Nordvision
Nordvision er samstarfsvettvangur fimm norrænna ríkisrekinna sjónvarpsstöðva; Danmarks Radio í Danmörku, Sveriges Television í Svíþjóð, Norsk Rikskringkasting í Noregi, Yleisradio í Finnlandi og Ríkisútvarpsins á Íslandi. Grænlenska stöðin Kalaallit Nunaata Radioa, færeyska stöðin Kringvarp Føroya og sænska stöðin Sveriges Utbildningsradio eru aukaaðilar.
Skrifstofur Nordvision eru í DR Byen á Amager í Kaupmannahöfn.
Tenglar
breyta- Vefsíða Nordvision (á dönsku)
- Um norrænt kvikmynda- og sjónvarpssamstarf[óvirkur tengill] (á íslensku)