Romm handa Rósalind

Romm handa Rósalind er sjónvarpsleikrit eftir Jökul Jakobsson. Það er fyrsta íslenska leikritið sem sett var sérstaklega upp fyrir sjónvarp og var sent út í Ríkisútvarpinu 4. mars 1968. Leikstjóri var Gísli Halldórsson og Andrés Indriðason stjórnaði upptökunni. Leikarar voru Þorsteinn Ö. Stephensen (skósmiðurinn), Anna Kristín Arngrímsdóttir (Rósalind) og Nína Sveinsdóttir (kona skósmiðsins). Leikritið var tekið upp 7. og 8. febrúar þetta ár.

Verkið gerist á verkstæði skósmiðs þar sem gamall skósmiður staupar sig á rommi og gefur Rósalind, fatlaðri stúlku sem býr í nágrenninu, með sér meðan þau ræða um líf sitt.

TengillBreyta