Wikipedia:Samþykktar tillögur að úrvalsgreinum


Hér er að finna skrá yfir tillögur og meðfylgjandi umræður að úrvalsgreinum sem hafa verið afgreiddar.

Ein lengsta og ítarlegasta greinin sem við höfum hér, það eina sem kannski vantar er mynd af kallinum. --Bjarki Sigursveinsson 02:11, 2 feb 2005 (UTC)

Sammála; Ef að mynd finnst er þessi grein frábær! --Smári McCarthy 09:36, 23 feb 2005 (UTC)
Mót: Inngangur segir frá og með annari setningu eingöngu frá Íslandsdvöl hans en ætti í stað þess að gefa almennt yfirlit yfir ævi mannsins. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:26, 23 feb 2005 (UTC)
Skrifaði nýjan inngang og lagaði það sem Ævar réttilega fann að. Með þessari breytingu er greinin öll eftir mig og ég get ekki dregið dul á það að ég er þónokkuð ánægður með hana. --Moi 22:01, 25 feb 2005 (UTC)
Þetta er löngu komið! --Bjarki Sigursveinsson 01:23, 27 feb 2005 (UTC)

Þessi grein sem að Akigka hefur verið að vinna að er vel skrifuð og ítarleg og ég held að það megi alveg flokka þetta sem úrvalsgrein, hvað segið þið? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:46, 19 feb 2005 (UTC)

Samþykkt, engin spurning! --Bjarki Sigursveinsson 19:07, 19 feb 2005 (UTC)
Samþykkt, góð grein. --Moi 23:57, 19 feb 2005 (UTC)

Þýtt af ensku. Löng og ítarleg og gerir efni sínu góð skil að mér finnst. --Bjarki Sigursveinsson 17:51, 15 okt 2004 (UTC)

Sammála, en er ekki sniðugt að reyna kaflaskipta henni kannski og laga myndirnar fyrst? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:54, 15 okt 2004 (UTC)
Sammála. (Hvað er að myndunum? Gagnrýni á að vera rökstudd.) --Moi 00:10, 16 okt 2004 (UTC)
Ég var að tala um að nota wikiformið -> [[image:mynd.jpg|frame|lýsing]]. Kemur svona smekklegur rammi utan um myndina. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 00:13, 16 okt 2004 (UTC)
Það er vissulega eylítið fegurra en því fylgir reyndar að myndirnir þurfa að vera hýstar á íslensku wikipedia. Myndirnar sem eru núna í greininni eru hinsvegar vistaðar á hinni ensku, ég held að fegurðaraukinn í þessu tilviki af því af hafa gráa ramman sé ekki þess virði að hlaða myndunum inn á íslensku wikipedia líka. --Bjarki Sigursveinsson 00:26, 16 okt 2004 (UTC)

Ágætis grein sem ég var í því að þýða og bæta efni við þannig hún er nú mun betri en enska útgáfan , það sem ég skrifaði var hlutinn um sögu matarprjónanna auk þess að bæta innganginn og margt annað. Ég er eðlilega ekki hlutlaust í að tilnefna þessa grein en mér finnst hún ein af betri greinunum hér. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10:01, 4 sep 2004 (UTC)

Sammála, löng og ítarleg grein, vissulega með þeim bestu á Wikipedia í dag. --Bjarki Sigursveinsson 18:15, 4 sep 2004 (UTC)
Sammála. Nokkuð nákvæm grein, sérstaklega fyrir þá sem vilja vita mikið um matarprjóna. - Svavar L 23:07, 4 sep 2004 (UTC)
Spurning reyndar að bíða aðeins með þetta þangað til maður nennir að skrifa aðeins meira um þetta. T.d. um japanskar siðareglur, af hverju þetta er stundum kallað ??? og ??? á veitingarhúsum, af hverju  ????? hljómar fáránlega í daglegu tali og meira um uppruna þeirra og sögu. Auk þess er þvílíkt um að fólk safni þessu og um listræna matarprjóna en ekkert um það í greininni (enn). Svona er að vera brjálaður fullkomnundarsinni. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:43, 5 sep 2004 (UTC)
Sammála. Greinin er góð, en eins og Ævar ræðir hér að ofan er vissulega hægt að bæta hana enn. Eitt vil ég þá nefna og það eru myndirnar, sem sýna prjónana í vinstri hendi, alveg öfugt við það sem lýst er í greininni. Þetta finnst mér að þurfi að laga, án þess þó að það sé svo stórvægilegt að ég leggist gegn greininni af þessum sökum. --Moi 23:07, 7 sep 2004 (UTC)
Reyndar ekki það stórt mál, en hef nefnt þetta á enska spjallinu og það vonandi snýr henni einhver við, ef ekki getum við gert það sjálfir. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:06, 8 sep 2004 (UTC)

Ein lengsta og vandaðasta grein íslensku Wikipedia, Moi stakk upp á því að hún yrði gerð að valinni grein fyrir mörgum vikum og kominn er tími til að setja þetta á hreyfingu. Tillaga að forsíðutexta sem fylgir þessari grein er á Snið:Valin grein/tillaga og væri æskilegt að sem flestir fari yfir hann og breyti eftir þörfum. --Bjarki Sigursveinsson 13:27, 23 ágú 2004 (UTC)

Sammála. Greinin er hnitmiðuð, greinargott yfirlit um efnið og málfar er orðið gott, þó að alltaf megi gera enn betur. Hef samt enga tillögu um breytingu að svo komnu. --Moi 16:30, 23 ágú 2004 (UTC)
Eina sem vantar er í raun mynd, þar sem gott er að koma upp þeim staðli sem fyrst að valdar greinar séu með þannig, á þá að nota skjaldamerkið eins og gert er þarna? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:40, 23 ágú 2004 (UTC)
Rétt hjá Ævari, mynd væri til bóta, skjaldarmerkið og/eða fáninn? (Þetta þýðir þó ekki að ég sé að gerast andhverfur greininni!) --213.190.107.34 18:51, 23 ágú 2004 (UTC) = --Moi 18:54, 23 ágú 2004 (UTC)
Aha, mér finnst það eðlilegt að öllum greinum sem birtar eru á forsíðu sem úrvalsgreinar fylgi mynd. Í tilviki stjórnarskrárinnar er þetta dálítið erfitt enda ekkert mjög myndrænt viðfangsefni. Ég gæti svosem tekið mynd af útprentuðu eintaki hennar sem ég á liggjandi hérna einhversstaðar en það væri samt mun fallegra og jafn viðeigandi að nota bara eitthvert almennt tákn fyrir íslenska lýðveldið, skjaldarmerkið eða fáninn eru tilvalin til þess. Greinin sjálf spjarar sig samt alveg ágætlega án mynda finnst mér þó að sjálfsagt sé að láta mynd fylgja forsíðuútdrættinum. --Bjarki Sigursveinsson 18:58, 23 ágú 2004 (UTC)
Eða bara að falsa eitthvað eins og ég gerði fyrir Frumvarpsgreinina, notaði en:Mynd:PeelReport291.png sem er eitthvað um arabíska innflytjendur.
En já, sérstaklega erfitt er að finna mynd handa grein þessari, en gott er að hafa eitthvað, þá annað hvort skjaldamerkið eða mynd af eintakinu, ekki vill svo til að það sé til eitthvað innrammað eintak einhverstaðar? Ekki að einhver sé líklegur til að nenna að fara að taka mynd af því. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 21:26, 23 ágú 2004 (UTC)

