Opna aðalvalmynd

Bessi Bjarnason (f. 5. september 1930 - d. 12. september 2005) var íslenskur leikari. Fer­ill Bessa spannaði nær hálfa öld og var hann í hópi ást­sæl­ustu leik­ara þjóðar­inn­ar.

ÆviBreyta

Bessi Bjarna­son fædd­ist í Reykja­vík 5. sept­em­ber 1930, son­ur Guðrún­ar Snorra­dótt­ur, hús­móður, og Bjarna Sig­munds­son­ar, bif­reiðastjóra.

Að loknu versl­un­ar­prófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1949 var Bessi ráðinn á nem­enda­samn­ing hjá Þjóðleik­hús­inu í eitt ár. Hann sótti Leik­list­ar­skóla Lárus­ar Páls­son­ar sam­fara námi síðasta vet­ur­inn í Verzl­un­ar­skól­an­um. Síðan tók Bessi inn­töku­próf í Leik­list­ar­skóla Þjóðleik­húss­ins strax og hann tók til starfa og út­skrifaðist vorið 1952 en jafn­framt nám­inu lék hann í mörg­um leik­rit­um Þjóðleik­húss­ins. Hann var fa­stráðinn leik­ari við Þjóðleik­húsið 1952 til 1990 og hélt áfram að leika í Þjóðleik­hús­inu, Borg­ar­leik­hús­inu og Loft­kastal­an­um eftir það.

Hlut­verk hans í Þjóðleik­hús­inu voru hátt í 200. Hann lék meðal ann­ars í fjölda barna­leik­rita, þar á meðal í Litla Kláusi og Stóra Kláusi, Kar­demommu­bæn­um, Dýr­un­um í Hálsa­skógi og Ferðinni til tungls­ins.

Á meðal gam­an­leik­rita sem hann lék í má nefna Skugga-Svein, Góða dát­ann Svejk, Hrólf, Hun­angsilm, Ný­árs­nótt­ina, Hvað varstu að gera í nótt, Á sama tíma að ári, Sveyk og Aura­sál­ina.

Al­var­legu hlut­verk­in voru ófá en hann lék meðal ann­ars í Horfðu reiður um öxl, Hús­verðinum, Nátt­ból­inu og Bíla­verk­stæði Badda.

Jafn­framt lék hann gjarn­an aðal­hlut­verk eða áber­andi hlut­verk í söng­leikj­um eins og My Fair Lady, Stöðvið heim­inn, Lukk­uridd­ar­inn, Ég vil! Ég vil!, Kaba­rett og Gæj­ar og píur.

Hann tók einnig þátt í mörg­um óp­er­ett­um, þar á meðal Sum­ar í Týról og Kysstu mig Kata. Auk þess í óper­um eins og Töfraf­laut­unni og Mika­do.

Auk hlut­verka í leik­húsi lék Bessi í fjölda út­varps­leik­rita og kom fram í mörg­um skemmtiþátt­um. Árum sam­an tróð hann upp með Gunn­ari Eyj­ólfs­syni á skemmt­un­um um allt land og síðar tóku þeir ásamt fleir­um þátt í Sum­argleðinni um ára­bil. Bessi tók þátt í fjölda sjón­varps­mynda og lék í sjón­varps­aug­lýs­ing­um. Þá lék hann í nokkr­um kvik­mynd­um eins og til dæm­is Skila­boðum til Söndru, Ryði, Ingaló og Stellu í or­lofi.

Bessi Bjarna­son var gjald­keri Fé­lags ís­lenskra leik­ara 1958 til 1985 og sinnti ýms­um öðrum trúnaðar­störf­um fyr­ir fé­lagið. Hann var sæmd­ur gull­merki FÍL 1981.

Um ára­bil sá Bessi um bók­hald hjá Landsmiðjunni og fékkst við margs kon­ar sölu­mennsku. Hann kom að plötu­út­gáfu og stóð meðal ann­ars fyr­ir út­gáfu á barna­leik­rit­um og lesn­um barna­sög­um.

Fyrri kona Bessa var Erla Sigþórs­dótt­ir. Þau eignuðust þrjú börn og eru barna­börn­in fimm. Seinni kona Bessa er Mar­grét Guðmunds­dótt­ir leik­kona.[1]

Kvikmynda- og sjónvarpsferillBreyta

TilvísanirBreyta

TenglarBreyta