Þjóðvegur 32
Þjóðvegur 32 eða Þjórsárdalsvegur er vegur á Suðurlandi. Hann liggur af Skeiða- og Hrunamannavegi (Þjóðvegi 30) inn í Gnúpverjahrepp, framhjá Árnesi og fyrir Gaukshöfða upp í Þjórsárdal. Vegurinn sveigir upp á Skeljafell við Búrfellsvirkjun og liggur síðan meðfram Bjarnalóni og Þjórsá allt að Sultartangavirkjun. Þar er farið yfir Þjórsá og að Landvegi (Þjóðvegi 26).
Vegurinn er 51 km langur.
