Charles Davenant (eða D'Avenant) (16561714) var breskur hagfræðingur. Hann tilheyrði Tory stjórnmálaflokknum og sat meðal annars á þingi fyrir hönd kjördæmana St. Ives og Great Bedwyn. Davenant var mikill stuðningsmaður merkantilisma og gaf út fjölmörg verk tengd hagfræðinni. Þar má meðal annars nefna An Essay on the East India trade og Two discourses on the public Revenues and Trades of England. Hann kom einnig fram með King-Davenant lögmálið sem er í raun grunnhugmyndin af lögmáli eftirspurnar sem spilaði síðar grunnvallarhlutverk í þróun á klassísku og nýklassísku hagfræðinni.

Fyrri ár og menntun breyta

Charles Davenant fæddist í London og var hann elsti sonur ljóðskálsins, Sir William Davenant. Hann stundaði nám við Balliol College í Oxford, en við fráfall föður síns tók Davenant við rekstri leikhúss föður síns sem varð til þess að hann lauk ekki gráðu frá skólanum.[1] Hann öðlaðist síðar L.L.D. gráðu frá Cambridge og varð meðlimur "Doctor's commons". Árið 1678 tók hann við embætti tollstjóra og byrjaði þar með ferill hans í pólitík.

Pólitískur ferill breyta

Davenant var kosinn inn á þing 1685 fyrir hönd St. Ives kjördæmisins í valdatíð Jakobs II englandskonungs. Í kjölfar byltingarinnar 1688, þar sem Jakobi II var steypt af stóli og hann sendur í útlegð, missti Davenant embætti tollstjóra. Hann hafði þá sinnt embættinu í rúmlega áratug og hafði meðal annar lánað krúnunni fé sem síðar varð afskrifað í kjölfar valdaskiptanna.

Árið 1692 og 1694 sótti hann um stöðu sem eftirlitsmaður tolls (e. controller of excise) með stuðningi Jarlsins Godolphin, en í hvorug skiptin fékk hann stöðuna. Í valdatíð Vilhjálms III missti Davenant mikið af auð sínum og átti erfitt með að finna stöðu innan ríkisstjórnarinnar. Í kjölfarið ákvað hann að gefa út rit í tenglsum við fjármögnun níu ára stríðins sem geisað hafði í Evrópu frá árinu 1688.[1] Ritið kom út árið 1695 og Davenant hélt því fram að skuldir væru skaðlegar fyrir viðskipti og að það ætti að fjármagna stríðið með toll á vörum. Rit Davenant féll þó ekki vel í þáverandi ríkisstjórn.[1]

Árið 1698 komst Davenant aftur inn á þing, þá fyrir hönd kjördæmisins Great Bedwyn.[2] Hann varð fyrst þá tengdur við stjórnmálaflokkinn Tory, sem var þá að öðlast meirihluta inn á þingi. Davenant varð síðar ásakaður um að hafa tekið við mútum frá frönskum stjórnvöldum sem varð til þess að hann missti sæti sitt inn á þingi árið 1701.[1][2]

Anna bretadrottning komst til valda 1702 og í kjölfarið komust vinir Davenant, sem höfðu verið virkir í pólitík í valdatíð Jakobs II, aftur til valda. Sama ár fékk Davenant stöðu ritara í tengslum við viðræður sameiningar Englands og Skotlands, og ári seinna fékk hann umsjón yfir inn- og útflutningi ríkisins. Stöðunni hans var hins vegar ógnað þegar einn helsti stuðningsmaður hans, Godolphin, lést árið 1710.[1] Í kjölfarið gaf Davenant út fjölmörg rit sem tengdust fyrri skoðunum hans á fjármögnun á stríðinu, ásamt því að halda því fram að vegna viðskiptatakmarkanna við Frakkland þá væri meiri kostnaður að falla á Bretland.[1]

Davenant lést árið 1714 í London.