Nokkuð ítarleg lýsing á þessari stofnun, kannski má segja eitthvað meira en þetta er þó ein af betri greinunum að mínu mati. --Bjarki Sigursveinsson 02:11, 2 feb 2005 (UTC)

Athugasemdir mínar af m.a. irkrásinni um það sem betur má fara í þessari grein:
 • ekkert á ma greininni um það að hausönn stendur fram í janúar, sem er einstakt.
 • ekkert sem útskýrir þessa latínuphiliu þeirra.
 • ekkert um beinið fræga, mynd af því og hvernig tilvist þess á skrifstofu skólastjóra er orsök orðatiltækis í íslensku.
 • tæknilegar upplýsingar eins og hvað hver bygging er á mörgum hæðum, hvað stofur í þeim hýsa marga, hvað þetta eru margir fermetrar allt saman.
 • Kúltúr almennt, eins og emma í berjamó lagið, hesta jóa, busun o.fl.
 • Áhrif nýlegrar stjórnarskiptingar á skólalífið, meira um tímabil skólans.
Annars er þetta mjög flott grein, aðallega þökk Bjarka, en mér finnst þurfa aðeins meira í úrvalsgrein, meðal annars að gera því sem ég hér skrifaði fyrir ofan skil. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:32, 9 feb 2005 (UTC)
Sammála; endilega að laga athugasemdirnar samt. --Smári McCarthy 09:36, 23 feb 2005 (UTC)
Þetta eru góðar og gildar athugasemdir hjá Ævari og ég hyggst bregðast við þeim, þangað til það verður skulum við bara segja að þessi tilnefning sé sett á salt. --Bjarki Sigursveinsson 01:13, 27 feb 2005 (UTC)

Þessi grein er orðin mjög góð að mínu mati. Hún gerir umfjöllunarefni sínu góð skil og er að mér finnst alveg tæmandi. Greinin vísar með skýrum hætti til heimilda og fjallar um efni sem Íslendingar ættu allir að vera nákunnugir, en eru ekki. Góðir tenglar í ítarefni. --Moi 00:48, 27 feb 2005 (UTC)

Samþykkt, ítarlegt kvikyndi. Ævar á skilið sérstak hrós fyrir að redda myndunum og fyrir að leggja gríðar mikið í þessa grein, það sama á við um Moi. --Bjarki Sigursveinsson 01:10, 27 feb 2005 (UTC)
 • Mótmæli:
  • Saga lofsöngsins þarf að vera mun nákvæmari, það sem er þarna núna er mjög lítið, t.d. er ekkert um þær aðstæður sem Matthías bjó við í London 84.
  • Þessi myndaundirfyrrisögn er allt of stór, færa mest af henni í söguhlutann.
  • Lagalega staða: ábótavant, hver er t.d. höfundaréttarstaða söngsins og hvaða máli skiptir hún þegar ríkið hefur sett lög um að það fari með stjórn hans, hver staða hans erlendis?
  • Heimildaskrá: vantar meira þarna, færa eitthvað úr tenglunum.
  • Ég er sem stendur að vinna í ofangreindu. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 14:32, 27 feb 2005 (UTC)
Ósköp er ég lítið sammála Ævari um þetta allt. Auðvitað er honum frjálst að halda áfram að vinna að þessu eins og honum sýnist, en greinin er samt orðin góð. Hvað varðar „...aðstæður sem Matthías bjó við í London 84“, þá koma þær þjóðsöngnum bara akkúrat ekkert við. Of stór myndaundirfyrirsögn? Það er nú bara smekksatriði. Lagaleg staða er ljós, ríkisvaldið eignaði sér höfundarréttinn og fer með hann síðan 1983. Sú staða hlýtur að gilda alls staðar, líka erlendis. Mér finnst heldur ekkert vanta á heimildaskrá. En eins og ég segi, Ævar ræður þessu að sjálfsögðu. --Moi 16:00, 27 feb 2005 (UTC)
 • Svo er líka misræmi í heimildum sem er kannski alvarlegast, og skortur á grunnheimildum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:56, 5 mar 2005 (UTC)

Loksins komin grein um japanskan listamann! --Unnur

 • er þessi grein ekki búin að vera hér í viku án mótmæla? Unnur 17. mars 2005

Ég er vitanlega ekki hlutlaus, þar sem ég er að þýða greinina úr ensku og bæta inn í hana íslensku efni, en ég held hins vegar að þessi grein eigi alveg heima í úrvalsgreinunum. Miðað við listann Langar síður, sem hefur reyndar ekki verið uppfærður í einhvern tíma, er þetta tíunda lengsta greinin. Þó á töluvert eftir að bætast við hana af texta, og enn engar myndir komnar inn. --Gunnar Freyr Steinsson 14:33, 6 apr 2005

