Listi yfir eldri númer og heiti þjóðvega á Íslandi

Hér er listi yfir eldri númer og heiti þjóðvega á Íslandi.

Listinn er yfirgripsskrá yfir breytingar á vegnúmerakerfinu til dagsins í dag og einnig yfirlit yfir heiti sem áður hafa verið notuð yfir þjóðvegi.


VegnúmerakerfiðBreyta

Íslenska vegnúmerakerfið var innleitt árið 1972 til að flokkun vegakerfisins samræmdist betur þeim venjum sem tíðkast í öðrum löndum. Helstu einkenni númerakerfisins eru þau að einn aðalvegur (nr. 1) liggur hringinn í kringum landið og landinu er síðan skipt í 8 númerasvæði þar sem öll númerin hafa sama upphafsstaf innan hvers svæðis. Svæðisnúmerin eru 2-9 og landinu er skipt á eftirfarandi hátt:

 • 2: Suðurland eystra (austan Þjórsár)
 • 3: Suðurland vestra (vestan Þjórsár)
 • 4: Reykjanes og Höfuðborgarsvæðið
 • 5: Vesturland
 • 6: Vestfirðir
 • 7: Norðurland vestra
 • 8: Norðurland eystra
 • 9: Austurland

Vegir eru síðan flokkaðir niður eftir mikilvægi, og bera mikilvægustu vegir hvers svæðis tveggja stafa númer. Aðrir helstu vegir innan svæðis bera síðan þriggja stafa númer og afgangurinn, sem yfirleitt eru mjög stuttir vegir, bera fjögurra stafa númer. Afar sjaldgæft er að fjögurra stafa vegnúmer sjáist opinberlega í vegakerfinu.


Listinn sem hér fer eftir tekur fyrir öll vegnúmer sem hafa verið notuð og hvaða vegi þau hafa staðið fyrir á hverjum tíma. Hafi númer verið notað yfir einn veg, dottið úr notkun, og notað að nýju yfir annan veg er úrfellingin tekin með.


Eins stafs númerBreyta

 • 1: Fyrst notað 1972 og táknar hringveginn í kringum landið. Frá 1972-1995 voru fjögur vegheiti fyrir þetta númer: Suðurlandsvegur, Vesturlandsvegur, Norðurlandsvegur og Austurlandsvegur. Hefur heitið Hringvegur síðan 1995.


