Kristján Drese eða Christian Drese var landfógeti á Íslandi um miðja 18. öld, eða 1739-1749, en var vikið úr embætti vegna drykkjuskapar og óreiðu.

Drese tók við landfógetaembættinu af Kristjáni Luxdorf árið 1739. Hann er sagður hafa staðið sig þokkalega fyrst í stað en svo fór að bera á drykkjuskap og öðrum vandamálum, einkum eftir að Lafrentz amtmaður1744. Drese tók þá við amtmansstarfinu um stundarsakir en reyndist óhæfur til þess og fórst það afar illa. Einnig var mikil bókhaldsóreiða hjá honum, hann gaf ekki kvittun fyrir gjöldum sem hann tók við eða neitaði að kannast við kvittanir.

Johan K. Pingel kom til landsins árið 1745 og tók við amtmannsembætinu og fékk þegar að heyra margar misjafnar sögur af framferði Drese. Reyndi hann að áminna hann og tala um fyrir honum en Drese brást hinn versti við og ástandið var óbreytt. Þeir Drese og Pingel voru sambýlismenn á Bessastöðum og samkomulagið var vægast sagt stirt. Árið 1749 var þó komið í algjört óefni, Drese var stórskuldugur alls staðar og sjóðþurð í landskassanum en reikningar allir í ólestri. Setti amtmmaður hann þá úr embætti og setti sýslumanninn í Gullbringusýslu, Guðna Sigurðsson, landfógeta til bráðabirgða, en af Drese fer ekki frekari sögum. Sveinn Sölvason lögmaður segir í annál sínum að hann hafi verið „suspenderaður fyrir galinskap og annan ódugnað“.

Heimildir

breyta
  • „Sýslumaður í Skaftafellssýslu. Lesbók Morgunblaðsins, 11. nóvember 1945“.