Sundabraut

(Endurbeint frá Þjóðvegur 450)

Sundabraut eða Sundabrú er nýr fyrirhugaður og mögulega einkarekinn og gjaldskyldur þjóðvegur í Reykjavík.

Hugmyndir voru uppi að brautin lægi einhvers staðar frá Sæbraut með mislægum gatnamótum nálægt Holtagörðum og þvera Elliðaárvog eða Kleppsvík með eftirfarandi völdum leiðum: botngöngum, hábrú, eða eyjalausn yfir í Gufunes, þar sem önnur mislæg gatnamót yrðu, og áfram með fyllingum eða jarðgöngum yfir EiðsvíkGeldingarnesi, þar sem vegurinn færi í jarðgöng. Þaðan lægi leiðin yfir Leirvog með fyllingum eða jarðgöngum í átt að Gunnunesi og yfir Álfsnes og myndi brautin enda eftir fyllingu yfir Kollafjörð þar sem hún sameinast Vesturlandsvegi undir hlíðum Esju með mislægum gatnamótum[1].

Saga Sundabrautar/Sundabrúar

breyta

Sundabraut hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur síðan 1984 en hafist var handa við undirbúning hennar í desember 1995. Vegagerðin og embætti Borgarverkfræðings í Reykjavík byrjuðu þá að koma með tillögur að staðsetningu vegarins ásamt gerð hans og var kraftur var settur í frumhönnun og rannsóknir á árunum 1995 til 2002 við fyrsta áfanga verksins að mestu leyti. Þá komu til frekari skoðunar nokkrar leiðir fyrir þverun yfir Kleppsvík en einungis 2 þeirra fengu áframhaldandi útfærslu.

Á árunum 2004 til 2007 var nokkur uppgangur í þessu verkefni en Vegagerðin og Reykjavíkurborg voru ekki á sama máli með leiðirnar 2 sem valdar voru. Vegagerðin vildi gera veg á fyllingu sem myndi byrja fyrir botni Elliðaárvogs frá Gelgjutanga (Leið 3) en áherslur Reykjavíkurborgar var að gera jarðgöng utar, á milli Klepps og Holtagarða (Leið 1).

Eftir 2008 var lítið rætt um þetta og var Sundabraut m.a. ekki sett á samgönguáætlun áranna 2011 til 2022. Síðar var lagt fram á Alþingi að ríkið muni ekki koma til með að fjármagna Sundabraut en skoða eigi kosti þess að nýi vegurinn verði einkaframkvæmd.

Þegar aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árin 2010 til 2030 kom út hafði valkostum um þverun Elliðaárvogs fækkað í 1, einungis botngöng urðu eftir (Leið 1) og eftir það hafa engar viðræður verið á milli Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar[2].

Árið 2021 var ákveðið að brú yrði besti valkosturinn. Framkvæmdir hefjast líklega 2025 og lýkur þeim 2030. Brúin verður allt að 35 metra há og verður hægt að sigla undir hana. [3]

Tilvísanir

breyta
  1. https://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2015/PPP_24.042015.pdf
  2. http://www.faxafloahafnir.is/wp-content/uploads/Minnisbla%C3%B0-var%C3%B0andi-Sundabraut-2014.pdf
  3. Sundabraut verur Sundabrú Vísir, skoðað 3. febrúar 2021.

Tenglar

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.