Nýíhaldsstefna
Ný-íhaldsmenn er fólk eða hreyfing sem tilheyrir þeirri nýju stjórnmálastefnu sem átti uppruna sinn á sjöunda áratugnum og er sú stefna í Bandaríkjunum sem fer gegn nýju vinstristefnunni. Þetta hugtak er hluti af því menningarstríði sem hefur átt sér stað frá sjöunda áratugnum í Bandaríkjunum og er átt við þá helstu ný-íhaldsmenn og samtök sem hafa haft áhrif á stjórnmál Bandaríkjanna á seinni hluta 20. aldar.
Uppruna hreyfingarinnar má rekja til sjöunda áratugs 20. aldarinnar og náði vinsældum hjá þeim sem upplifðu nýju vinstristefnuna sem áras á sín gildi og er þá ný-íhaldsstefnan mótstefna nýju vinstristefnunnar. Aðal stefnumál ný-íhaldsmanna er að sporna gegn breytingum á þeim hefðbundnu bandarísku gildum sem koma að trú, fjölskyldu og bandarísku samfélagi. Þeir héldu því fram að þessi nýja vinstristefna hefði hnignandi áhrif á þessi gildi með baráttu sinni um réttindi kvenna, hinsegin fólks, kynþátta og annara minnihluta hópa.[1]
Sjöundi áratugurinn
breytaLög um Borgaraleg réttindi árið 1964
breytaÁrið 1964 náðu ýmsar réttindahreyfingar ásamt Martin Luther King Jr. því fram að svörtum Bandaríkjamönnum voru veitt almenn borgaraleg réttindi og var síðan reynt að tryggja kosningarétt þeirra með lögum árið 1965 sem veitti öllum borgurum jafnan rétt til kosninga. Þrátt fyrir þetta héldu fordómar gegn svörtum áfram og er hægt að finna dæmi um herferðir gegn þessum áföngum.[2]
Jerry Falwell sem var frægur prestur í Road skírnarkirkjunni í Lynchburg Virginíu og einn af mest þekktu evangelísku kristnu mönnum á sjöunda áratugnum talaði gegn þessum áformum Martin Luther Kings Jr. og þessari réttindabaráttu. Fyrst var hann á því að prestar ættu ekki að taka þátt í pólitík. Þó eftir Roe v. Wade málið árið 1973 byrjaði hann að vera mikill talsmaður þess að kristnir ættu að taka þátt í pólitík og hafði hann mikil áhrif á að koma kristnum íhaldsmönnum til Repúblikanaflokksins.[3]
Áttundi áratugurinn
breytaRoe v Wade 1973
breytaRoe v Wade var fordæmisgefandi dómsmál sem kom á lögvæðingu fóstureyðinga árið 1973.[4] Málið hafði mikil áhrif á stjórnmál þar sem það fékk mikið af fólki til þess að taka þátt í umræðunni um fóstureyðingar og voru kristnir íhaldsmenn mjög ákafir í þessum málum. Þetta mál vakti aftur máls á þeim hefðbundnu bandarísku gildum sem höfðu verið grunnur í samfélagi landsins og sáu ný-íhaldsmenn þetta sem beina árás á lifnaðarhátt þeirra og skaraðist á við hugsun þeirra á hvernig Bandaríkin ættu að vera.[5]
National Right to Life Committee
breytaNational Right to life Committee voru samtök sem stofnuð voru í kjölfar Roe v Wade málsins. Þau hafa nú meira en 7 milljón meðlimi og er stefna samtakanna að bjarga lífum barna frá fóstureyðingu og er það annað dæmi um þá mótstefnu sem myndaðist gegn nýju vinstristefnunni.[6]
Níundi áratugurinn
breytaMoral Majority
breytaMoral Majority voru pólitísk samtök sem stofnuð voru af Jerry Falwell, markmið samtakanna var að ná auknum völdum fyrir ný-íhaldsmenn í stjórnmálum og koma stefnu þeirra á framfæri. Aukin áhersla var hjá samtökunum á að koma trúarlegum réttindum kristinna Bandaríkjamanna á framfæri og gera kristna íhaldsmenn að valdhöfum í pólitík landsins.[7]Samtökin voru stór áhrifavaldur í baráttu íhaldsinna gegn nýju vinstristefnunni og unnu samtökin að því að sameina mismunandi hópa fólks sem voru með svipaðar skoðanir á málefnum eins og fóstureyðingum og réttindum samkynhneigðra.[8]
Operation Rescue
breytaOperation Rescue voru samtök stofnuð árið 1982 af Randall Terry og hafa verið talin ein af mest fjandsamlegustu samtökunum sem barist hafa gegn fóstureyðingum á níunda og tíunda áratugnum. Samtökin eru gott dæmi um hversu staðfastir íhaldsmenn gátu orðið í átakamálum sínum. Dæmi um hvernig Operation Rescue kom í veg fyrir fóstureyðingar var til dæmis að líkamlega hindra inngöngu kvenna inn í fóstureyðingarstofur. Eftir að mörg lög voru sett af ríkisstjórninni til þess að stoppa slíkar aðgerðir byrjuðu samtökin í staðin að breiða út boðskap sinn til þess að reyna að hafa áhrif á bæði hug kvenna og valdhafa í stjórnmálum.[9][10]
Tíundi áratugurinn
breytaChristian Coalition
breytaChristian Coalition voru samtök sem unnu að því að sameina mismunandi hópa kristinna íhaldsinna til þess að ná meiri áhrifum innan stjórnmála. Samtökin voru stofnuð árið 1989 af Pat Robertson en þau voru undir stjórn Ralph Reed sem var framkvæmdastjóri þeirra. Stærstu áform samtakanna var að berjast fyrir kennslu í Bandarískum skólum og vildu þeir draga fram efasemdir á þróunarkenninguna og leggja sérstaklega áherslu á bandarísk gildi og kristna trú.[11]
Heimildir
breyta- ↑ Hartmana, Andrew, War for the soul of america: a history of the culture wars, bls. 38 - 39.
- ↑ Hartmana, Andrew, War for the soul of america: a history of the culture wars, bls. 102.
- ↑ „Jerry Falwell, Leading Religious Conservative, Dies - The New York Times“. web.archive.org. 30. júní 2017. Afritað af uppruna á 30. júní 2017. Sótt 5. desember 2020.
- ↑ „Roe v Wade: What is US Supreme Court ruling on abortion?“. BBC News (bresk enska). 13. október 2020. Sótt 5. desember 2020.
- ↑ Hartmana, Andrew, War for the soul of america: a history of the culture wars, bls. 93.
- ↑ „National Right to Life Committee | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 5. desember 2020.
- ↑ „Moral Majority | Definition, History, Mission, & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 5. desember 2020.
- ↑ „Jerry Falwell, Leading Religious Conservative, Dies - The New York Times“. web.archive.org. 30. júní 2017. Afritað af uppruna á 30. júní 2017. Sótt 5. desember 2020.
- ↑ „Operation Rescue | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 5. desember 2020.
- ↑ „Stríðið gegn konum“. Stundin. Sótt 5. desember 2020.
- ↑ „Christian Coalition“. law.jrank.org (enska). Sótt 5. desember 2020.