Tveggja stafa númerBreyta

 • 22: Fyrst notað 1972. Hét Stórhöfðavegur í Vestmannaeyjum frá 1972-1979. Hefur heitið Dalavegur síðan 1979.
 • 25: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Þykkvabæjarvegur.
 • 26: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Landvegur. Einnig notað yfir Sprengisandsleið á þeim köflum sem taldir eru færir fólksbílum.
 • 30: Fyrst notað 1972. Hét Hrunamannavegur frá 1972-1974. Hefur heitið Skeiða- og Hrunamannavegur síðan 1974.
 • 31: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Skálholtsvegur.
 • 32: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Þjórsárdalsvegur.
 • 33: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Gaulverjabæjarvegur.
 • 34: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Eyrarbakkavegur.
 • 35: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Biskupstungnabraut. Síðan 2005 hefur Kjalvegur auk þess borið þetta númer.
 • 36: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Þingvallavegur.
 • 37: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Laugarvatnsvegur.
 • 38: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Þorlákshafnarvegur.
 • 39: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Þrengslavegur.
 • 40: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Hafnarfjarðarvegur.
 • 41: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Reykjanesbraut.
 • 42: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Krýsuvíkurvegur.
 • 43: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Grindavíkurvegur.
 • 44: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Hafnavegur.
 • 45: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Garðskagavegur.
 • 46: Fyrst notað 1987. Hét Víknavegur frá 1987-2008. Ekki í notkun síðan 2008.
 • 47: Fyrst notað 1987. Hét Flugvallarvegur Keflavík frá 1987-1993. Ekki í notkun frá 1993-1995. Hét Fjarðarbraut frá 1995-1997. Hefur heitið Hvalfjarðarvegur síðan 1997.
 • 48: Fyrst notað 1974 og hefur alltaf heitið Kjósarskarðsvegur.
 • 49: Fyrst notað 1993 og hefur alltaf heitið Nesbraut.
 • 50: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Borgarfjarðarbraut.
 • 51: Fyrst notað 1972. Hét Akranesvegur frá 1972-1997. Hefur heitið Akrafjallsvegur síðan 1997.
 • 52: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Uxahryggjavegur.
 • 53: Fyrst notað 1974. Hét Hvítárvallavegur frá 1974-2003. Ekki í notkun síðan 2003.
 • 54: Fyrst notað 1972. Hét Ólafsvíkurvegur frá 1972-2000. Hefur heitið Snæfellsnesvegur síðan 2000.
 • 55: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Heydalsvegur.
 • 56: Fyrst notað 1972. Hét Kerlingarskarðsvegur frá 1972-1974. Hét Stykkishólmsvegur frá 1974-1987. Hét aftur Kerlingarskarðsvegur frá 1987-2003. Hefur heitið Vatnaleið síðan 2003.
 • 57: Fyrst notað 1972. Hét Snæfellsnesvegur frá 1972-2000. Ekki í notkun síðan 2000.
 • 58: Fyrst notað 1972. Hét Stykkishólmsvegur frá 1972-1974. Ekki í notkun frá 1974-1987. Hefur aftur heitið Stykkishólmsvegur síðan 1987.
 • 59: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Laxárdalsvegur.
 • 60: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Vestfjarðavegur.
 • 61: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Djúpvegur.
 • 62: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Barðastrandarvegur.
 • 63: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Bíldudalsvegur.
 • 64: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Flateyrarvegur.
 • 65: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Súgandafjarðarvegur.
 • 67: Fyrst notað 1972. Hét Súðavíkurvegur frá 1972-1974. Ekki í notkun frá 1974-1979. Hét Steingrímsfjarðarvegur frá 1979-1981. Ekki í notkun frá 1981-1995. Hefur heitið Hólmavíkurvegur síðan 1995.
 • 68: Fyrst notað 1972. Hét Hólmavíkurvegur frá 1972-1995. Ekki í notkun frá 1995-2009. Hefur heitið Innstrandavegur síðan 2009.
 • 69: Fyrst notað 1972. Hét Steinadalsvegur frá 1972-2000. Ekki í notkun síðan 2000.
 • 72: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Hvammstangavegur.
 • 74: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Skagastrandarvegur.
 • 75: Fyrst notað 1974 og hefur alltaf heitið Sauðárkróksbraut.
 • 76: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Siglufjarðarvegur.
 • 77: Fyrst notað 1981 og hefur alltaf heitið Hofsósbraut.
 • 82: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Ólafsfjarðarvegur.
 • 83: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Grenivíkurvegur.
 • 85: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Norðausturvegur.
 • 87: Fyrst notað 1972. Hét Mývatnsvegur frá 1972-1987. Hét Kísilvegur frá 1987-1991. Hét aftur Mývatnsvegur frá 1991-1993. Hefur aftur heitið Kísilvegur síðan 1993.
 • 88: Fyrst notað 1972. Hét Raufarhafnarvegur frá 1972-1974. Ekki í notkun síðan 1974.
 • 89: Fyrst notað 1972. Hét Hálsavegur frá 1972-1974. Ekki í notkun síðan 1974.
 • 91: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Hafnarvegur í Bakkafirði.
 • 92: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Norðfjarðarvegur.
 • 93: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Seyðisfjarðarvegur.
 • 94: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Borgarfjarðarvegur.
 • 95: Fyrst notað 2017 og hefur alltaf heitið Skriðdals- og Breiðdalsvegur.
 • 96: Fyrst notað 1972. Hét Suðurfjarðavegur frá 1972-2017. Ekki í notkun síðan 2017.
 • 97: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Breiðdalsvíkurvegur.
 • 98: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Djúpavogsvegur.
 • 99: Fyrst notað 1972 og hefur alltaf heitið Hafnarvegur.


Gömul VegheitiBreyta

Hérna eru tekin saman heiti á þjóðvegum sem fallin eru úr gildi. Hér eru því flestir vegir sem fallið hafa úr tölu þjóðvega í gegnum tíðina, sem og gömul heiti yfir vegi sem eru á þjóðvegaskránni.