Opna aðalvalmynd

Landssamband eldri borgara

Landssamband eldri borgara var stofnað 19. júní 1989 á Akureyri af níu félögum eldri borgara víðs vegar um landið. Tæplega 60 félög eldri borgara, með á þriðja tug þúsunda félagsmanna, eiga nú aðild að LEB.

  • Landssamband eldri borgara er sjálfstætt starfandi landssamband sem gætir hlutleysis varðandi trúmál og stjórnmál. Hlutverk landssambandsins er að vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjórn, stjórnvöldum og öðrum, sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. Einnig stuðlar LEB að samvinnu félaga eldri borgara og að slík félög séu starfandi í öllum sveitarfélögum landsins. Algengast er að heilt sveitarfélag sé starfssvæði hvers félags eldri borgara en landfræðilegar aðstæður og afleiðingar sameiningar sveitarfélaga gera það að verkum að félög eldri borgara geta spannað fleiri en eitt sveitarfélag eða að fleiri en eitt félag eldri borgara starfar í einu sveitarfélagi.
  • Landsfundur sem haldinn er annað hvert ár, fer með æðsta vald í málefnum Landssambands eldri borgara og kýs sambandinu fimm manna stjórn og þrjá til vara. Hvert aðildarfélag á rétt á 2 fulltrúum til setu á landsfundi, en félög með yfir 500 félagsmenn eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 500 félaga, umfram 500 eða brot úr þeirri tölu. Formannaráð, sem skipað er formönnum allra aðildarfélaga sambandsins, er stjórn LEB til ráðgjafar í mikilvægum málum er varða stefnu og starfsemi sambandsins. Formannaráðið heldur fund ekki sjaldnar en einu sinni það ár, sem landsfundur er ekki haldinn.
  • Aðild að landssambandinu geta átt félög fólks, sem er 60 ára og eldra, og vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum eldri borgara. Einnig getur félag orðið aðili að LEB þó félagaaðild þess miðist við lægra aldursmark en réttindi og skyldur félagsins miðast við þá félagsmenn sem eru 60 ára og eldri. Aðild nýrra aðildarfélaga er háð samþykki landsfundar LEB en stjórn LEB getur veitt nýju félagi aukaaðild og rétt til þátttöku í starfsemi sambandsins án annarra réttinda fram að næsta landsfundi, þar sem tillaga um aðild verður afgreidd.
  • LEB gefur út tímaritið “Listin að lifa“.

LEBBreyta

  • Landssamband eldri borgara hefur aðsetur að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 567 7111, netfang: leb@leb.is og heimasíða: www.leb.is. 
  • Stjórn: Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður. Sigurður Jónsson, varaformaður. Sigríður J. Guðmundsdóttir, gjaldkeri. Elísabet Valgeirsdóttir, meðstjórnandi. Haukur Halldórsson, meðstjórnandi.
  • Varastjórn: Guðrún María Harðardóttir. Erna Indriðadóttir. Baldur Þór Baldvinsson.
  • Framkvæmdastjóri landssambandsins er sitjandi formaður
  • Aðildarfélög.
  • Afsláttarbók fyrir félagsmenn í LEB

MyndirBreyta

Tenglar á aðildarfélögBreyta

TenglarBreyta

Erlendir tenglarBreyta