Kelly – söngur, banjó (1962–65, 1965–83)
Barney McKenna – banjó, mandólín, harmónikka, söngur (1962–2012)
John Sheahan – fiðla, mandólín, flauta (1964–2012)
Jim McCann – söngur, gítar (1973, 1974–79, 1984, 1987, 2002, 2011, 2012)
Seán Cannon – söngur, gítar (1982–2012)
Eamonn Campbell – gítar, mandólín (1984, 1988–2012)
Paddy Reilly – söngur, gítar (1984, 1995–2005)
Patsy Watchorn – söngur, banjó, bodhrán-tromma (2005–2012)
Plötur
breyta(Ýmsar safnplötur hafa einnig komið út)
- 1964 - The Dubliners
- 1965 - In Concert (Tónleikar)
- 1966 - Finnegan Wakes (Tónleikar)
- 1967 - A Drop of the Hard Stuff ( einnig þekkt sem Seven Drunken Nights)
- 1967 - More of the Hard Stuff
- 1968 - Drinkin' and Courtin' (einnig þekkt sem I Know My Love)
- 1968 - At It Again ( einnig þekkt sem Seven Deadly Sins)
- 1969 - Live at the Royal Albert Hall (Tónleikar)
- 1969 - At Home with The Dubliners
- 1970 - Revolution
- 1972 - Hometown (Tónleikar)
- 1972 - Double Dubliners ( einnig þekkt sem Alive And Well)
- 1973 - Plain and Simple
- 1974 - Live (Tónleikar)
- 1975 - Now
- 1976 - A Parcel of Rogues
- 1977 - Live at Montreux (Tónleikar)
- 1977 - 15 Years On
- 1979 - Together Again
- 1982 - Live In Carré (Tónleikar)
- 1983 - 21 Years On (Tónleikar)
- 1983 - Prodigal Sons
- 1987 - 25 Years Celebration
- 1988 - Dubliner's Dublin
- 1992 - 30 Years A-Greying
- 1996 - Further Along
- 1997 - Alive Alive-O (Tónleikar)
- 2002 - 40 Years (safnplata með gömlum og nýjum lögum)
- 2002 - Live From The Gaiety (Tónleikar)
- 2006 - Live At Vicar Street (Tónleikar)
- 2009 - A Time to Remember (Tónleikar)
Tilvísanir
breyta- ↑ The Dubliners - Biography Allmusic. Skoðað 13 mars, 2016.
- ↑ The Dubliners á leið til Íslands. Vísir, 1981.
- ↑ Tilgerðarlaus hressleiki og frábœr flutningur. Vísir, 1978.