1739
ár
(Endurbeint frá MDCCXXXIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1739 (MDCCXXXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Kristján Drese varð landfógeti.
- Síðustu konunni var drekkt í Drekkingarhyl.
Fædd
- 8. maí - Hannes Finnsson, biskup í Skálholti (d. 1796)
Dáin
- 3. desember - Steinn Jónsson, biskup á Hólum (d. 1739).
Opinberar aftökur
Erlendis
breyta- 1. janúar - Bouveteyja var uppgötvuð af franska landkönnuðinum Jean-Baptiste Charles Bouvet de Lozier í Suður-Atlantshafi.
- 3. janúar - Um 50.000 létust í jarðskjálfta í Kína.
- 20. mars - Her íranska leiðtogans Nader Shah réðst inn í Delí, Indlandi og rændi þar verðmætum. Áður hafði herinn sigrað her Mógúlveldisins.
- 13. júní - Konunglega sænska vísindaakademían var stofnuð af Carl Linneus.
- 22. júlí - Ottómanveldið tók yfir Belgrad frá Habsborgurum.
- 9. september - Þrælauppreisn, Stono-uppreisnin, varð í Charleston, Suður-Karólínu.
- 18. september - Rússar og Austurríkismenn sömdu um frið við Ottóman-Tyrki í stríði sem hafði staðið frá 1735.
- 30. desember - Kuldi á Írlandi hófst og leiddi til hungursneyðar árið eftir.
Fædd
- 26. júlí - George Clinton, bandarískur stjórnmálamaður, einn af landsfeðrum Bandaríkjanna og fyrsti fylkisstjóri New York. (d. 1812)
- 14. desember - Pierre Samuel du Pont de Nemours, franskur rithöfundur, hagfræðingur og stjórnmálamaður. (d. 1817)
Dáin
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202. Þar kemur fram að Alþingi hafi breytt héraðsdómi um afhöfðun í drekkingardóm, en ekki finnast gögn um framkvæmdina.
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.