Efribyggð er byggðarlag í Skagafirði. Það tilheyrði Lýtingsstaðahreppi meðan sá hreppur var og hét. Efribyggð er ofan Neðribyggðar, undir Efribyggðarfjöllum. Bæir á Efribyggð í röð frá norðri til suðurs eru: Kolgröf, Álfgeirsvellir, Álfheimar, nýbýli úr Álfgeirsvöllum, Ytra-Vatn, Syðra-Vatn, Brekkukot (ekki í ábúð), Ytri-Mælifellsá og Mælifellsá. Efribyggðarvegur liggur eftir endilangri byggðinni.

Landnámsmaðurinn Álfgeir nam Efribyggð og bjó á Álfgeirsvöllum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.