Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1958

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1958 var þriðja söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin var haldin í Hilversum í Hollandi í kjölfar þess að landið vann keppnina 1957 og þar með skapaðist sú hefð að sigurlönd keppninnar héldu keppnina ári seinna. Viðburðurinn var haldinn miðvikudaginn 12. mars 1958 í AVRO Studios. Sigurvegari keppninnar var Frakkland með lagið „Dors, mon amour“ sem flutt var af André Claveau og samið af Pierre Delanoë og Hubert Giraud.

Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva 1958
Dagsetningar
Úrslit12. mars 1958
Umsjón
StaðurHilversum, Holland
KynnarHannie Lips
SjónvarpsstöðFáni Hollands NTS
Vefsíðaeurovision.tv/event/hilversum-1958 Breyta á Wikidata
Þátttakendur
Fjöldi þátttakenda10
Frumraun landaFáni Svíþjóðar Svíþjóð
Taka ekki þáttFáni Bretlands Bretland
Þátttakendur á korti
  •   Lönd sem taka þátt
1957 ← Eurovision → 1959

Alls tóku tíu lönd þátt. Frakkland vann í fyrsta sinn og Svíþjóð tók þátt í fyrsta skiptið. Upphaflega átti Bretland að fá að halda keppnina en vegna ósættis tók breska ríkisútvarpið, BBC, umsókn sína til baka og tók ekki þátt í keppninni þetta árið. Söngvakeppnin 1956 og 1958 eiga það sameiginlegt að vera einu söngvakeppnirnar í sögu hennar sem ekki heyrðist lag sungið á ensku. Eins og ári áður flutti hvert land aðeins eitt lag og það hefur verið gert allar götur síðan.

Staðsetning breyta

Hilversum er sveitarfélag og bær í Norður-Hollandi og er þekkt sem höfuðborg fjölmiðla í Holland. Hilversum hafði verið miðstöð útsendinga og útvarps síðan á þriðja áratugnum þegar hollenska útvarpsfyrirtækið Nederlandse Seintoestellen Fabriek settist þar að. Flest önnur fjölmiðlafyrirtæki í Hollandi fluttu starfsemi sína til Hilversum í kjölfarið. Enn í dag er Hilversum mikil fjölmiðlamiðstöð.

Fyrirkomulag breyta

Keppnin 1957 var haldin í einum sal AVRO stúdíósins. Salurinn var með lítið svið fyrir flytjendurna til að standa á og eins gátu snúru fyrir hljóðnema og annað þess háttar verið falið undir sviðinu. Mikið var lagt í að hafa bakgrunn sviðsins fallegan. Hljómsveitin var staðsett beint fyrir framan mitt sviðið.

Dómnefndir hvers lands fyrir sig voru staðsettar í hver í sínu landi og hlustuðu á viðburðinn. Þegar öll lög höfðu verið flutt tilkynntu dómnefndirnar stigin sín í gegnum síma í öfugri röð, frá laginu sem flutt hafði verið síðast og til þess sem hafði verið flutt fyrst. Flutningur ítalska lagsins heyrðist ekki nægilega vel í mörgum löndum og fékk því Domenico Modugno, ítalski flytjandi, að flytja lagið aftur.

Keppnin 1958 var í fyrsta sinn sem lag gestgjafanna lenti í neðsta sæti, næst gerðist það árið 2015. Eins var þetta í fyrsta skiptið sem fleiri en eitt lag lentu í neðsta sæti. Intvervalatriði keppninnar var tónlist flutt af Metropole Orkest undir stjórn hljómsveitarstjórans Dolf van der Linden.

Þátttakendur breyta

 
Domenico Modugno syngur með tilþrifum.

Svíþjóð þreytti frumraun sína í keppninni árið 1958 og Bretland ákvað að draga sig úr keppninni eftir nokkrar deilur.

Eftir keppnina varð ítalska framlagið „Nel blu dipinto di blu“, einnig þekkt sem „Volare“ , flutt af Domenico Modugno frægt um allan heim. Á fyrstu Grammy-verðlaunahátíðinni, sem haldin var 4. maí 1959 í Hollywood, hlaut „Nel blu dipinto di blu“ tvö verðlaun, ein fyrir plötu ársins og önnur fyrir lag ársins. Lagið er eina lagið sem ekki er sundið á ensku sem hefur hlotið þessi verðlaun og er einnig eina lagið úr söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að gera það. Eins komst lagið í 1. sæti á vinsældalistanum US-American Billboard Charts, sem gerir lagið að einu farsælasta eurovisionlagi allra tíma. Lagið var kosið næst besta lag söngvakeppninnar í 50 ára afmælishátíðarþættinum „Congratulations“ árið 2005.

Fjórir fyrrum þátttakendur tóku þátt í keppninni 1958. Það voru Fud Leclerc, sem hafði áður tekið þátt fyrir Belgíu árið 1956, Margot Hielscher fyrir Þýskaland, hún tók áður þátt árið 1957, Corry Brokken, sem tók þátt í þriðja skiptið í röð fyrir hönd Hollands og Lys Assia, sem sigraði keppnina árið 1956 og keppti aftur árið 1957.

Hljómsveitarstjórar breyta

  Ítalía - Alberto Semprini

  Holland - Dolf van der Linden

  Frakkland - Franck Pourcel

  Lúxemborg - Dolf van der Linden

  Svíþjóð - Dolf van der Linden

  Danmörk - Kai Mortensen

  Belgía - Dolf van der Linden

  Þýskaland - Dolf van der Linden

  Austurríki - Willy Fantl

  Sviss - Paul Burkhard

Úrslit breyta

Land Lag Flytjandi Tungumál Sæti Stig
1   Ítalía Nel blu dipinto di blu Domenico Modugno Ítalska 3 13
2   Holland Heel de wereld Corry Brokken Hollenska 9 1
3   Frakkland Dors, mon amour André Claveau Franska 1 27
4   Lúxemborg Un grand amour Solange Berry Franska 9 1
5   Svíþjóð Lilla stjärna Alice Babs Sænska 4 10
6   Danmörk Jeg rev et blad ud af min dagbog Raquel Rastenni Danska 8 3
7   Belgía Ma petite chatte Fud Leclerc Franska 5 8
8   Þýskaland Für zwei Groschen Musik Margot Hielscher Þýska 7 5
9   Austuríki Die ganze Welt braucht Liebe Liane Augustin Þýska 5 8
10   Sviss Giorgio Lys Assia Þýska, Ítalska 2 24