1714
ár
(Endurbeint frá MDCCXIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1714 (MDCCXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breytaFædd
- 2. ágúst - Gunnar Pálsson, prestur, fræðimaður og skáld (d. 1791).
- Fjalla-Eyvindur Jónsson, útilegumaður (d. fyrir 1783).
- Sigurður Þorsteinsson, silfursmiður (d. 1799).
- Guðni Sigurðsson, sýslumaður.
Dáin
Opinberar aftökur
- Þórður Andrésson, húsmaður, þá 61 árs, hálshogginn fyrir morð Gísla Einarssonar.[1]
Erlendis
breyta- 7. febrúar - Norðurlandaófriðurinn mikli: Umsátrið um Tönning, Danir neyddu Svía til uppgjafar í Slésvík-Holsetalandi.
- 2. mars - Norðurlandaófriðurinn mikli: Orrustunni við Storkyro lauk (hófst 16. febrúar). Rússar báru sigurorð af Finnum og náðu yfirráðum yfir Finnlandi. Svíar misstu 1.600 menn en Rússar um 400.
- 7. mars - Spænska erfðastríðið: Rastatt-samningurinn. Austurríki og Frakkland skrifuðu undir friðarsamning. Austurríki hlaut spænsk svæði á Ítalíu: Konungsríkin Napolí og Sardiníu, Hertogadæmið Mílanó og Spænsku-Niðurlönd. Frakkland gerði síðar friðarsamninga við Bretland, Portúgal og Prússland.
- 1. ágúst - Georg, kjörfursti af Hanover, varð Georg 1. Bretakonungur.
- 11. september - Katalónía og Barselóna gáfust upp fyrir spænskum og frönskum Búrbónaherjum. Þar með má segja að spænska erfðastríðinu hafi lokið.
- 29. september - Rússneskir Kósakkar drápu 800 manns á finnsku eyjunni Hailuoto.
- 26. október - Karl 12. Svíakonungur fór frá Tyrklandi, þar sem hann hafði dvalið frá því Svíar töpuðu orrustunni við Poltava 1709, og reið þvert yfir Evrópu, um Vínarborg og Frankfurt am Main, til Stralsund í Pommern, sem þá var sænskt, 2152 km á 14 dögum. Mestallan tímann fylgdi honum aðeins einn maður.
- 9. desember - Ottómanveldið lýsti stríði á hendur Lýðveldinu Feneyjar.
- Hertogadæmið Savoja og Piemonte varð konungsríkið Sardinía.
- Sveitarfélagið Stokkhólmur var stofnað.
Fædd
- 2. febrúar - Gottfried August Homilius, þýskt tónskáld (d. 1785).
- 8. mars - Carl Philipp Emanuel Bach, þýskt tónskáld (d. 1788).
- 6. júní - Jósef 1., konungur Portúgals (d. 1777).
- 2. júlí - Cristoph Willibald (von) Gluck, þýskt tónskáld (d. 1787).
- Georg David Anthon, danskur arkítekt. (d. 1781).
Dáin
- 27. mars - Charlotte Amalie af Hessen-Kassel, Danadrottning, kona Kristjáns 5. (f. 1650).
- 8. júní - Soffía, kjörfurstaynja af Hanover og móðir Georgs 1. Bretakonungs (f. 1630).
- 1. ágúst - Anna Bretadrottning (f. 1665).
- Charles Davenant, breskur hagfræðingur (f. 1656)
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.