Framlög til hagfræðinnar breyta

Davenant var mikill stuðningsmaður Merkantilisma. Hann hélt því fram að magn gulls og silfur væri einungis hluti af auði ríkja og taldi að stærri hluti auðsins lægi í raun í auðlindum og framboði á vinnuafli til að vinna úr þeim auðlindum.[3] Hann taldi einnig að ef tekjur útflutnings væri meiri en kostnaður á innflutningi þá væri það talið sem efnahagslegur árangur þar sem að ríkið væri að auka tekjur sínar í gegnum gull og silfur.[3] Í ritinu An Essay on the Ways and Means of supplying the War, gagnrýndi hann aðferðir sem notaðar voru til þess að fjármagna stríð Breta gegn Frökkum. Í ritinu heldur hann fram að Bretland ætti að reyna auka útflutning til að fjármagna stríðið í stað þess að taka lán eða hækka skatta á landeigendum.[4] Davenant var þó ekki einn með þá skoðun en hagfræðingarnir Josiah Child og Nicholas Barbon skrifuðu einnig rit í tengslum við kosti útflutnings. Þetta meðal annars þekkt sem "the export of work theory".[3]

Davenant gaf út mörg rit í tenglsum við inn- og útflutning á vörum, til og frá Bretlands. Hans helstu rit eru meðal annars:

  • An Essay on the East India Trade (1697)
  • Two Discourses on the Public Revenues and Trade of England (1698)
  • An Essay on the probable means of making the people gainers in the balance of Trade (1699)
  • A Discourse on Grants and Resumptions and Essays on the Balance of Power (1701)

An Essay on the East India Trade (1697) breyta

Ólíkt fyrri skoðunum sínum á takmörkun á innflutningi, talar Davenant um í verk sínu um Breska Austur-Indíafélagið að innflutningur frá Indlandi ætti ekki að vera takmarkaðar. Meginástæðan þar var sú að England flutti stórt magn áfram til Evrópu. Þar með myndu verndartollar á vörum til Bretlands koma í veg fyrir að hægt væri að flytja út mikið magn áfram til Evrópu, og þar með myndu tekjur Bretlands frá útflutningi lækka.

Two Discourses on the Public Revenues and Trade of England (1698) breyta

Davenant birti tvö rit þar sem hann gagnrýndi meðal annars töku langtímalána til að fjármagna útgjöld Bretlands. Hann vildi meina að háir skattar í þeim tilgangi til að greiða niður lán myndi hafa slæm áhrif á viðskipti, iðnað og land/eignir. Hann hélt því fram að setja eignaskatt á land væri ekki sanngjörn leið til að safna sköttum þar sem að byrgði skattgreiðslna myndi bitna verst á landeigendum. Í kjölfarið myndu landeigendur neyðast til þess að selja land sitt til efnameiri einstaklinga.

King-Davenant lögmálið breyta

Eitt af helstu framlögum Davenant tengt hagfræðinni er grunnhugmyndin um lögmál eftirspurnar. Kenningin snýst í grunninn um að jafnvægisverð muni myndast á markaði þar sem að framboð jafngildir eftirspurn. Davenant þróaði hugmyndina í tenglsum við verð á korni og hélt því fram að aukið framboð á korni myndi í kjölfarið lækka verðið, og öfugt.[5] Til þess að hið sanna jafnvægisverð myndi myndst þyrfti að gera ráð fyrir frjálsum samkeppnismarkaði og var því Davenant mikill andstöðumaður verndartolla.[6] Hann taldi einnig að verndartollar væru í raun ekki í hag almennings heldur viðskiptamanna.[3] Í gögnum sínum vísar Davenant í Gregory King við gerð kenningarinnar, en þar sem að frumgögn King voru aldrei fundin vilja sumir meina að Davenant hafi þróað hugmyndina sjálfur.[5]

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 „Charles Davenant“. www.hetwebsite.net. Sótt 6. október 2023.
  2. 2,0 2,1 „DAVENANT, Charles (1656-1714), of Westminster. | History of Parliament Online“. www.historyofparliamentonline.org. Sótt 7. október 2023.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Samuels, Warren J.; Biddle, Jeff E.; Davis, John B., ritstjórar (1. janúar 2003). A Companion to the History of Economic Thought (enska). Malden, MA, USA: Blackwell Publishing Ltd. doi:10.1002/9780470999059. ISBN 978-0-470-99905-9.
  4. Stigler, George J. (1954-04). „The Early History of Empirical Studies of Consumer Behavior“. Journal of Political Economy (enska). 62 (2): 95–113. doi:10.1086/257495. ISSN 0022-3808.
  5. 5,0 5,1 „Euler's Theorem“. www.hetwebsite.net. Sótt 7. október 2023.
  6. Trautwein, Bo Sandelin, Hans-Michael (12. ágúst 2014). A Short History of Economic Thought (3. útgáfa). London: Routledge. doi:10.4324/9781315770895. ISBN 978-1-315-77089-5.