Mitch McConnell
Mitch McConnell (fæddur 20. febrúar 1942 í Sheffield í Alabama-fylki) er bandarískur þingmaður og núverandi leiðtogi minnihlutans á öldungadeild bandaríska þingsins. Hann er sonur hjónanna Addison McConnell og Julia Shockley, faðir þriggja dætra og kvæntur Elaine L. Chao sem var atvinnumálaráðherra 2001-2009, í tíð George W. Bush forseta. McConnell útskrifaðist með láði frá háskólanum í Louisville, einnig lauk hann gráðu frá University of Kentucky College of Law. Meðan hann var þar við nám var hann kjörinn forseti nemendafélagsins.
Mitch McConnell | |
---|---|
Leiðtogi meirihlutans á Öldungadeild Bandaríkjaþings | |
Í embætti 3. janúar 2015 – 20. janúar 2021 | |
Öldungadeildarþingmaður fyrir Kentucky | |
Núverandi | |
Tók við embætti 3. janúar 1985 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 20. febrúar 1942 Sheffield, Alabama, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Sherrill Redmon (g. 1968; sk. 1980) Elaine Chao (g. 1993) |
Börn | 3 |
Háskóli | Háskólinn í Louisville Háskólinn í Kentucky |
Undirskrift |
Ferill
breytaMcConnell hefur verið þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings frá 1984. Það ár var hann eini repúblikaninn sem vann sigur í Norður-Karólínu og um leið fyrsti repúblikaninn sem vann frambjóðanda demókrata í Kentucky frá 1968. Hann fékk nálægt milljón atkvæða í kosningunum í nóvember 2008. Og yfirleitt hefur hann fengið flest atkvæði frá kjósendum í Kentucky-sýslu.
Frá árinu 2008 hefur hann verið leiðtogi minnihluta repúblikana í öldungadeildinni og er hann sá 15. í röðinni. Þá er hann aðeins annar leiðtogi öldungadeildarinnar frá upphafi sem kemur frá Kentucky, en sá fyrsti var Alben Barkley leiðtogi demókrata frá 1937-1949. Starfsferill McConnell hefur lengst af verið á vettvangi stjórnmálanna. Hann starfaði fyrir þingmanninn John Sherman Cooper í Capitol Hill. Þá var hann aðstoðarmaður Marlow Cook þingmanns og síðar staðgengill aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, í forsetatíð Gerald Ford. Hann var embættismaður í Jefferson-sýslu frá árinu 1978 þar til hann hóf þingmannsferil sinn.[1]
Heimildir
breyta- ↑ „Biography“. Sótt 31. október 2014 2014.
Fyrirrennari: Harry Reid |
|
Eftirmaður: Chuck Schumer |