Hlyntur, um leið og myndskreyting hefur átt sér stað. Þessi grein er fremur vel unnin og á vel heima í flokki úrvalsgreina - sérstaklega fyrir þær sakir að þetta er fyrsta alvöru greinin okkar um Íþróttir, sem er frekar víðfemt, margslungið og athyglisvert svið, þó svo að ég sé ekki mikið gefinn fyrir það sjálfur. --Smári McCarthy 14:47, 6. apríl 2005 (UTC)
Reyndar vantar mjög svo að wikify-a greinina, og brjóta hana betur upp. --Smári McCarthy 20:13, 6. apríl 2005 (UTC)
Hvernig wikify-a ég hana betur? Þú talar um að brjóta hana betur upp, en hún er faktíst eins brotin upp og enska útgáfan. --GFS 20:28, 6. apríl 2005 (UTC)
Þegar talað er um að wikify-a, þá er átt við að tenglaprýða; eða sumsé, alsetja allt tenglum (þó samkvæmt stöðlunum :)).. það vantar að vísa í margt þarna. Annars er þessi grein að verða fínni og fínni. --Smári McCarthy 20:31, 6. apríl 2005 (UTC)
Bæði og. Greinin er nú ekki alveg tilbúin. Það má alveg setja fleiri linka í hana, svo máttu alveg taka fram höfundarréttinn á þeim myndum sem þú setur inn og nota Commons-myndir. Um leið og það verður komið í lag verð ég örugglega sáttur. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 19:11, 6. apríl 2005 (UTC)
Móti: Margt að þessari grein að mínu mati
 • Hún er alveg voðalega hlutdregin Íslandi, ég sé ekki að það skipti einhverju voðalegu máli t.d. fyrir þessa íþrótt og sögu hennar hvenær KKÍ var stofnað, hvað þá að hafa þessa grein alla um það inni í þessari grein.
 • Engin mynd af körfuknattleiksvelli (sem ætti að vera með upplýsingum um lengd hans, hlutfalls á milli einstaka hluta o.s.f.)
 • Sárvantar tengla allstaðar í hana, fjölmörg hugtök o.fl. sem mætti útskýra í undirgreinum.
 • Vantar heimildaskrá.
Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:36, 6. apríl 2005 (UTC)
OK, fullt af góðum ábendingum. Kippi því í liðinn. Ég tók myndirnar sjálfur á síðasta ári og uploadaði þær á Commons. Fattaði bara ekki að skrá viðeigandi upplýsingar um myndirnar, eða að setja þær í Basketball myndasafnið. --GFS 19:57, 6. apríl 2005 (UTC)
 • Glæsileg grein, ég er hlynntur því að gera hana að úrvalsgrein. --Bjarki Sigursveinsson 14:38, 18. apríl 2005 (UTC)
Ég er hlynntur því að gera þessa grein að úrvalsgrein, hún er mjög ítarleg en samt þægilega upp sett (ólíkt því sem mér finnst oft verða um ítarlegar greinar). Það eina sem ég hef út á hana að setja er að ég vildi fá fleiri myndir, en það er ekkert stórt atriði, bara gerir textann oftast þægilegri í lesningu. --Sterio 15:32, 18. apríl 2005 (UTC)
 • Hlyntur - Þessi grein er orðin mun betri en hún var þegar ég greiddi atkvæði seinast. Raunar mögnuð ef eitthvað er. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 20:13, 18. apríl 2005 (UTC)

Ég efast um að það sé neitt voðalega vinsælt að menn séu að stinga upp á sínum eigin greinum sem úrvalsgreinum en ég lít einnig á þessa síðu sem vettvang fyrir gagnrýni og umræður um það hvernig bæta má greinar.

Ég skrifaði grein um japanska teiknimyndaþætti (anime) og myndasögur (manga) sem heita Azumanga Daioh og reikna með því að nota hana sem fyrirmynd annarra greina um svipað efni, þ.e.a.s. japanskar teiknimyndir en í henni er ekki farið djúpt í neinn söguþráð þar sem hann er nánast enginn heldur er aðallega fjallað um hverja persónu fyrir sig. Svo má þess geta að hún er ein lengsta og ítarlegasta greinin um Azumanga Daioh á Wikipedia og mér sýnist japanska Wikipedia [1] vera sú eina sem er með ítarlegri grein. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 19:40, 18. apríl 2005 (UTC)

Núna er þessi umsókn búin að liggja fyrir í viku. -Er þá eitthvað því til fyrirstöðu að merkja hana sem úrvalsgrein? :) --Stefán Vignir Skarphéðinsson 20:05, 27. apríl 2005 (UTC)
Já þannig eru reglurnar víst. Ég er samt eiginlega ekki á því að þetta sé úrvalsgrein þó að hún sé vissulega fín... það sama á við um Hokusai sem fór einhvernveginn í gegnum þetta líka. Ég held líka að það væri ráð að setja upp sérstaka ritrýni síðu þar sem hægt að er að skrá greinar og biðja fólk um gagnrýni og tillögur um hvernig má bæta greinar en nota þennan vettvang hér fyrir síður sem eru tiltölulega tilbúnar. --Bjarki Sigursveinsson 22:28, 27. apríl 2005 (UTC)
Ég er voðalega sammála þér um að það mætti koma upp „ritrýnisíðu“ og að greinin um Hokusai sé ekkert voðalega mikið til fyrirmyndar en ég sé nú voða lítið við greinina um Azumanga sem er ekki tilbúið. Það eina sem mér sýnist sjálfum vanta þarna inn til að gera greinina fullkomlega fullkomna er skilgreining og nákvæm umfjöllun á hverri einustu bók og hverjum einasta þætti sem út hefur komið og ég sé voða litla ástæðu til að fara út í þannig hluti þar sem ég tel það vera gersamlega óþarft. Hinsvegar, ef þú gætir bent á einstaka hluti sem mættu betur fara eða leiðrétt eitthvað þá væri það mjög fínt. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 22:44, 27. apríl 2005 (UTC)
Í raun er ekkert einstakt atriði sem ég set út á, greinin gerir efni sínu góð skil og sjálfsagt er engu við hana að bæta. Í raun stendur hún alveg undir þeim staðli sem hefð hefur skapast fyrir hjá okkur hérna. Ég er ekki á móti því að gera hana að úrvalsgrein. --Bjarki Sigursveinsson 23:01, 27. apríl 2005 (UTC)
Mér finnst báðar þessar greinar ágætar miðað við það sem hér er almennt. Lágmarkskröfur um málfar og stíl er sjálfsagt að gera, en það er varla raunhæft fyrir okkur að miða við sömu kröfur og gerðar eru á enska hlutanum til að grein teljist úrvalsgrein. --Akigka 22:49, 27. apríl 2005 (UTC)

Var bara að rekast á þessa grein rétt í þessu, veit ekki hvernig hún fór framhjá mér. Ég held að ég þurfi ekkert að rökstyðja það hvers vegna hún ætti að vera úrvalsgrein, skoðið hana bara. --Bjarki Sigursveinsson 00:56, 28. apríl 2005 (UTC)

Sammála - Frábær grein sem á alveg skilið að hljóta nafnbótina úrvalsgrein. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 01:57, 28. apríl 2005 (UTC)
Hlynntur - Virkilega góð grein --Gunnar Freyr Steinsson 09:09, 28. apríl 2005 (UTC)
Sammála - Greinin er mjög fróðleg og fjallar um sögu borgarinnar á þokkalegu máli. --Moi 17:38, 28. apríl 2005 (UTC)
Sammála - Þetta er mjög góð grein, mætti kannski fjalla örlítið meira um fólkið sem í borginni býr í dag, en hún er orðin alveg frábær samt. Alveg tvímælalaust úrvalsgrein. --Sterio 03:03, 1. maí 2005 (UTC)
Ath: Er ekki samþykkt fyrir löngu að þetta sé úrvalsgrein?--Moi 09:55, 12. júní 2005 (UTC)

