Þessi grein fjallar um
rit eftir Aristóteles
UmsagnirUm túlkun
Fyrri rökgreiningarSíðari rökgreiningar
AlmæliSpekirök
EðlisfræðinUm himininn
Um tilurð og eyðinguHáloftafræði
Um heiminnUm sálina
Um skynjun og skynjanlega hluti
Um minni og upprifjun
Um svefn og vökuUm drauma
Um draumspáUm ævilengd
Um æsku og elliUm líf og dauða
Um öndunUm anda
Rannsóknir á dýrumUm hluta dýra
Um hreyfingu dýraUm göngulag dýra
Um tilurð dýraUm liti
Um hljóðSvipfræðin
Um jurtirUm kynlega kvitti
VélfræðinVandamál
Um óskiptanlegar línurStaða vinda
Um Melissos, Xenofanes og Gorgías
FrumspekinSiðfræði Níkomakkosar
Stóra siðfræðinSiðfræði Evdemosar
Um dyggðir og lestiStjórnspekin
HagfræðinMælskufræðin
Mælskufræði handa Alexander
Um skáldskaparlistina
Stjórnskipan AþenuBrot

Um túlkun (gríska: Peri Hermeneias, latína: De Interpretatione) er verk eftir forngríska heimspekinginn Aristóteles og fjallar aðallega um málspeki og rökfræði. Gríska sögnin hermeneuein getur þýtt „að túlka“ eða „fullyrða“ og því vilja sumir gefa verkinu titilinn Um staðhæfingar. Raunin er hins vegar sú að ekki er vitað hvernig titill verksins er til kominn. Ósennilegt er að hann sé frá Aristótelesi sjálfum.

Verkið fjallar að mestu leyti um meðferð einfaldra staðhæfinga og um háttarökfræði, þ.e. rökfræði nauðsynja og möguleika. Í verkinu er komist að mikilvægum niðurstöðum, m.a. um meðferð hugtaka og orða, eins og staðhæfing, nafn, umsögn, neitun, möguleiki og nauðsyn, sem og er mikilvægum afrekum náð, einkum í ljósi þess að í verkinu kemur fyrir fyrsta umfjöllun heimspekings um háttarökfræði.

Fyrstu sex kaflarnir snúast um nöfn og orð í tungumálinu, næstu þrír kaflar um undantekningar frá mótsagnarlögmálinu, tvígildislögmálinu og lögmálinu um annað tveggja, þá fjalla tveir kaflar um staðhæfingar og síðustu kaflarnir þrír um háttarökfræði.

9. kafli Um túlkun hefur hlotið meiri athygli heimspekinga en restin af verkinu en þar ræðir Aristóteles undantekningu á tvígildislögmálinu og lögmálinu um annað tveggja í ljósi rökfræðilegrar nauðhyggju sem myndi leiða af því að staðhæfingar um framtíðina hefðu ákveðið sanngildi. Dæmið sem Aristóteles tekur er staðhæfingin „Það verður sjóorrusta á morgun“ og hefur það orðið frægt sem „Sjóorrustan“.

Um túlkun er (annar) hluti af Organon (Verkfærinu), en svo eru rökfræðirit Aritsótelesar nefnd einu nafni.

Tengt efni

breyta

Tengill

breyta

Heimild

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „On Interpretation“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. nóvember 2005.
  • Ackrill, J.L., Aristotle's Categories and De Interpretatione (Oxford: Clarendon Press, 1963). Ensk þýðing með skýringum.
  • Whitaker, C.W.A., Aristotle's De Interpretatione: Contradiction and Dialectic (Oxford: Oxford University Press, 2002).