Umsögn
- Þessi grein fjallar um málfræðihugtakið umsögn. Umsögn getur líka átt við gagnrýni.
Umsögn (skammstafað sem ums.) er í málfræði, sögn í persónuhætti. Umsögn er vanalega aðalsögn setningarinnar og er hún höfðuð sagnliðarins í setningunni. Umsögn getur verið samsett úr einni eða fleiri hjálparsögnum og höfði (aðalsögn). Umsögnin segir einnig hvað frumlagið og andlagið fá, gera, verða að þola og svo framvegis.
Dæmi Breyta
- Umsögn getur verið ósamsett:
- Húsfreyjan eldaði matinn.
- Nemandinn lærir.
- Drengurinn velur áfanga.
- Konan fer í bíó.
- Konan fór í bíó.
Umsögn getur verið samsett
- Konan mun fara í bíó.
- Konan hefur farið í bíó.
- Konan mun hafa farið í bíó.
- Húsfreyjan hefur verið að elda í allan dag.
- Sigurborg hefur leyst vandann.
Gott að Vita Breyta
- Ef að þú getur tekið sögnina og sett Að fyrir framan hana Þá er þetta umsögn
Tengt efni Breyta
- Umsagnarliður
- Samsett umsögn (skammstafað sem ss. us.)
- Sagnfylling
Tenglar Breyta
- Umsögn Geymt 2004-11-09 í Wayback Machine
- Verkefni til að greina umsögn Geymt 2016-03-06 í Wayback Machine
Ítarefni Breyta
- Handbók í málfræði eftir Höskuld Þráinsson
- Setningafræði eftir Baldur Ragnarsson.