Þessi grein er alveg sérlega fróðleg um atvik í Íslandssögunni, sem fólk veit almennt ekkert um. Pólitíkin var ekki síðri þá en nú. Frábær grein, sem ég mæli með. --Moi 09:55, 12. júní 2005 (UTC)

Sammála. Mjög góð grein. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 19:29, 12. júní 2005 (UTC)
Sammála. Það gerist ekkert voða oft að íslenska Wikipedia segi manni eitthvað sem maður vissi ekki fyrir en það gerist hér, auk þess er greinin allt sem að Wikipedia grein ætti að vera. --Bjarki Sigursveinsson 12:02, 13. júní 2005 (UTC)
Sammála, en þetta væri samt ágætis tími til að koma með heimildarsniðin á Íslenskuna, ég veit ekkert hvað er verið að vitna í þarna, bæklinga eða bækur eða hvað.
og ==Tengt efni væri ágætis viðbót. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:51, 13. júní 2005 (UTC)

Mjög góð grein. --Bjarki Sigursveinsson 16. okt. 2005 kl. 02:08 (UTC)

Sammála --Stefán Vignir Skarphéðinsson 16. okt. 2005 kl. 15:49 (UTC)
Styð það án athugasemda. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. okt. 2005 kl. 16:02 (UTC)
Sammála --Jóna Þórunn 16. okt. 2005 kl. 17:03 (UTC)
Sammála --Akigka 16. okt. 2005 kl. 21:26 (UTC)
Sammála --Mói 22. okt. 2005 kl. 17:38 (UTC)
Sammála Þó myndi ég vilja benda á að hún er inngangurinn mætti vera aðgengilegri... --Sterio 22. okt. 2005 kl. 20:15 (UTC)
Hvernig? --Cessator 22. október 2005 kl. 21:27 (UTC)[svara]
Ég er svosem ekki viss, ef til vill myndi hann vera orðabókalegri við það, en mér finnst hann vera ansi heimspekilegur, ef svo má segja, en sannleikur er ekki hugtak sem er bara bundið við heimspeki heldur er það líka eitthvað sem við notum dagsdaglega Ekki misskilja mig samt, því ég hef heilmikinn áhuga á heimspeki, en mér finnst þetta vera á köflum heldur fræðilegt. --Sterio 23. okt. 2005 kl. 15:01 (UTC)
Ofureinföldun er líklegri til að vera röng held ég, auk þess er þetta alfræðirit. Svo er Wikipedia nokkuð þægileg af þessu leiti, ef ég les greinar á ensku t.d. og skil ekki eitthvað, þá fylgi ég bara wikitenglum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. okt. 2005 kl. 16:36 (UTC)
Enda er tekið fram að sannleikur sé einnig hversdagslegt hugtak. Aftur á móti eru allar kenningar um og útskýringar á sannleika heimspekilegar í eðli sínu og því alls ekki undarlegt þótt greinin dragi dám af því. Ég meina, hversdagsleg útskýring eins og „Setningin ‚Bókin er á borðinu‘ er sönn ef bókin er á borðinu“ er bara einföldun á einni tiltekinni kenningu um eðli sannleikans. Við verðum líka að gæta þess að greinin sé ekki hlutdræg um sannleikskenningar. --Cessator 23. október 2005 kl. 16:47 (UTC)[svara]

Frábær grein, gerir efninu góð skil og er mjög upplýsandi. --Mói 22. okt. 2005 kl. 17:38 (UTC)

Sammála --Cessator 22. október 2005 kl. 18:17 (UTC)[svara]
SAMMÁLA, OG GLEÐILEGANN HÁSTAFADAG! —Ævar Arnfjörð Bjarmason 22. okt. 2005 kl. 18:54 (UTC)
Sammála --Sterio 22. okt. 2005 kl. 20:15 (UTC)
ÉG ER SAMMÁLA. SÖMULEIÐIS ÆVAR. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 22. okt. 2005 kl. 21:49 (UTC)
Sammála --Bjarki Sigursveinsson 23. okt. 2005 kl. 12:22 (UTC)
Sammála --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. okt. 2005 kl. 16:36 (UTC)

Gerir viðfangsefninu skil á skemmtilegan og einfaldan hátt. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 23. okt. 2005 kl. 04:27 (UTC)

Sammála --Bjarki Sigursveinsson 23. okt. 2005 kl. 12:22 (UTC)
Sammála. Rosalega er mikið af úrvalsgreinatillögum núna :p --Sterio 23. okt. 2005 kl. 16:57 (UTC)
Bara gaman af því. Við erum farin að fá svo fína höfunda og þýðendur hingað að það er alveg magnað. :) --Stefán Vignir Skarphéðinsson 23. okt. 2005 kl. 17:40 (UTC)
Sammála --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. okt. 2005 kl. 16:36 (UTC)
Sammála (taka verður þó tillit til þess að ég þýddi og bætti greinina sjálfur :P) --Krun 23. okt. 2005 kl. 23:40 (UTC)

Mér virðist greinin gera efninu þokkaleg skil og verðskulda að vera úrvalsgrein. --Cessator 29. nóv. 2005 kl. 00:47 (UTC)

Styð... Af hverju finnst mér eins og rætt hafi verið um þessa grein áður? :S En mér finnst hún allavega alveg ansi góð. Nógu góð fyrir úrvalsgrein. --Sterio 29. nóv. 2005 kl. 01:37 (UTC)
Samþykkt --Bjarki 30. nóv. 2005 kl. 00:00 (UTC)
Samþykkt, en þyrfti að laga stafsetningu smávegis. --Mói 30. nóv. 2005 kl. 00:18 (UTC)
Styð, --Akigka 30. nóv. 2005 kl. 23:12 (UTC)
Styð — flott grein, ég veit ekki af hverju ég er að spá í þessu, en ættum við að laga zetu notkunina? Annars er þetta alveg pottþétt úrvalsgrein. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. nóv. 2005 kl. 23:27 (UTC)

Inkar eða Inkaveldi. vegna þess að ég skrifaði greinina frá grunni þó hefur hún tekið ýmsum breitingum eins og lagfæringar á stafsetningu og málfari, inngangur hefur verið styttur og betrumbætur og myndir hafa verið færðar út um kvippinn og hvappinn og sumar hverjar stækkaðar. Það væri ekki bara gamman heldur mikill heiður að fá nafnbótina Úrvalsgrein. --Aron Ingi 16. des. 2005 kl. 13:44 (UTC)

