Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru bókmenntaverðlaun sem veitt eru árlega á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember og eru afhend af menntamálaráðherra. Verðlaunin eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var eitt fremsta skáld íslendinga og fæddist 16. nóvember. Fyrst var haldið upp á daginn árið 1996.
Þessi hafa hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar:
- Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld og grunnskólakennari, 1996
- Gísli Jónsson, menntaskólakennari, 1997
- Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, 1998
- Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, 1999
- Magnús Þór Jónsson, Megas, tónlistarmaður, 2000
- Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, 2001
- Jón Böðvarsson, menntaskólakennari, 2002
- Jón S. Guðmundsson, menntaskólakennari, 2003
- Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, 2004
- Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi forseti Alþingis, 2005
- Njörður P. Njarðvík, prófessor, 2006
- Sigurbjörn Einarsson, biskup Íslands, 2007
- Herdís Egilsdóttir, kennari, 2008
- Þorsteinn frá Hamri, rithöfundur og skáld, 2009
- Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna í tungumálum, fyrrverandi forseti Íslands og leikhússtjóri, 2010
- Kristín Marja Baldursdóttir, rithöfundur, 2011
- Hannes Pétursson, rithöfundur, 2012
- Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður, 2013
- Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, 2014
- Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, 2015
- Sigurður Pálsson, skáld, 2016
- Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, 2017
- Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, 2018
- Jón G. Friðjónsson, prófessor, 2019
- Gerður Kristný, skáld, 2020
- Arnaldur Indriðason, rithöfundur, 2021
- Bragi Valdimar Skúlason, skáld, grínisti, auglýsingamaður og uppfræðari, 2022
- Áslaug Agnardóttir, þýðandi, 2023
Auk þess er heimilt að veita stofnunum og fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu.
Sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu hafa hlotið:
- Orðanefnd byggingarverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands, 1996
- Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands, 1996
- Hið íslenska bókmenntafélag, 1997
- Blaðamannafélag Íslands, 1998
- Félag íslenskra leikskólakennara, 1998
- Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum, 1999
- Mjólkursamsalan, 1999
- Stóra upplestrarkeppnin, 2000
- Dr. Richard N. Ringler, 2000
- Félag framhaldsskólanema, 2001
- Námsflokkar Reykjavíkur, 2001
- Íslensk plöntuheiti, rafræn útgáfa, 2002
- Með íslenskuna að vopni, hagyrðingakvöld Vopnfirðinga, 2002
- Lesbók Morgunblaðisins, 2003
- Spaugstofan, 2003
- Kvæðamannafélagið Iðunn, 2004
- Strandagaldur, 2004
- Lestrarmenning í Reykjanesbæ, 2005
- Bókaútgáfan Bjartur, 2005
- Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands, 2006
- Leikhópurinn Hugleikur, 2006
- Samtök kvenna af erlendum uppruna, 2007
- Fréttastofa Útvarps, 2007
- Landnámssetur Íslands í Borgarnesi, 2008
- Útvarpsleikhúsið, 2008
- Þórbergssetur á Hala í Suðursveit, 2009 ( http://www.thorbergur.is/)
- Baggalútur (www.baggalutur.is), 2009
- Möguleikhúsið 2010
- Hljómsveitin Hjálmar 2010
- Hljómsveitin Stuðmenn, 2011
- Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, 2012
- Máltæknisetur 2013 ( arnastofnun.is/is/maltaeknisetur )
- Ljóðaslamm Borgarbókasafns 2013 (www.borgarbokasafn.is)
- Vefnámskeiðið Icelandic Online 2014
- Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014
- Bubbi Morthens tónlistarmaður 2015
- Ævar vísindamaður (Ævar Þór Benediktsson) 2016
- Gunnar Helgason, rithöfundur, 2017
- Verkefnið Skáld í skólum, 2018
- Reykjavíkurdætur, 2019
- Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, 2020
- Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona, 2021
- Tungumálatöfrar, Ísafirði, 2022
- Menningin gefur samstarfsverkefni Ós Pressunnar, Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur, 2023