Gallíska eða gaulverska er útdautt keltneskt tungumál sem var talað í hlutum Evrópu svo seint sem á tíma Rómverja. Í þröngum skilningi var gallíska töluð af Keltum í Gallíu (nú Frakkland). Í víðari skilningi náði hún yfir þær keltneskar mállýskur sem voru talaðar víða um Mið-Evrópu, í hlutum Balkanskaga og Anatólíu.

Gallíska
Málsvæði Gallía
Ætt Indóevrópskt
 Keltneskt
  Meginlandskeltneskt
   Gallíska
Skrifletur Fornítalískt stafróf
Grískt stafróf
Latneskt stafróf
Tungumálakóðar
ISO 639-3 xtg
xga
xcg
xlp
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Ásamt lepontísku og keltiberísku sem töluð var á Íberíuskaganum myndar gallíska meginlandskeltnesku ættina. Eðli tengslanna milla þeirra og eyjakeltnesku málanna er ekki vel þekkt þar sem fáar heimildir eru um þessi mál.

Gallískar heimildir er að finna helst frá árinu 800, oft í brotum t.d. í dagatölum, á leirmunum, minnisvörðum, íletrunum á myntum og í öðrum textum, svo sem á bölvunartöflum. Gallískir textar voru fyrst skrifaðir með grísku stafrófi í Suður-Frakklandi, og með fornítalísku stafrófi á Norður-Ítalíu. Eftir landvinninga Rómverja á þessum svæðum var málið skrifað með latnesku stafrófi.

Gallíska vék fyrir latínu og ýmsum germönskum málum frá 5. öld.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.