 • Með smá meiri yfirlestri og mállagfæringum ætti hún að vera tilvalin til þess. --Stalfur 16. des. 2005 kl. 14:18 (UTC)
 • Sammála Stalfi --Sterio 16. des. 2005 kl. 16:21 (UTC)
 • Mér finnst þetta hin fínasta grein, og vekur áhuga minn þrátt fyrir lítinn landafræðilegan áhuga. Vel skrifuð og myndskreytingar gera hana þægilega yfirlestrar. --Friðrik 22. des. 2005 kl. 13:21 (UTC)
 • Þegar búið er að fara yfir hana þá er það sjálfsagt mál, ég held það vanti heilu orðin inn í setningar sumstaðar, ég er hinsvegar ekkert rosalega fær í stafsetningu svo ég ætla ekki að gefa grænt ljós á hana hvað það varðar. Annars er efniviðurinn alveg pottþétt efni í úrvalsgrein. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. des. 2005 kl. 16:13 (UTC)
 • Samþykkt Það mætti alveg lesa þetta yfir nokkrum sinnum í viðbót en þetta er orðið þokkalegt, ekki frábært, en sleppur. --Bjarki 12. janúar 2006 kl. 23:48 (UTC)[svara]
 • Samþykkt. Ég held að þetta yrði prýðileg úrvalsgrein fyrir febrúarmánuð. --Smári McCarthy 28. janúar 2006 kl. 14:41 (UTC)[svara]
 • Samþykkt. Ég er sammála flestu sem hér hefur verið sagt. Greinin er góð, en ekki frábær, er samt réttu megin við einhver óútskýranleg mörk. Væri ágæt sem grein febrúarmánaðar.--Mói 28. janúar 2006 kl. 15:50 (UTC)[svara]
 • Samþykkt, orðin góð grein og gott dæmi um samvinnu. --Akigka 28. janúar 2006 kl. 18:57 (UTC)[svara]


Einhver stakk upp á þessarri grein fyrir löngu síðan, og þá kvaðst ég ætla að taka hana í gegn. Það varð aldrei neitt úr því, en kannski ágætt að nefna þessa grein aftur. --Smári McCarthy 28. janúar 2006 kl. 14:41 (UTC)[svara]

Mótmæli. Í greininni eru villur. Til dæmis er alrangt haft eftir úr Landnámu. Ingólfur kom ekki að Hjörleifi nýdauðum, né sá hann báta þrælanna samkvæmt Landnámu. Kaflinn um málfarið er hugarburður. Höfundur þarf að kynna sér staðreyndir eftir traustum heimildum áður en hann skrifar. Einnig eru stafsetningar- og málvillur í greininni. Því miður. --Mói 28. janúar 2006 kl. 16:14 (UTC)[svara]
Ég leiðrétti það sem þú bentir á varðandi Landnámu, sem var alveg rétt, en hinsvegar er það fjarri lagi að málfarsgreinin sé hugarburður, ég hafði þetta upprunalega úr grein Sigurgeirs Jónssonar sem fjallar um „einkenni vestmannaeyinga“ og samanstendur af hetjusögum og fleiru; ég hef raunar ekki afrit af þeirri grein, en hana er líklega hægt að nálgast víða. Varðandi það að höfundur þurfi að kynna sér staðreyndir, þá held ég að ég hafi gert það ágætlega allt síðastliðið ár, þó svo að það endurspeglist ekki nema að mjög takmörkuðu leiti í þessari grein - þessi grein þróaðist yfir langan tíma og ýmislegt kann að hafa farið á mis sem er þá ekki mikið mál að leiðrétta. Varðandi stafsetningar- og málvillur, þá er ekkert við þeim að gera en að laga þær. Mótmæli þín eru samþykkt, en höfum gagnrýni uppbyggilega og lögum það sem laga má. --Smári McCarthy 28. janúar 2006 kl. 17:52 (UTC)[svara]
Sammála því Smári að gagnrýni skuli vera uppbyggileg. Það var ætlun mín, en hafi hún hitt þig öðruvísi þá biðst ég afsökunar á því. Ég er meira en tilbúinn að leggja mitt af mörkum til þess að bæta greinina svo að hún geti hlotið samþykki mitt og örugglega margra fleiri og tel að hún eigi sannarlega erindi í hóp úrvalsgreina eftir nauðsynlegar breytingar. --Mói 28. janúar 2006 kl. 18:50 (UTC)[svara]
Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju þetta er ekki orðin úrvalsgrein fyrir löngu, enda verulega ítarleg yfirlitsgrein. Eina sem ég hef við hana að athuga er þunnur sögukafli... enda nýbúinn að lesa Sigfús Johnsen og ágæta bók sem mig minnir að heiti Byggð og eldgos, um byggðina í eyjum "fyrir gos", en úr því ætti að vera auðvelt að bæta með lauslegu yfirliti (Saga Vestmannaeyja er svo tvímælalaust efni í sérgrein). --Akigka 28. janúar 2006 kl. 19:00 (UTC)[svara]
Samþykki, svo framarlega sem greinin verði lesin yfir nokkrum sinnum í viðbót með tilliti til stafsetningarvillna.
--Gdh 28. janúar 2006 kl. 19:50 (UTC)[svara]
Athugasemd: Ég fann hvorttveggja skalla og ósamræmi í greininni, sem þarf að laga áður en greinin verður samþykkt, sjá Spjall:Vestmannaeyjar.
--Gdh 12. febrúar 2006 kl. 16:48 (UTC)[svara]
Þetta hefur verið lagfært.
--Gdh 12. febrúar 2006 kl. 17:25 (UTC)[svara]
Sammála --Sterio 30. janúar 2006 kl. 18:47 (UTC)[svara]
Sammála, greinin er ítarleg, vel uppsett og myndskreytt. Ég vil þó sjá komið til móts við þau mótmæli sem hafa verið sett fram. --Bjarki 6. febrúar 2006 kl. 22:30 (UTC)[svara]
Við Mói og Gdh fórum yfir þessa grein og leiðréttum allt. Ég held að allt ætti að vera í lagi núna.
Sammála - Búið er að vinna mjög mikið í þessari grein og ég held að nú sé hún komin í gott horf. Ég styð það að hún verði úrvalsgrein. --Mói 18. febrúar 2006 kl. 23:24 (UTC)[svara]

Grein, sem að mér sem leikmanni finnst mjög upplýsandi og vönduð. Ég legg til að hún verði úrvalsgrein. --Mói 31. mars 2006 kl. 21:19 (UTC)[svara]

