Mótsagnarlögmálið
Mótsagnarlögmálið er í rökfræði það lögmál að maður geti ekki bæði sagt að eitthvað sé og að það sé ekki í sama skilningi á sama tíma, eins og Aristóteles kom orðum að því. Á táknmáli rökfræðinnar er lögmálið sett fram með eftirfarandi hætti:
eða
- Ekki P og ekki-P.
Mótsagnarlögmálið er algert undirstöðulögmál allrar rökfræði og allra vísinda og mannlegrar hugsunar.