Þessi grein fjallar um
rit eftir Aristóteles
UmsagnirUm túlkun
Fyrri rökgreiningarSíðari rökgreiningar
AlmæliSpekirök
EðlisfræðinUm himininn
Um tilurð og eyðinguHáloftafræði
Um heiminnUm sálina
Um skynjun og skynjanlega hluti
Um minni og upprifjun
Um svefn og vökuUm drauma
Um draumspáUm ævilengd
Um æsku og elliUm líf og dauða
Um öndunUm anda
Rannsóknir á dýrumUm hluta dýra
Um hreyfingu dýraUm göngulag dýra
Um tilurð dýraUm liti
Um hljóðSvipfræðin
Um jurtirUm kynlega kvitti
VélfræðinVandamál
Um óskiptanlegar línurStaða vinda
Um Melissos, Xenofanes og Gorgías
FrumspekinSiðfræði Níkomakkosar
Stóra siðfræðinSiðfræði Evdemosar
Um dyggðir og lestiStjórnspekin
HagfræðinMælskufræðin
Mælskufræði handa Alexander
Um skáldskaparlistina
Stjórnskipan AþenuBrot

Frumspekin (gr., ta meta ta fysika, lat. Metaphysica) er eitt af meginritum forngríska heimspekingsins Aristótelesar. Verkið er fremur sundurlaust safn ritgerða í 14 bókum, sem var fyrst safnað saman og steypt í eina heild á 1. öld f.Kr. af Andróníkosi frá Ródos, sem ritstýrði útgáfu á verkum Aristótelesar. Ritgerðirnar fjalla allar um frumspeki (sem Aristóteles nefndi hina fyrstu heimspeki (gr. he prote filosofia) eða guðfræði (gr. þeologia)) en titill verksins er kominn til vegna þess að í útgáfu Andróníkosar voru bækurnar um frumspekina á eftir bókunum um eðlisfræðina (gr. ta fysika).

Síða úr Frumspekinni eftir Aristóteles í útgáfu Bekkers frá 1837.

Meginviðfangsefni Frumspekinnar er „vera sem vera“ eða „vera sem slík“. Hún er rannsókn á því hvað það er að vera, hvað það er sem er og hvað er hægt að segja um það sem er í ljósi þess að það er, en ekki í ljósi einhvers annars. Í Frumspekinni fjallar Aristóteles einnig um ólíkar tegundir orsaka, form og efni og guð eða frumhreyfilinn.

Útgáfur

breyta

Útgáfur textans og skýringarrit

breyta
  • Aristotle, Aristotelis Metaphysica. W. Jaeger (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1957).
  • Aristotle, Metaphysics: A Revised Text with Introduction and Commentary, í tveimur bindum. W.D. Ross (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1924).

Þýðingar

breyta
  • Aristotle, The Metaphysics.Hugh Lawson-Tancred (þýð.) (London: Penguin Books, 1998).
  • Aristotle, Aristotle XVII: Metaphysics Books I-IX. Hugh Tredennick (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1933).
  • Aristotle, Aristotle XVIII: Metaphysics Books X-XIV, Oeconomica, Magna Moralia Hugh Tredennick og C. Cyril Armstrong (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1935).
  • Aristóteles, Frumspekin I. Svavar Hrafn Svavarsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1999).

Tenglar

breyta
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.