Munir og minjar var íslenskur sjónvarpsþáttur sem fjallaði um íslenska menningarsögu, einkum út frá munum í Þjóðminjasafninu, varðveittum húsum og fornleifarannsóknum. Fyrsti stjórnandi þáttarins var Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður. Síðar sáu meðal annars Elsa E. Guðjónsson og Þór Magnússon um þættina. Þættirnir voru um það bil mánaðarlega á dagskrá sjónvarpsins á föstudögum nokkuð reglulega frá 1967 til 1970 en stopulli eftir það. Þeir voru hálftíma langir.

Þættir

breyta
Þáttur[1]: Stjórnandi Dagsetning Ár
„Skurðlist Bólu-Hjálmars“ Kristján Eldjárn 6. janúar 1967
„Fangamark Þórðar Hreðu“ Kristján Eldjárn / Hörður Ágústsson 3. febrúar 1967
„Grófu rætur og muru“ Kristján Eldjárn 3. mars 1967
„Kirkjan að Meira-Núpi“ Kristján Eldjárn 7. apríl 1967
„Fornleifafundur í Patreksfirði“ Þór Magnússon 5. maí 1967
„Það sem jörðin geymir“ Kristján Eldjárn 22. september 1967
„Ólafur kom ungur, ör og fríður“ Kristján Eldjárn 19. október 1967
„Bekkina gerði gullhlaðsey“ Elsa E. Guðjónsson 17. nóvember 1967
„María meyjan skæra“ Kristján Eldjárn 22. október 1967
„Beztar ástir greiðir friðar engill“ Þór Magnússon 31. desember 1967
„Segðu mér spákona“ Þórður Tómasson 19. janúar 1968
„Þá er Gaukur bjó á Stöng“ Hörður Ágústsson 16. febrúar 1968
„Vertu nú minni hvílu hjá“ Þór Magnússon 26. september 1968
„Með silfurbjarta nál“ Elsa E. Guðjónsson 22. október 1968
„Grænlandssýningin“ Kristján Eldjárn / Þór Magnússon 19. nóvember 1968
„Húsakostur á íslenskum höfuðbólum á miðöldum“ Hörður Ágústsson 24. janúar 1969
„Með gullband um sig miðja“ Elsa E. Guðjónsson 25. febrúar 1969
„Hafði gull á hvítu trýni“ Þór Magnússon 25. mars 1969
„Æskuvinir“ Þórður Tómasson 22. apríl 1969
„Vernd og eyðilegging“ Þór Magnússon 27. maí 1969
„Gripirnir frá Jóni Vídalín“ Þór Magnússon 14. nóvember 1969
„Þegar ljósmyndavélin kom“ Þór Magnússon 12. desember 1969
„Askar og spænir“ Þór Magnússon 30. janúar 1970
„Byggðasafnið í Görðum“ Ólafur Ragnarsson 25. mars 1970
„Silfursmíðar Íslendinga“ Þór Magnússon 23. apríl 1970
„Bertel Thorvaldsen“ Þór Magnússon 12. nóvember 1970
„Gott er að drekka hið góða öl“ Þór Magnússon 12. febrúar 1971
„Fornminjar í Reykjavík“ Þorleifur Einarsson 19. mars 1971
„Gamlar kvikmyndir“ Árni Björnsson 26. október 1971
?? Þór Magnússon 19. febrúar 1972
„Kvöldstund í Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði“ Ólafur Ragnarsson 16. maí 1972
„Hesti er bezt að hleypa á skeið“ Þór Magnússon 29. nóvember 1972
„Upsakirkju til skrauts“ Þór Magnússon 26. mars 1973
„Minjasafnið í Skógum“ Þórður Tómasson 9. nóvember 1976
„Byggðasafnið í Skógum II“ Ómar Ragnarsson 19. desember 1976

Tilvísanir

breyta
  1. Samkvæmt dagskrársíðum Morgunblaðsins á http://www.timarit.is .