Ítalía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

yfirlit um þátttöku Ítalíu í Eurovision

Ítalía hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 46 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni ásamt sjö öðrum löndum átti sér stað árið 1956. Keppnin sjálf á rætur að rekja til Sanremo tónlistarhátíðarinnar. Ítalía tók þátt í öll skipti til ársins 1980, og þar eftir hefur verið fjarverandi í nokkur skipti. Eftir þrettán ára fjarveru sem byrjaði árið 1998, tók landið þátt aftur í keppninni árið 2011 og endaði þar í öðru sæti. Ítalía hefur unnið keppnina þrisvar sinnum og hefur endað í efstu fimm sætunum í fimmtán skipti. Ítalía hélt keppnina í Napolí (1965) og Róm (1991), og mun halda keppnina í Tórínó árið 2022.

Ítalía

Sjónvarpsstöð RAI
Söngvakeppni Sanremo
Ágrip
Þátttaka 46
Fyrsta þátttaka 1956
Besta niðurstaða 1. sæti: 1964, 1990, 2021
Núll stig 1966
Tenglar
Síða RAI
Síða Ítalíu á Eurovision.tv

Árið 1958 endaði Domenico Modugno í þriðja sæti með laginu „Nel blu, dipinto di blue“. Lagið er betur þekkt sem „Volare“ þar sem það hlaut gríðarlegrar vinsælda um allan heim. Lagið komst á bandarísku Billboard Hot 100 og vann tvö Grammy verðlaun á fyrstu verðlaunahátíðinni. Emilio Pericoli endaði einnig í þriðja sæti árið 1963, áður en Ítalía vann í fyrsta skipti árið eftir (1964) með Gigliola Cinquetti og laginu „Non ho l'età“. Gigliola tók aftur þátt 10 árum seinna árið 1974 og endaði þar önnur með laginu „Sì“, á eftir ABBA. Ítalía endaði aftur í þriðja sæti árið 1975 með Wess og Dori Ghezzi með laginu „Era“. Besta niðurstaða landsins á 9. áratugnum var með Umberto Tozzi og Raf sem enduðu í þriðja sæti árið 1987. Annar sigur Ítalíu kom árið 1990 þegar Toto Cutugno flutti lagið „Insieme: 1992“. Eftir árið 1997 dró landið sig úr keppni.

Þann 31. desember 2010 tilkynnti SES (EBU) að Ítalía myndi snúa aftur og verða meðlimur Stóru Fimm, ásamt Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi, sem þýddi að landið myndi sjálfkrafa komast í úrslit. Endurkoman reyndist vera árangursrík þar sem Ítalía hefur endað í topp-10 í átta skipti í seinustu tíu keppnunum (2011–21). Þar á meðal voru Raphael Gualazzi (2011) og Mahmood (2019) sem náðu öðru sæti og Il Volvo (2015) þriðja sæti. Il Volvo vann símakosninguna það ár, en endaði í sjötta sæti hjá dómnefndinni. Frá innleiðingu 50/50 kosningarinnar árið 2009, var það í fyrsta sinn sem að sigurvegari símakosningar vann ekki. Ítalía náði sínum þriðja sigri árið 2021, með rokkhljómsveitinni Måneskin og laginu „Zitti e buoni“.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)

breyta
Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1956 Franca Raimondi Aprite le finestre ítalska 2 [a] Ekki tiltæk Engin undankeppni
Tonina Torrielli Amami se vuoi ítalska 2 [a]
1957 Nunzio Gallo Corde della mia chitarra ítalska 6 7
1958 Domenico Modugno Nel blu, dipinto di blu ítalska 3 13
1959 Domenico Modugno Piove (Ciao, ciao bambina) ítalska 6 9
1960 Renato Rascel Romantica ítalska 8 5
1961 Betty Curtis Al di là ítalska 5 12
1962 Claudio Villa Addio, addio ítalska 9 3
1963 Emilio Pericoli Uno per tutte ítalska 3 37
1964 Gigliola Cinquetti Non ho l'età ítalska 1 49
1965 Bobby Solo Se piangi, se ridi ítalska 5 15
1966 Domenico Modugno Dio, come ti amo ítalska 17 0
1967 Claudio Villa Non andare più lontano ítalska 11 4
1968 Sergio Endrigo Marianne ítalska 10 7
1969 Iva Zanicchi Due grosse lacrime bianche ítalska 13 5
1970 Gianni Morandi Occhi di ragazza ítalska 8 5
1971 Massimo Ranieri L'amore è un attimo ítalska 5 91
1972 Nicola di Bari I giorni dell'arcobaleno ítalska 6 92
1973 Massimo Ranieri Chi sarà con te ítalska 13 74
1974 Gigliola Cinquetti ítalska 2 18
1975 Wess & Dori Ghezzi Era ítalska 3 115
1976 Al Bano & Romina Power We'll Live It All Again enska, ítalska 7 69
1977 Mia Martini Libera ítalska 13 33
1978 Ricchi e Poveri Questo amore ítalska 12 53
1979 Matia Bazar Raggio di luna ítalska 15 27
1980 Alan Sorrenti Non so che darei ítalska 6 87
1983 Riccardo Fogli Per Lucia ítalska 11 41
1984 Alice & Battiato I treni di Tozeur ítalska 5 70
1985 Al Bano & Romina Power Magic Oh Magic ítalska, enska 7 78
1987 Umberto Tozzi & Raf Gente di mare ítalska 3 103
1988 Luca Barbarossa Vivo (Ti scrivo) ítalska 12 52
1989 Anna Oxa & Fausto Leali Avrei voluto ítalska 9 56
1990 Toto Cutugno Insieme: 1992 ítalska 1 149
1991 Peppino di Capri Comme è ddoce 'o mare napólíska 7 89
1992 Mia Martini Rapsodia ítalska 4 111
1993 Enrico Ruggeri Sole d'Europa ítalska 12 45 Kvalifikacija za Millstreet
1997 Jalisse Fiumi di parole ítalska 4 114 Engin undankeppni
2011 Raphael Gualazzi Madness of Love ítalska, enska 2 189 Meðlimur Stóru 5
2012 Nina Zilli L'amore è femmina (Out of Love) enska, ítalska 9 101
2013 Marco Mengoni L'essenziale ítalska 7 126
2014 Emma La mia città ítalska 21 33
2015 Il Volo Grande amore ítalska 3 292
2016 Francesca Michielin No Degree of Separation ítalska, enska 16 124
2017 Francesco Gabbani Occidentali's Karma ítalska 6 334
2018 Ermal Meta & Fabrizio Moro Non mi avete fatto niente ítalska 5 308
2019 Mahmood Soldi ítalska [b] 2 472
2020 Diodato Fai rumore ítalska Keppni aflýst [c]
2021 Måneskin Zitti e buoni ítalska 1 524 Meðlimur Stóru 5
2022 [1] Mahmood & Blanco [2] Brividi ítalska Væntanlegt Meðlimur Stóru 5 og sigurvegari 2021
2023 Marco Mengoni
  1. 1,0 1,1 Niðurstöðurnar fyrir fyrstu keppnina árið 1956 eru ekki vitaðar, aðeins var sigurvegarinn kynntur. Opinbera Eurovision síðan setur fram að öll hin lögin hafi endað í öðru sæti.
  2. Inniheldur frasa á arabísku.
  3. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Heimildir

breyta
  1. „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.
  2. „Confirmed! Mahmood & Blanco will represent Italy at Eurovision 2022“. wiwibloggs (bandarísk enska). 6. febrúar 2022. Sótt 6. febrúar 2022.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.