Grammy-verðlaunin

Bandarísk verðlaun veitt fyrir árangur í tónlist

Grammy-verðlaunin (stílað sem GRAMMY, upphaflega Gramophone Award) eru bandarísk verðlaun frá The Recording Academy sem veitt eru framúrskarandi tónlistarmönnum. Verðlaunin eru samsvarandi Emmy-verðlaununum fyrir sjónvarpsefni og Óskarsverðlaununum fyrir kvikmyndir.

Grammy Awards
Veitt fyrirFramúrskarandi árangur í tónlistariðnaðinum
LandBandaríkin
UmsjónThe Recording Academy
Fyrst veitt4. maí 1959; fyrir 65 árum (1959-05-04) (sem Gramophone Award)
Vefsíðagrammy.com
Sjónvarps eða útvarpsumfjöllun
Keðja
  • NBC (1959–1970)
  • ABC (1971–1972)
  • CBS (1973–núverandi)

Verðlaunin eru ásamt Billboard Music-verðlaununum, American Music-verðlaununum og Rock and Roll Hall of Fame, fremstu tónlistarverðlaun Bandaríkjanna. Fyrsta Grammy-verðlaunahátíðin var haldin 4. maí 1959. Verðlaunin eru veitt fyrir tímabilið 1. október til 30. september.

Flokkar

breyta

Helstu verðlaunaflokkarnir (The General Field) eru fjórir í heildina og eru ekki tengdir neinum tónlistarstefnum:

  • Breiðskífa ársins (Album of the Year)
  • Smáskífa ársins (Record of the Year)
  • Lag ársins (Song of the Year)
  • Nýliði ársins (Best New Artist)

Íslenskir Grammy-verðlaunahafar

breyta

Eftirfarandi eru Íslendingar sem hafa hlotið Grammy-verðlaun eða verið hluti af verki sem gerði slíkt.

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.