Eðlisfræðin
Eðlisfræðin (gjarnan þekt undir latneska titlinum Physica) er mikilvægt rit í átta bókum eftir forngríska heimspekinginn Aristóteles. Líkt og önnur varðveitt rit Aristótelesar er Eðlisfræðin handrit að fyrirlestrum eða ritgerð sem var ekki ætluð til útgáfu. Það er einskonar forspjall að ritum Aristótelesar um náttúruheimspeki og náttúruvísindi. Eðlisfræðin fjallar einkum um aðferðafræðileg og heimspekileg atriði, fremur en eiginlega eðlisfræði eða náttúruspekilegar rannsóknir. Í ritinu leggur Aristóteles grunn að rannsóknum náttúruvísindamanna á efnisheiminum sem er undirorpinn hreyfingu og breytingu (kinesis).
Bókaskipting
breytaEðlisfræðin er í átta bókum.
1. bók
breyta1. bók fjallar um grunnlögmál náttúrunnar og fjölda. Þá eru athugasemdir um aðferðafræði í náttúruheimspeki og kenningar forvera Aristótelesar.
2. bók
breyta2. bók fjallar um iðkun náttúruheimspeki og um náttúruhugtakið (gr. physis) sem Aristóteles segir að sé „innri upptök hreyfingar“ (og breytingar, gr. kinesis). Þær verundir sem geta hafið eigin hreyfingu eru því „náttúrugripir“. Á hinn bóginn eru „smiðisgripir“ og dauðir hlutir svo sem grjót ófærir um að hefja eigin hreyfingu eða breytingu; auk þess fæðast þeir ekki, deyja ekki, vaxa ekki, nærast ekki og fjölga sér ekki. Aristóteles beitir einnig kenningu sinni um fjórar tegundir orsaka en leggur áherslu á tilgangsorsök.
3. bók
breyta3. bók fjallar nánar um breytingar en breyting er skilgreind með hutökunum megund og raungervingu eða möguleika og veruleika. Seinni huti bókarinnar fjallar um óendanleikahugtakið.
4. bók
breyta4. bók fjallar enn um hreyfingu með umfjöllun um rúm (gr. topos) og tóm og tíma (gr. khronos), sem Aristóteles telur að eigi sér ekki sjálfstæða tilvist óháð hlutum sem gangast undir breytingar.
5. bók
breyta5. bók fjallar um breytingar almennt og fjallar um ólíkar tegundir breytingar, m.a. magnbreytingar, eiginleikabreytingar og breytingar á staðsetningu (þ.e. hreyfingu). Einnig er umfjöllun um tilurð go eyðingu verunda, sem nánar er fjallað um í ritinu Um tilurð og eyðingu.
6. bók
breyta6. bók fjallar um samfellur og hvernig verund getur breyst ef hún þarf að fara í gegnum óendanlega mörg stig breytingar. Í 6. bók fjallar Aristóteles einnig um þverstæður Zenons frá Eleu.
7. bók
breyta7. bók fjallar um tengsl þess sem hreyfist við þann sem hreyfir það.
8. bók
breyta8. bók er um fjórðungur alls verksins en hugsanlega var hún upphaflega sjálfstæð ritgerð. Hún fjallar tvö meginefni: endimörk alheimsins og tilvist frumhreyfils, eilífrar og óbreytanlegrar orsakar allra breytinga.
Aristóteles fjallar um spurningar eins og: Er alhemurinn eilífur? Átti alheimurinn sér upphaf? Mun heimurinn einhvern tímann enda? Um frumhreyfilinn er einnig fjallað í 12. bók Frumspekinnar.
Útgáfur og þýðingar
breytaÚtgáfur og skýringarrit
breyta- Aristotle, Aristotelis Physica. W.D. Ross (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1950).
- Aristotle, Aristotle: Physics. Sir David Ross (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1936).
Þýðingar
breyta- Aristotle, Physics. Robin Waterfield (þýð.) (Oxford: Oxford University Press, 1996).
- Aristotle, Aristotle IV: Physics Books I-IV. P.H. Wicksteed og F.M. Cornford (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1929).
- Aristotle, Aristotle V: Physics Books V-VIII. P.H. Wicksteed og F.M. Cornford (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1934).
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Physics (Aristotle)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. desember 2006.