Mér finnst greinin líka mjög góð á allan hátt og hefur verið unnið mikið í kringum hana undanfarið. Samt finnst mér hún of rauð í bili, en það sakar varla. Sammála. --Jóna Þórunn 31. mars 2006 kl. 21:23 (UTC)[svara]
Ég er sammála því að hún sé allt of rauð, en ég andmæli samt ekki tillögunni, þannig að: sammála. --Cessator 1. apríl 2006 kl. 00:08 (UTC)[svara]
Sammála :) Vönduð grein og áhugaverð. --Heiða María 1. apríl 2006 kl. 00:32 (UTC)[svara]
Sammála - góð grein. --Gdh 1. apríl 2006 kl. 00:53 (UTC)[svara]
Já, vá, þetta er frábær grein! Sammála --Sterio 1. apríl 2006 kl. 10:42 (UTC)[svara]
Sammála. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. apríl 2006 kl. 22:13 (UTC)[svara]
Ójá! --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:40 (UTC)[svara]


Þessi grein er orðin alveg rosalega ítarleg, og þó svo að ég telji þörf á að fara yfir hana með tilliti til NPOV, þá er hún vel tillöguhæf hér. --Smári McCarthy 28. janúar 2006 kl. 14:41 (UTC)[svara]

Sammála --Cessator 28. janúar 2006 kl. 20:15 (UTC)[svara]
Ég er aðallega sammála. Þó þykir mér að það megi gera hana aðgengilegri og þægilegri lesningu, auðvelda aðgengi að mikilvægustu upplýsingunum. --Sterio 30. janúar 2006 kl. 18:47 (UTC)[svara]
Ágætis efniviður, ég fór yfir þetta með tilliti til uppsetningar og braut textann aðeins upp til að auðvelda lesturinn. Mér finnst þó að víða sé hægt að orða hlutina á ögn hlutlausari hátt. En þetta er allt á réttri leið og ég er sammála því að þetta verði úrvalsgrein. --Bjarki 7. febrúar 2006 kl. 00:01 (UTC)[svara]

Samála bjarka og fyrst þetta er allt á réttri leið er eingin ástæða önnur en að vera sammála --Aron Ingi 23. febrúar 2006 kl. 12:41 (UTC)[svara]

Hvað á að gera við þessa grein? --Mói 31. mars 2006 kl. 21:19 (UTC)[svara]
Mér sýnist hún vera samþykkt, nema einhver vilji andmæla; hún hefur fjögur samþykki og enginn hefur beinlínis mótmælt enn þá (jafnvel þótt fyrirvari Smára sé tekinn sem tímabundin andmæli eru samþykki fleiri en 75%) og þó er löngu liðin vika. En til þess að sem mest sátt náist um tilnefninguna ætti Smári kannski að segja hvort honum þyki greinin vera orðin nægilega hlutlaus, einhverjar breytingar í þá átt hafa verið gerðar síðan greinin var fyrst tilnefnd --Cessator 1. apríl 2006 kl. 20:47 (UTC)[svara]
Ég er sammála, en vil að ákveðnar athugasemdir verði athugaðar áður en greinin verður að úrvalsgrein, sjá [[Spjall:Davíð Oddsson#Athugasemdir]].
--Gdh 1. apríl 2006 kl. 21:26 (UTC)[svara]
Greinin er tilbúin fyrir mitt leyti.
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 00:44 (UTC)[svara]
Ég var samþykkur því að gera þetta að úrvalsgrein fyrir tveimur mánuðum, síðan þá hefur greinin bara verið bætt með tilliti til hlutleysis. Það er sjálfsagt hægt að gera betur en mér finnst hún standa undir þeim kröfum sem við höfum áður gert til úrvalsgreina. Spurning hvort að kröfurnar séu að verða stífari, það er ágætt ef það er tilfellið, ákveðið þroskamerki. --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:37 (UTC)[svara]
Sammála. Þessi stórkostlegi tilvitnanakafli í lokin réttlætir það einn og sér. --Akigka 7. apríl 2006 kl. 00:42 (UTC)[svara]

Ég legg til að Niels Henrik Abel verði úrvalsgrein. Mér finnst hún prýðilega unnin, upplýsandi og gera efninu ágætlega skil. --Cessator 1. apríl 2006 kl. 21:44 (UTC)[svara]

Sammála. Eitt orð þarna í fyrstu málsgrein sem er samt að plaga mig. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. apríl 2006 kl. 22:13 (UTC)[svara]
Já, átta mig ekki alveg á því. --Cessator 1. apríl 2006 kl. 22:43 (UTC)[svara]
Það er rétt að það komi fram hér að ég tók þetta orð út enda engin brýn þörf á að lýsa nánar þessum verkum sem vísað er til þarna. --Cessator 1. apríl 2006 kl. 23:03 (UTC)[svara]
Sammála eftir að hafa lesið greinina og gert nokkrar m breytingar. Góð grein. --Mói 2. apríl 2006 kl. 00:01 (UTC)[svara]
Sammála, vel skrifuð og fræðandi grein. --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:39 (UTC)[svara]
Sammála, góð grein --Akigka 7. apríl 2006 kl. 00:42 (UTC)[svara]
Sammála, gott stöff. --Smári McCarthy 13. apríl 2006 kl. 18:30 (UTC)[svara]

Góð grein sem að ég sé ekki að sé hægt að bæta mikið. --Bjarki 24. apríl 2006 kl. 15:57 (UTC)[svara]

Styð sterklega. --Smári McCarthy 24. apríl 2006 kl. 16:05 (UTC)[svara]
Sit hjá; hef unnið of mikið í greininni til að vera dómbær. Það mætti samt einhver lesa greinina yfir með hlutleysi í huga (og leiðrétta stafsetningarvillur sem leynast nánast örugglega þarna). Greinin er því miður ansi rauð eins og er, en það er reyndar ekki galli á greininni sem slíkri. Ef einhverju er við hana að bæta, þá væru það sennilega kaflarnir um hefðir og slangur skólans sem eru óþýddir úr ensku greininni. --Cessator 24. apríl 2006 kl. 18:49 (UTC)[svara]
Styð, flott grein. --Jóna Þórunn 1. maí 2006 kl. 15:18 (UTC)[svara]
Styð --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. maí 2006 kl. 18:51 (UTC)[svara]
Styð nú eftir yfirferð mína og nokkrar lagfæringar. Breytti titli í „Princeton-háskóli“. – Krun 1. maí 2006 kl. 19:55 (UTC)[svara]
Styð Af hverju er þetta ekki orðin úrvalsgrein? --Mói 7. maí 2006 kl. 01:46 (UTC)[svara]

Ég kíkti á listann yfir lengstu síðurnar í leit að löngum og ítarlegum greinum sem ekki hafa enn verið gerðar að úrvalsgreinum. Sú fyrsta sem ég legg til er Portúgal en þar höfum við ítarlegustu landagreinina sem hefur verið skrifuð hingað til. Sjálfsagt má fara yfir málfar, stafsetningu og uppsetningu en efniviðurinn er til staðar. --Bjarki 24. apríl 2006 kl. 15:57 (UTC)[svara]

Styð; en stutt síðan að við fengum landafræðigrein á forsíðuna. --Smári McCarthy 24. apríl 2006 kl. 16:05 (UTC)[svara]
Sammála; greinin gerir efninu ágæt skil og er áhugaverð lesning. Hún þarf auðvitað ekki að verða grein mánaðarins (strax). --Cessator 24. apríl 2006 kl. 17:55 (UTC)[svara]
Þegar það er búið að gera smá grein fyrir sögu landsins frá 1250 til 20. aldar mun ég að öllum líkindum styðja þessa tillögu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. apríl 2006 kl. 22:16 (UTC)[svara]

mér fynnst þessi grein afar ýtarleg og góð auk þess að vera frekar auðveld og skemmtileg yfirferðar. --Aron Ingi Ólason 27. apríl 2006 kl. 00:26 (UTC)[svara]

Styð, en tek undir með Friðriki um sögu landsins. --Jóna Þórunn 1. maí 2006 kl. 15:15 (UTC)[svara]
Get lítið sagt um þetta þar sem ég skrifaði greinina en búið er að bæta við söguhluta hennar. Myndi glaður þiggja krítískan yfirlesara.--Gummi 10. maí 2006 kl. 00:54 (UTC)[svara]
Töluvert er síðan sögukaflinn var kláraður þannig að fyrirvararnir varðandi það sem settir hafa verið fram hér eru varla lengur í gildi. Ég held að óhætt sé að gera þetta að úrvalsgrein núna. --Bjarki 26. maí 2006 kl. 23:18 (UTC)[svara]

Þetta er alveg frábær grein. Ég las hana nokkurnvegin alla í gegn, og þetta er held ég alveg ábyggilega ein besta grein um einstakling sem ég veit um, í það minnsta hér á íslenskunni. Það eina sem mér finnst að henni er það að kaflarnir undir Valdatíma-fyrirsögninni eru helst til stuttir. Það er þó ekki svo alvarlegt að mér finnist hún ekki eiga skilið að vera úrvalsgrein. Hvað segið þið? --Sterio 9. maí 2006 kl. 21:18 (UTC)[svara]

Sammála hverju orði sem hér er sagt. Það er ekki mikið um að ég lesi greinar og finni EKKERT til að pota í, en það gerðist núna. Ef þetta er ekki úrvalsgrein þá er slíkt ekki til.--Mói 9. maí 2006 kl. 23:41 (UTC)[svara]
Sammála fyrri ræðumönnum, ruddagrein. --Bjarki 10. maí 2006 kl. 01:24 (UTC)[svara]
Sammála --Friðrik Bragi Dýrfjörð 26. maí 2006 kl. 23:40 (UTC)[svara]

Skemmtileg grein um atvik í stjórnmálasögu Íslands sem gerir efni sínu góð skil.

Sammála. --Cessator 24. júlí 2006 kl. 02:35 (UTC)[svara]
Sammála. --Bjarki 24. júlí 2006 kl. 11:13 (UTC)[svara]
Sammála --Mói 26. júlí 2006 kl. 23:37 (UTC)[svara]
Sammála --Akigka 26. júlí 2006 kl. 23:43 (UTC)[svara]
Þessi grein er núna orðin gæðagrein. Þar sem gerðar eru ríkari kröfur um samþykki hér en í gæðagreinaferlinu lít ég svo á að það nægi að gera grein að úrvalsgrein til að taka hana um leið úr gæðagreinaflokknum (þótt það nægi ekki að kjósa grein gæðagrein til að taka hana úr úrvalsgreinaflokknum; leiðréttið mig ef ég er að misskilja eitthvað). Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver andmæli. --Cessator 27. júlí 2006 kl. 02:34 (UTC)[svara]
Sammála túlkun síðasta ræðumanns um gæðagrein/úrvalsgrein, úrvalsgrein er hærra stig og má því segja að hún sé sjálfkrafa gæðagrein+. --Mói 28. júlí 2006 kl. 20:25 (UTC)[svara]

Stríð Íraks og Írans (svipta úrvalsgreinanafnbót)

breyta

Margt vantar í þessa grein eins og kemur fram á spjallinu en hún er ágæt svo langt sem hún nær, ég geri því tillögu um að hún verði gæðagrein. --Bjarki 10:19, 12 ágúst 2006 (UTC)

Sammála --Sterio 11:42, 12 ágúst 2006 (UTC)
Sammála --Cessator 18:06, 12 ágúst 2006 (UTC)
Sammála --Gdh 00:50, 13 ágúst 2006 (UTC)
Sammála --Jabbi 00:59, 13 ágúst 2006 (UTC)
  Samþykkt --Jóna Þórunn 22:13, 14 ágúst 2006 (UTC)

Azumanga Daioh (svipta úrvalsgreinanafnbót)

breyta

Ágætis grein en þetta er afskaplega lítill texti, ég geri því tillögu um að hún verði gæðagrein. --Bjarki 10:19, 12 ágúst 2006 (UTC)

Sammála --Sterio 11:43, 12 ágúst 2006 (UTC)
Sammála --Cessator 18:06, 12 ágúst 2006 (UTC)
  Samþykkt --Jóna Þórunn 22:13, 14 ágúst 2006 (UTC)
  Samþykkt --Mói 23:20, 14 ágúst 2006 (UTC)

Hokusai (svipta úrvalsgreinanafnbót)

breyta

Ágætis grein en heldur stutt, ég geri því tillögu um að hún verði gæðagrein. --Bjarki 10:19, 12 ágúst 2006 (UTC)

Sammála --Sterio 11:43, 12 ágúst 2006 (UTC)
Sammó --Heiða María 13:17, 12 ágúst 2006 (UTC)
Sammála --Cessator 18:06, 12 ágúst 2006 (UTC)
  Samþykkt --Jóna Þórunn 22:15, 14 ágúst 2006 (UTC)

Skrifaði þessa grein að mestuleyti. Mikið þýtt úr norsku (sem áður var þýtt úr ensku). Óþarflega rauð, en það kemur allt. --Jóna Þórunn 14:18, 1 október 2006 (UTC)

 1.   Samþykkt Jóna Þórunn 14:18, 1 október 2006 (UTC)
 2.   Samþykkt(virðist vera fín grein; liturinn á tenglunum er auðvitað ekki galli á greininni sem slíkri.) Cessator 14:32, 1 október 2006 (UTC)
 3.   Samþykkt góð grein. --Akigka 15:03, 1 október 2006 (UTC)
 4.   Samþykkt flott grein. --Bjarki 13:13, 5 október 2006 (UTC)

