Wikipedia:Listi úrvalsgreina sem birst hafa á forsíðu


Hér er listi yfir þær úrvalsgreinar sem hafa birst á forsíðu, því var hætt með nýrri hönnun forsíðunnar 20. febrúar 2005.

Núverandi forsíðugrein

breyta

Eldri úrvalsgreinar

breyta
 
Skjaldarmerki íslenska lýðveldisins

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er æðstu lög Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að hlíta. Núverandi stjórnarskrá var samþykkt sem lög nr. 33/1944 af Alþingi við lýðveldisstofnunina á Þingvöllum, 17. júní 1944. Stjórnarskráin er í 80 greinum í 7 köflum og í henni er stjórnskipan landsins ákveðin og ýmis grundvallarréttindi borgaranna vernduð.

Snemma árs 1944 samþykkti Alþingi að segja Ísland úr sambandi við Danmörku og samþykkti nýja stjórnarskrá auk þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tveggja. Í maí sama ár var gengið til kosninga og var kjörsókn 98%. 97% greiddu atkvæði með sambandsslitum og 95% samþykktu lýðveldisstjórnarskrána. Þann 17. júní 1944 kom Alþingi svo saman á Þingvöllum þar sem lýst var yfir gildistöku stjórnarskrárinnar og stofnun lýðveldis.

Frá gildistöku stjórnarskrárinnar hefur henni verið breytt alls 7 sinnum, oftast vegna breytinga á kjördæmaskipan og skilyrðum kosningaréttar. Árið 1991 var skipulagi Alþingis breytt þannig að það starfar nú í einni deild en ekki tveimur eins og áður var. Umfangsmestu breytingarnar voru gerðar árið 1995 þegar mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður.

 
Ósýnilegi Bleiki Einhyrningurinn

Ósýnilegi Bleiki Einhyrningurinn er gyðja í formi einhyrnings sem bæði er ósýnileg og bleik. Elstu gögn um goð þetta er hægt að rekja aftur til alt.atheism fréttahópsins á Usenet.

Trúaðir segja að líkt og í öðrum trúarbrögðum sé trúin á Ósýnilega bleika einhyrninginn byggð á vísindum og trú. Vísindum þar sem „hún hljóti að vera ósýnileg, þar sem við sjáum hana ekki“ og trú þar sem „við vitum í hjarta okkar að Ósýnilegi bleiki einhyrningurinn er til“. Þessum rökum er ætlað að vera skopstæling á guðfræðilegum rökum sem liggja að baki margra annarra trúarbragða.

Hugmyndin um bleika einhyrninginn gerir einnig at í mótsögnum innan ýmissa trúarbragða. Ekkert getur bæði verið ósýnilegt og haft ákveðinn lit á sama tíma, og má bera það saman við hugmyndir um alvitran eða almáttugan guð, hugmyndir sem hafa verið gagnrýndar fyrir að vera í mótsögn við sjálfar sig. Auk þess hafa gagnrýnendur trúarbragða leitað uppi og fundið kafla í Biblíunni eða Kóraninum sem þeir telja vera í mótsögn við aðra kafla í sömu ritum.


Frumvarp í lagalegum skilning er skjal sem inniheldur tillögur að breytingum á lögum og er borið upp á löggjafarþingi. Frumvörp geta snúist um það að breyta einu orði í ákveðnum lögum upp í að breyta heilum lagaköflum (ef frumvarpið er svokallaður bandormur) eða að setja ný lög frá grunni og/eða að fella út áður samþykkt lög.

Frumvarp er stjórnarfrumvarp ef að ráðherra sem málið heyrir undir flytur það, annars er það þingmannafrumvarp. Einstaka sinnum er frumvarp flutt af þingnefnd.

Allir þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands mega flytja lagafrumvarp og er þetta tryggt með 25. og 38. grein stjórnarskrárinnar.

Við umræður má flutningsmaður ekki taka til máls oftar en þrisvar sinnum en aðrir ekki oftar en tvisvar. Engar skorður eru á því hversu oft Ráðherra sem málið fellur undir má taka til máls.


Mannsheilinn, encephalon, ásamt mænu myndar miðtaugakerfið. Hann er gerður úr ótal mörgum taugaþráðum. Heilinn vegur um 1.4 kg (um 2% af líkamasþunga) og þrátt fyrir litla þyngd tekur hann til sín um 20% af blóðinu sem hjartað dælir frá sér (á mínútu) og um 20% af súrefninu sem líkaminn notar. Skortur á súrefni í heila getur valdið varanlegum frumudauða, sem getur orsakað einhverskonar vanhæfni einstaklingsins, en það er mjög misjafnt á milli einstaklinga og er fátt algilt í þessum efnum. Miðað er við að manneskja geti verið súrefnislaus í þrjár til fjórar mínútur án þess að hljóta af varanlegan heilaskaða.