Hljóð
Hljóð eða hljóðbylgjur eru þrýstingsbylgjur sem berast í gegnum efni. Eiginleikar hljóðs fara eftir bylgjulengd þess, tíðni og öðrum þeim eiginleikum sem einkenna bylgjur almennt. Hljóðbylgjur ferðast með hljóðhraða, sem er mjög misjafn eftir efnum, en oftast er átt við hraða hljóðsins í lofti. Hann er nálægt því að vera 330 m/s en breytist með hitastigi.
Menn skynja hljóð með heyrnarskynfærum sínum, og í sumum tilfellum er orðið hljóð notað einvörðungu um hljóðbylgjur sem menn geta heyrt. Í eðlisfræði er þó hljóð notað í víðtækari skilningi, og titringsbylgjur af hvaða tíðni sem er, og í hvaða efni sem er, eru taldar til hljóðs. Orðið hljóð getur líka þýtt þögn.