Drekkingarhylur

Drekkingarhylur var aftökustaður í Öxará á Þingvöllum. Drekkingarhylur er rétt við brúna, þar sem Öxará fellur austur úr Almannagjá. Í Drekkingarhyl var konum drekkt fyrir dulsmál og blóðskömm, en heimildir eru til um 18 konur sem létu líf sitt þar.

Iceland - 2017-02-22 - Þingvellir Drekkingarhylur - 3648.jpg
Hylurinn um 1900.
Getur líka átt við Drekkingarhyl í Bessastaðaá.

Ekki var um fornan sið að ræða. Stóridómur sem var samþykkt á Íslandi árið 1564 kvað fyrst á um dauðarefsingu fyrir blóðskömm en elstu heimildir um aftöku í Drekkingarhyl er frá árinu 1618. Síðustu konunni mun hafa verið drekkt í hylnum árið 1739. Karlar voru einnig líflátnir (hálshöggnir) á þinginu fyrir sömu brotin.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.