Fastir liðir, eins og venjulega
(Endurbeint frá Fastir liðir: eins og venjulega)
Fastir liðir „eins og venjulega“ var íslensk gamansería framleidd af RÚV,í leikstjórn Gísla Rúnars Jónssonar eftir handriti Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg. Þættirnir voru sýndir annað hvert laugardagskvöld á eftir Staupasteini október til desember 1985.
Fastir liðir „eins og venjulega“ | |
---|---|
Tegund | Gamanþáttur |
Leikstjóri | Gísli Rúnar Jónsson |
Leikarar | Bessi Bjarnason Júlíus Brjánsson Sigrún Edda Björnsdóttir Arnar Jónsson Jóhann Sigurðarson Ragnheiður Steindórsdóttir Hrönn Steingrímsdóttir |
Upprunaland | Ísland |
Frummál | Íslenska |
Fjöldi þátta | 6 |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | RÚV |
Myndframsetning | PAL 576i |
Sýnt | 19. október 1985 – 28. desember 1985 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Þættirnir fjalla um þrjár nágrannafjölskyldur í raðhúsi í úthverfi á Íslandi þar sem hefðbundnum kynjahlutverkum er snúið við (með tilheyrandi breytingum á t.d. starfsheitum) og karlarnir eru heimavinnandi húsfeður. Hver fjölskylda hefur sín sérstöku einkenni og þær passa alls ekki saman þrátt fyrir að búa í sömu húsalengju.
Þessi sjónvarpsgrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.