Konunglega sænska vísindaakademían

Konunglega sænska vísindaakademían – (sænska: Kungliga Vetenskapsakademien (KVA)) – er ein af mörgum konunglegum akademíum í Svíþjóð. Akademían er sjálfstætt vísindafélag, sem hefur að markmiði að efla vísindin, einkum náttúruvísindi og stærðfræði, og auka áhrif þeirra í samfélaginu. Hún hefur aðsetur í Stokkhólmi.

Húsnæði Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar.

Söguágrip og markmið

breyta

Vísindaakademían var stofnuð 2. júní 1739 af Carl Linnaeus grasafræðingi, Jonas Alströmer athafnamanni, Mårten Triewald verkfræðingi, embættismönnunum Sten Carl Bielke og Carl Wilhelm Cederhielm, og stjórnmálamanninum Anders Johan von Höpken. Akademían var afsprengi upplýsingarstefnunnar, og höfðu menn sem fyrimynd Royal Society í London og Académie Royale des Sciences í París.

Markmið vísindaakademíunnar er m.a.:

  • að vera þverfaglegt samfélag vísindamanna, þar sem þeir geta kynnst og skipst á skoðunum
  • að styðja og styrkja unga vísindamenn og bæta rannsóknaraðstöðu þeirra
  • að verðlauna framúrskarandi verk í vísindum
  • að greiða fyrir alþjóðlegum samskiptum og samstarfi vísindamanna
  • að vera málsvari vísinda í samfélaginu og hafa áhrif á stefnumörkun stjórnvalda í þeim efnum
  • að ýta undir áhuga á stærðfræði og náttúruvísindum í skólum
  • að miðla vísindalegri þekkingu til fræðimanna og almennings

Í Konunglegu sænsku vísindaakademíunni (KVA) er fjöldi sænskra félagsmanna undir 65 ára aldri takmarkaður við 175, og erlendra við 175. Alls eru um 400 Svíar í akademíunni, með eftirlaunaþegum.

Sem hliðstæða á sviði hugvísinda var árið 1753 stofnuð Kungliga Vitterhets Historie och Antikvitets Akademien (Konunglega bókmennta, sögu og fornfræðiakademían).

Verðlaun

breyta

Fagnefndir og Nóbels-nefndir á vegum vísindaakademíunnar hafa m.a. það hlutverk að útdeila alþjóðlegum verðlaunum. Hefur Svíum tekist að skapa þeim þann ramma, bæði hvað snertir virðuleika og faglega innistæðu, að þau njóta mikillar virðingar um allan heim. Meðal þeirra þekktustu eru:

Vísindaakademían veitir fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga. Meðal þeirra eru:

Fagnefndirnar útdeila einnig sér-sænskum verðlaunum. Meðal þeirra eru:

Aðrar akademíur og vísindafélög í Svíþjóð

breyta

Í Svíþjóð er fjöldi af akademíum og vísindafélögum, sem margar hverjar takmarka sig við ákveðið áhugasvið, og þar sem aðild er háð vali eða mati á viðkomandi einstaklingi. Nokkrar akademíur vinna að því að efla menningarlíf í ákveðnum landshlutum.

Konunglegar akademíur og vísindafélög

breyta

Nokkrar aðrar akademíur

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta