Ófærð var íslensk sjónvarpsþáttaröð í þremur seríum með 10 þáttum í hvorri þeirra. Hún var búin til af Baltasar Kormáki og framleidd af RVK Studios. Útsending á Íslandi á RÚV hófst 27. desember 2015. [1] Samrituð af Sigurjóni Kjartanssyni og Clive Bradley, fyrsta serían af tíu þáttum fylgir Andra Ólafssyni (Ólafur Darri Ólafsson), lögreglustjóra í afskekktum bæ á Íslandi, sem reynir að leysa morðið á fyrrverandi bæjarbúa, en limlest lík hans var fundið af sjómönnum. Þáttunum var leikstýrt af Baltasar Kormáki, Baldvin Z, Óskari Þór Axelssyni og Berki Sigþórssyni. Alls voru framleiddar þrjár þáttaraðir en lokaþátturinn var sýndur 5. desember 2021.

Sigurvegari Golden Globe, Jóhann Jóhannsson,samdi tónlistina ásamt Hildi Guðnadóttur og Ruther Hoedemaekers . Sigurjón Kjartansson, Baltasar Kormákur og Magnús V. Sigurðsson voru framleiðendur þáttanna. Dagblaðið Vísir greindi frá því 2. maí 2015 að Ófærð sé dýrasta sjónvarpsþáttaröð framleidd hefur verið hér á landi og er heildar kostnaður um 1.000.000.000 krónar. Fyrir þetta kostuðu flestir íslenskir sjónvarpsþættir yfirleitt 100–200.000.000 króna. [2] RVK Studios stóð undir meirihluta kostnaðarins, en Creative Europe veitti verkefninu 75.000.000 króna stuðning. Tökur á fyrstu seríunni fóru fram á Siglufirði, Seyðisfirði og Reykjavík frá desember 2014 og fram í maí 2015. [2][3] [4]

Þáttaröðin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto 20. september 2015. Hún hefur verið seld til fjölmargra sjónvarpsstöðva um allan heim, þar á meðal BBC, sem hóf að sýna hana í Bretlandi á BBC Four þann 13. febrúar 2016. [5] Weinstein Company keypti dreifingarréttinn í Bandaríkjunum. [6]

Í september 2016 tilkynnti RÚV að önnur þáttaröð með tíu þáttum og sömu aðalpersónum hefði verið samþykkt og að hún yrði gefin út 2018. [7] Upptökur á síðari seríunni hófust í október 2017 á Siglufirði. Fyrsti þátturinn var frumsýndur á RÚV 26. desember 2018, [8] og sendur út á BBC Four í febrúar / mars 2019, þar sem tveir þættir voru sýndir í röð

Frá desember 2018 var unnið að þriðju seríu. [9] Tökur á þriðju þáttaröðinni fóru fram í september 2020. Þáttaröðin var frumsýnd í október 2021 og var sú síðasta.

Tilvísanir

breyta
  1. Wollaston, Sam (15. febrúar 2016). „Trapped review: stuck in a stormy, moody fjord with a killer on the loose? Yes please“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 4. september 2019.
  2. „Dýrasta sería Íslandssögunnar: Sjáðu stikluna - DV“. DV.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. febrúar 2016.
  3. „Tökur á "Ófærð" hafnar á Siglufirði“. Klapptré (bandarísk enska). 24. janúar 2015. Sótt 4. september 2019.
  4. „Baltasar leggur Siglufjörð undir sig - Vísir“. visir.is. Sótt 4. september 2019.
  5. „BBC Four - Trapped, Series 1, Episode 1“. BBC (bresk enska). Sótt 4. september 2019.
  6. 'Trapped': TIFF Review“. The Hollywood Reporter (enska). Sótt 4. september 2019.
  7. „Icelandic Crime Series 'Trapped' Gets Second Season“. The Hollywood Reporter (enska). Sótt 4. september 2019.
  8. „Landsmenn tísta um Ófærð 2“. www.mbl.is. Sótt 4. september 2019.
  9. „Work on Trapped Season Three Already Underway“. Iceland Review (bandarísk enska). Sótt 4. september 2019.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.