Köttur eða hús-eða heimilisköttur (fræðiheiti: Felis silvestris catus) er undirtegund villikatta (fræðiheiti: Felis silvestris) sem er tegund lítilla rándýra af ætt kattardýra. Kettir eru rökkurdýr og kjötætur sem hafa lifað sem húsdýr í mörg þúsund ár.[1] Forn-Egyptar hófu að nota ketti til að halda músum og öðrum nagdýrum frá kornbirgðum. Kettir eru eitt vinsælasta gæludýr heims.

Köttur
Köttur
Köttur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Kattardýr (Felidae)
Ættkvísl: Smákettir (Felis)
Tegund:
Villiköttur (Felis silvestris)

Undirtegundir:

Köttur (Felis silvestris catus)

Þrínefni
Felis silvestris catus
(Linnaeus, 1758)
Kot DSCF4292.jpg
Líffræðileg bygging karlkatta

Kettir eru mjög hæf rándýr og vitað er til þess að þau veiði yfir 1.000 dýrategundir sér til matar. Hægt er að kenna köttum að hlýða einföldum skipunum og þeir hafa getu til þess að læra á einföld tæki eins og hurðarhúna. Kettir notast við fjöldann allan af dýratáknum í samskiptum við ketti og önnur dýr, þeir mjálma, mala, hvæsa, urra og gagga.[2] Rannsóknir benda til þess að samskipti á milli katta og manna séu töluvert þróuð.[3] Kettir eru einnig ræktaðir og látnir keppa á kattasýningum þar sem veitt eru verðlaun fyrir fallega og hæfileikaríka ketti.

Karldýr katta kallast högni eða fress, kvendýrið læða eða bleyða og afkvæmin kettlingar. Hreinræktaðir kettir eru innan við eitt prósent af köttum, en til eru tugir tegundarafbrigða og litbrigða. Til dæmis eru til hárlausir kettir sem nefnast Sfinxar og rófulausir kettir sem nefnast Manarkettir (Manx).

Kettir á ÍslandiBreyta

Líkt og víða annars staðar eru kettir vinsæl gæludýr á Íslandi. Ekki er vitað með vissu hversu marga ketti er að finna á Íslandi en mjög gróflega má áætla að þeir séu um 30 þúsund.[4] Árið 1976 var Kattavinafélag Íslands stofnað. Í dag rekur það Kattholt sem er heimili fyrir týnda ketti. Árið 2005 bárust um 500 óskilakettir til Kattholts.[5] Þann 23. ágúst 2005 setti umhverfisráðuneytið reglugerð um kattahald í Reykjavík.[6]

TilvísanirBreyta

  1. „Oldest Known Pet Cat? 9,500-Year-Old Burial Found on Cyprus“. National Geographic. 8. apríl 2004.
  2. Vísindavefurinn:Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð?
  3. „Meows Mean More To Cat Lovers“.
  4. Vísindavefurinn:Hvað eru margir kettir á Íslandi?
  5. Upplýsingabæklingur um kattahald í Reykjavík Geymt 2014-07-22 í Wayback Machine (pdf)
  6. Samþykkt um kattahald í Reykjavík Geymt 2014-07-22 í Wayback Machine (pdf)

HeimildBreyta

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Cat“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. desember 2008.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu