Tungumál í Evrópusambandinu

Fjölmörg tungumál eru töluð í ríkjum Evrópusambandsins, sum þeirra njóta sérstakrar stöðu innan þess og eru skilgreind sem opinber mál, það eru mál sem notuð eru innan stofnanna sambandsins. Til viðbótar finnast mörg tungumál í aðildarríkjunum sem ekki njóta slíkrar viðurkenningar en vaxandi hreyfing hefur verið í kringum að gera nokkur þeirra að opinberum málum, sérstaklega hvað varðar basknesku, katalónsku og gallísku.

Opinber mál og nöfn ESB á þeim

breyta

Listi yfir tungumál í evrópusambandinu flokkað eftir fjölda

breyta

Í eftirfarandi töflu eru mest töluðu tungumál í evrópusambandinu flokkuð eftir hlutfalli íbúa sambandsins sem tala þau sem móðumál og sem erlent mál. Tölurnar eiga við stöðuna 2005, sem er áður en Búlgaría og Rúmenía gengu í evrópusambandið.

Tungumál Tala sem móðurmál (%) Tala sem erlent mál (%) Samtals (%)
Enska 13 38 51
Þýska 18 14 32
Franska 12 14 26
Ítalska 13 3 16
Spænska 9 6 15
Pólska 9 1 10
Rússneska 1 6 7
Hollenska 5 1 6