Mér sýnist að þessi grein hljóti að koma til greina sem úrvalsgrein. Hún er eins ítarleg og hægt er að óska sér, „klárar“ efnið og vísar í heimildir.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Akigka (spjall | framlög)

 •   Samþykkt --Cessator 16:33, 9 nóvember 2006 (UTC)
 •   Samþykkt --Akigka 01:39, 10 nóvember 2006 (UTC)
 •   Samþykkt --Baldur Blöndal 08:43, 10 nóvember 2006 (UTC)
 •   Á móti Málfar mjög óvandað og verður að betrumbæta það áður en ég get stutt tillöguna. --Mói 00:19, 12 nóvember 2006 (UTC)
 •   Samþykkt Málfar hefur verið betrumbætt allnokkuð og er ég því ekki lengur á móti. --Mói 01:17, 12 nóvember 2006 (UTC)
 •   Samþykkt --Stalfur 14:37, 13 nóvember 2006 (UTC)
 •   Samþykkt, búið að taka greinina í gegn. --Jóna Þórunn 10:46, 16 nóvember 2006 (UTC)

Legg til að greinin verði úrvalsgrein. --Cessator 11:57, 3 ágúst 2007 (UTC)

 1.   Samþykkt --Cessator 11:57, 3 ágúst 2007 (UTC)
 2.   Samþykkt --Akigka 12:00, 3 ágúst 2007 (UTC)
 3.   Samþykkt Flott og mjög vel skrifuð grein. --Sennap 13:12, 3 ágúst 2007 (UTC)
 4.   Samþykkt --Stefán Örvarr Sigmundsson 16:10, 3 ágúst 2007 (UTC)
 5.   Samþykkt Þetta er fulkomlegt dæmi af hvað á úrvalsgrein að vera á Wikipediu. Vel gert. --Ís201 18:13, 3 ágúst 2007 (UTC)
 6.   Samþykkt Jú, góð grein en ég er alltaf dálítið svartsýn í garð rauðra tengla. Gætirðu gert rauða tengla í inngangi og upplýsingatöflu rauða? — Jóna Þórunn 21:50, 3 ágúst 2007 (UTC)
  Bláa meinarðu? Tillagan þarf að vera til umfjöllunar í a.m.k. viku. Það ætti að vera lítið mál gera tenglana í innganginum og upplýsingartöflunni bláa innan þess tíma þótt sennilega verði ekki nema stubbar. --Cessator 22:11, 3 ágúst 2007 (UTC)
  Já, bláa. Það skiptir ekki máli þó þeir verði bara stubbar; svo lengi sem hægt er að slá upp í greininni og sjá nokkurn veginn um hvað er verið að fjalla. — Jóna Þórunn 22:19, 3 ágúst 2007 (UTC)

Kallið það hybris, en mér sýnist hún uppfylla alla vega flestar formlegar kröfur eins og er. Svo væri líka gott að fá gagnrýni á hana.

 1.   Samþykkt --Akigka 1. febrúar 2008 kl. 01:48 (UTC)[svara]
 2.   Samþykkt :) Fantagóð grein. — Jóna Þórunn 1. febrúar 2008 kl. 01:51 (UTC)[svara]
 3.   Samþykkt Nei, ég kalla það ekki hybris, þessi grein er til stökustu fyrirmyndar. --Cessator 1. febrúar 2008 kl. 03:16 (UTC)[svara]
 4.   Samþykkt Frábær grein, allt til fyrirmyndar. --Bjarki 1. febrúar 2008 kl. 08:17 (UTC)[svara]
 5.   Samþykkt Mjög flott. Ekki hefði mér dottið í hug í byrjun ársins að Kartafla yrði úrvalsgrein. --Stefán Örvarr Sigmundsson 1. febrúar 2008 kl. 10:08 (UTC)[svara]
  Kartöflur eru æðislegar. Hefurðu ekki heyrt það hvernig það er gáfulegra að gefa kartöflur en rósir í samböndum? Rósir eru fallegar en fölna fjótt jafnvel þótt þær séu í vatni, á meðan kartöflur geymast ótrúlega lengi og ála meira að segja.. ein kartafla getur spírað og orðið að mörgum og svo er líka hægt að borða þær. Hvort myndirðu frekar vilja, stutt samband sem er fallegt í stuttan tíma eða langt og gott samband sem getur af sér fleiri maka sem maður getur borðað með ýsu? =) --Baldur Blöndal 1. febrúar 2008 kl. 10:47 (UTC)[svara]
  Ég borða eiginlega ekki kartfölur, nema sem kartöfluflögur. --Stefán Örvarr Sigmundsson 1. febrúar 2008 kl. 16:49 (UTC)[svara]
 6.   Samþykkt Skemmtileg, vel skrifuð, fræðandi... --Jabbi 1. febrúar 2008 kl. 17:32 (UTC)[svara]
 7.   Samþykkt Flott grein. --Mói 1. febrúar 2008 kl. 18:32 (UTC)[svara]

Fín grein eftir Akigka sem gefur góða mynd af sögu bjórs á Íslandi.

Hér vantar gjarnan þrjú atkvæði í viðbót. --Jabbi 28. mars 2010 kl. 18:35 (UTC)[svara]
 1.   Samþykkt --Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. mars 2010 kl. 11:49 (UTC)[svara]
 2.   Samþykkt --Jabbi 4. mars 2010 kl. 12:15 (UTC)[svara]
 3.   Samþykkt --Cessator 4. mars 2010 kl. 14:13 (UTC)[svara]
 4.   Samþykkt (og skál fyrir því). — Jóna Þórunn 28. mars 2010 kl. 20:49 (UTC)[svara]
 5.   Samþykkt --Bjarki 13. maí 2010 kl. 00:27 (UTC)[svara]
 6.   Samþykkt --Snaevar 25. október 2010 kl. 11:29 (UTC)[svara]
 7.   Samþykkt --Mói 25. október 2010 kl. 12:21 (UTC)[svara]

Hallgrímur Pétursson

breyta

Dagsetning: 23-02-2014
Jabbi tilnefnir greinina Hallgrímur Pétursson:
Vönduð umfjöllun, myndskreytt.

Umræða

breyta

Farsími

breyta

Dagsetning: 30-07-2014
Maxí tilnefnir greinina Farsími:
Greinin hefur verið stækkuð mjög mikið að undanförnu. Fjölmargar heimildir og málfar hefur að mestu leyti verið lagfært.

Umræða

breyta

Dagsetning: 4-03-2018
Jóna Bók tilnefnir greinina York:
Greinin er vönduð, þokkalega löng, myndskreytt og tengist sögu Norðurlanda sem gerir hana athyglisverða fyrir íslenska lesendur

Umræða

breyta