Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1958
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1958 var þriðja söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin var haldin í Hilversum í Hollandi í kjölfar þess að landið vann keppnina 1957 og þar með skapaðist sú hefð að sigurlönd keppninnar héldu keppnina ári seinna. Viðburðurinn var haldinn miðvikudaginn 12. mars 1958 í AVRO Studios. Sigurvegari keppninnar var Frakkland með lagið „Dors, mon amour“ sem flutt var af André Claveau og samið af Pierre Delanoë og Hubert Giraud.
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1958 | |
---|---|
Dagsetningar | |
Úrslit | 12. mars 1958 |
Umsjón | |
Staður | Hilversum, Holland |
Kynnar | Hannie Lips |
Sjónvarpsstöð | NTS |
Vefsíða | eurovision |
Þátttakendur | |
Fjöldi þátttakenda | 10 |
Frumraun landa | Svíþjóð |
Taka ekki þátt | Bretland |
Alls tóku tíu lönd þátt. Frakkland vann í fyrsta sinn og Svíþjóð tók þátt í fyrsta skiptið. Upphaflega átti Bretland að fá að halda keppnina en vegna ósættis tók breska ríkisútvarpið, BBC, umsókn sína til baka og tók ekki þátt í keppninni þetta árið. Söngvakeppnin 1956 og 1958 eiga það sameiginlegt að vera einu söngvakeppnirnar í sögu hennar sem ekki heyrðist lag sungið á ensku. Eins og ári áður flutti hvert land aðeins eitt lag og það hefur verið gert allar götur síðan.
Staðsetning
breytaHilversum er sveitarfélag og bær í Norður-Hollandi og er þekkt sem höfuðborg fjölmiðla í Holland. Hilversum hafði verið miðstöð útsendinga og útvarps síðan á þriðja áratugnum þegar hollenska útvarpsfyrirtækið Nederlandse Seintoestellen Fabriek settist þar að. Flest önnur fjölmiðlafyrirtæki í Hollandi fluttu starfsemi sína til Hilversum í kjölfarið. Enn í dag er Hilversum mikil fjölmiðlamiðstöð.
Fyrirkomulag
breytaKeppnin 1957 var haldin í einum sal AVRO stúdíósins. Salurinn var með lítið svið fyrir flytjendurna til að standa á og eins gátu snúru fyrir hljóðnema og annað þess háttar verið falið undir sviðinu. Mikið var lagt í að hafa bakgrunn sviðsins fallegan. Hljómsveitin var staðsett beint fyrir framan mitt sviðið.
Dómnefndir hvers lands fyrir sig voru staðsettar í hver í sínu landi og hlustuðu á viðburðinn. Þegar öll lög höfðu verið flutt tilkynntu dómnefndirnar stigin sín í gegnum síma í öfugri röð, frá laginu sem flutt hafði verið síðast og til þess sem hafði verið flutt fyrst. Flutningur ítalska lagsins heyrðist ekki nægilega vel í mörgum löndum og fékk því Domenico Modugno, ítalski flytjandi, að flytja lagið aftur.
Keppnin 1958 var í fyrsta sinn sem lag gestgjafanna lenti í neðsta sæti, næst gerðist það árið 2015. Eins var þetta í fyrsta skiptið sem fleiri en eitt lag lentu í neðsta sæti. Intvervalatriði keppninnar var tónlist flutt af Metropole Orkest undir stjórn hljómsveitarstjórans Dolf van der Linden.
Þátttakendur
breytaSvíþjóð þreytti frumraun sína í keppninni árið 1958 og Bretland ákvað að draga sig úr keppninni eftir nokkrar deilur.
Eftir keppnina varð ítalska framlagið „Nel blu dipinto di blu“, einnig þekkt sem „Volare“ , flutt af Domenico Modugno frægt um allan heim. Á fyrstu Grammy-verðlaunahátíðinni, sem haldin var 4. maí 1959 í Hollywood, hlaut „Nel blu dipinto di blu“ tvö verðlaun, ein fyrir plötu ársins og önnur fyrir lag ársins. Lagið er eina lagið sem ekki er sundið á ensku sem hefur hlotið þessi verðlaun og er einnig eina lagið úr söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að gera það. Eins komst lagið í 1. sæti á vinsældalistanum US-American Billboard Charts, sem gerir lagið að einu farsælasta eurovisionlagi allra tíma. Lagið var kosið næst besta lag söngvakeppninnar í 50 ára afmælishátíðarþættinum „Congratulations“ árið 2005.
Fjórir fyrrum þátttakendur tóku þátt í keppninni 1958. Það voru Fud Leclerc, sem hafði áður tekið þátt fyrir Belgíu árið 1956, Margot Hielscher fyrir Þýskaland, hún tók áður þátt árið 1957, Corry Brokken, sem tók þátt í þriðja skiptið í röð fyrir hönd Hollands og Lys Assia, sem sigraði keppnina árið 1956 og keppti aftur árið 1957.
Hljómsveitarstjórar
breytaÍtalía - Alberto Semprini
Holland - Dolf van der Linden
Frakkland - Franck Pourcel
Lúxemborg - Dolf van der Linden
Svíþjóð - Dolf van der Linden
Danmörk - Kai Mortensen
Belgía - Dolf van der Linden
Þýskaland - Dolf van der Linden
Austurríki - Willy Fantl
Sviss - Paul Burkhard
Úrslit
breytaLand | Lag | Flytjandi | Tungumál | Sæti | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Ítalía | Nel blu dipinto di blu | Domenico Modugno | Ítalska | 3 | 13 |
2 | Holland | Heel de wereld | Corry Brokken | Hollenska | 9 | 1 |
3 | Frakkland | Dors, mon amour | André Claveau | Franska | 1 | 27 |
4 | Lúxemborg | Un grand amour | Solange Berry | Franska | 9 | 1 |
5 | Svíþjóð | Lilla stjärna | Alice Babs | Sænska | 4 | 10 |
6 | Danmörk | Jeg rev et blad ud af min dagbog | Raquel Rastenni | Danska | 8 | 3 |
7 | Belgía | Ma petite chatte | Fud Leclerc | Franska | 5 | 8 |
8 | Þýskaland | Für zwei Groschen Musik | Margot Hielscher | Þýska | 7 | 5 |
9 | Austuríki | Die ganze Welt braucht Liebe | Liane Augustin | Þýska | 5 | 8 |
10 | Sviss | Giorgio | Lys Assia | Þýska, Ítalska | 2 | 24 |